Ég má með að eyða nokkrum orðum um hana Ingibjörgu Sólrúnu, vonarneista “jafnaðarmanna” hér á Íslandi.

Ég held að enginn stjórnmálamaður hefur veri eins mikið hypaður upp eins og Solla. Fyrst þegar hún skaust upp á stjörnuhiminn íslenskra stjórnmála var henni hrósað heilmikið fyrir að vera svo “gáfuð og heiðarleg” og hún var fær um að taka “sjálfstæðar ákvarðanir”. Annað en “hinir” stjórnmálamennirnir sem voru væntanlega ekki sérlega gáfaðir eða heiðarlegir (sem líklegast er rauninn) og væru ófærir um allt annað en að fylgja einhverri flokks-línu. Síðan þegar R-listinn vann borgina var henni eignaður sá gjörningur og henni hrósað í gríð og erg fyrir að vera svo “sterkur leiðtogi”. Núna upp á síðkastið kemur hún fram sem “nútímalegur jafnaðarmaður” (á nýrri öld) og leiðir jafnaðarmenn (eða þannig) fyrir næstu kosningar.

Ég held að þessi helgimynd af hinum framsækna og heiðarlega skörungi sé eins langt frá sannleikanum og hugsast getur (in my humble opinion). Hvað hef ég fyrir mér í því? Lítum á málið aðeins nánar:

GÁFAÐA SOLLA. Ok, hún er enginn vitleisingur. Snögg að koma fyrir sig orði og kemur mannalega fyrir. Er hún eithvað gáfaðri en næsti maður. Tæplega. Lítiði á starfsferilinn hennar:

http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=26 4

Hvar eru afrekin sem “einstök gáfumenni” láta liggja eftir sig. Það að taka sagnfræði og bókmenntafræði á 5 árum er ekkert afrek. Starfsferillinn fyrir utan stjórnmálin er frekar rýr.

Dæmi um gáfur Sollu: Sagnfræðingurinn lét út úr sér að hún ætlaði að opna sitt pandórubox. Samkvæmt grískri goðafræði voru allar bölvanir mannkyns lokaðar í boxi pandóru og við þekkjum framhaldið eftir að Pandóra opnaði boxið sitt. Annað gullkorn lét hún frá sér um daginn þar sem hún opinberaði skilningsleysi sitt á hugtakinu “jaðarskattar” þegar hún túlkaði OECD skýrsluna á sinn hátt.

Ég er ekki að halda því fram að hún sé einhver alger vitleisingur. Hún er meira svona meðaljón.

HEIÐARLEGA SOLLA. Tæplega heiðarleg enda ef maður skoðar í hvaða starfstétt hún er í þá þarf það ekki að koma á óvart. Fyrir utan hlutastörf hefur hún bara verið námsmaður (mjög aktív í stúdentapólitík) og stjórnmálamaður.

Dæmi: Hvernig hún sagði borgarbúum að skuldir hefðu lækkað þegar þær í raun hækkuðu (5 í yfir 30 miljarða), andskoti frökk. Nýlegt dæmi þegar hún segir blákallt að fólk með um 200.000 í mánaðarlaun græði meira á 10.000 hækkun á pers afslætti en 4% lækkun á línuna. (10.000 hækkun skilar 6.000 krónum á mann í vasann). Ríkisskattstjóri lækkar töluna um helming niður í 104.000. Óheiðarleiki eða reiknar hún bara óvart vitlaust?? Hún ber einnig mikla ábyrgð á bókhaldsflippi Reykjavíkurborgar undanfarin ár og er sá gjörningur einstaklega óábyrgur.

JAFNAÐARMAÐURINN SOLLA. Ingibjörg gerði heiðarlega tilraun til að komast til metorða í Alþýðubandalaginu en komst lítið áfram enda ung að árum. Það var eðlilegur vetfangur fyrir hana enda var hún (eins og össi) mjög rótækur vinstri-námsmaður. Þegar kvennalistinn var stofnaður sá hún að það væri kominn vetfangur fyrir sig. Síðan einhverntíman á einhverju óræðu augnabliki varð hún alltíeinu “nútímalegur” jafnaðarmaður (á nýrri öld). Hvað gerðist nákvæmlega var aldrei útskýrt en einhverntíma hefði það þótt fréttnæmt að Geir Haarde segðist alltíenu vera orðinn Jafnaðarmaður (svipað mikið stökk í hina áttina).

Hvað hefur hinn gamli Sósíalisti til málana að leggja í dag. Jú, vaxandi stéttarskipting sem verður bara jöfnuð með því að taka frá hinum “ríku” (skattar) og gefa hinum “fátæku” (bætur). Endalaust hjal um ríku kapítalistana sem verða ríkari á kostnað hinna fátæku. Lítið álit á frjálsri samkeppni (Ég held að samkeppni sé dýr og almennt til leiðinda, sagði hún sem borgarstjóri).

ENRON Solla. Bókhaldsæfintýri borgarinnar var einstakt meðan hún rúlaði. Ný borgarfyrirtæki voru stofnuð og síðan varð það alltíeinu svo svakalega nauðsynlegt að setja skuldir borgarinnar yfir á þau. Arðgreiðslur Orkuveitunnar voru stórauknar á sama tíma og Orkuveitna neyðist til að taka erlend lán. Það skipti ekki máli hvort Orkuveitan sýndi tap eða ekki, arðgreiðslur voru greiddar. Bókhald OR byrjaði síðan að breytast: Viðskiptavild upp á 250 miljónir poppaði alltíeinu upp á ársreikningum þar sem eingin var áður og “óefnislegar eignir” upp á 650 miljónir gerðu það sama. Árskýrsla OR er frekar forvitnilegur lestur:

http://www.or.is/media/vefmyndir/orkuveitan/ pdf/ORarssk_2001.pdf

Lína.net var stofnuð í kringum vafasamar hugmyndir Helga H og Alfreðs um net-tengingu í gegnum rafkerfið. Nokkrum miljörðum síðar þegar ævintýrið er úti kemur OR síðan til bjargar og kaupir línuna af línu.net, til að forða þeim skandal sem alltaf verður ef fyrirtæki fara á hausinn.

www.google.com - leitarorð eins og “ingibjörg sólrún” “skuldir” “lína.net” osfr leiða margt í ljós í sambandi við þessi mál.

Í stuttu máli. Fjárhagurinn í rúst og ýmsum kúnstum beitt til þess að fela vandann.

LEIÐTOGA SOLLA. Það var skoðanakönnun um daginn en það fór lítið fyrir henni. R-listinn var með vel yfir 50% fylgi stuttu eftir að Solla yfirgaf borgina og Þórólfur tók við. Maður spyr sig, hversu mikið voru kosningasigrar R-listans henni að þakka?? Það er nú þannig að allir flokkarnir sameinuðust á móti einum og samkvæmt meðalkjörfylgi fyrri ára ættu þeir að vinna.

Ef maður horfir á skuldir borgarinnar og fjármálaflippið hjá borg og OR spyr maður sig hversu mikill leiðtogi hún var í raun. Það er ekki ervitt að stjórna borg ef maður má eyða 3-4 Miljörðum meira á ári en forverinn. Hvað með OR ruglið og snobb-stórhýsið sem þeir reistu upp á höfða. Var hún samþykk þessu eða lét hún einhvern framsóknarmann kúga sig. Tæplega miklir leiðtogahæfileikar hvað svo í raun gerðist.


Í stuttu máli hafna ég algerlega mýtunni um “heiðarlega og gáfaða” stjórnmálamanninn sem er “öðruvísi” en hinir. Hún Ingibjörg er bara venjulegur vinstri-atvinnupólitíkus. Mjög harðsoðin og æfð en gersamlega ófær um að stjórna heilli borg og hvað þá heilu landi eins og dæmin sanna.