Flanger kallaði málflutning minn týpiskt frelsisrugl.
Ég neyðist því til að kalla málflutning hans, týpiskt kommarugl.
Ég bara einfaldlega skil ekki hvernig nokkrum manni dettur í hug að ríkið sem slíkt geti haft vit fyrir öðrum, sérstaklega þegar það eru misvitrir stjórnmálamenn sem stjórna þessu. Að sjálfsögðu eiga að vera lög og reglur, þær eru til að vernda borgarana fyrir öðrum og vernda þá sem ekki geta verndað sig sjálfir, það á að vera markmið laga. Þegar við komum að máli eins og lögleiðingu á hassi og grasi skil ég bara ekki þennan málflutning með stefnu ríkisins. Er öll stefna sem ríkið tekur sú eina rétta. Ef ríkið ákveður stefnu þá er það sem allir eiga að fylgja í blindni. Ég verð að segja að þetta er vægast sagt hættulegur hugsunarháttur hjá þér flanger.
Hvort sem fíkniefnaneysla yrði almennari eða ekki, er ekki málið. Þetta snýst um það að ég geti reykt mitt hass í friði án þess að þurfa að eiga á hættu fangelsisvist eða sekt. Þrátt fyrir að við búum í samfélagi, þá eru það einstaklingar sem byggja samfélagið og eiga að hafa rétt til eigin hugsunar, sköpunar og gjörða og síðan tryggir ríkið jafnan rétt allra til þessa grundvallaratriða. Í því felst að halda uppi löggæslu sem verndar fólkið fyrir einstaklingum sem skaða aðra. Aftur á móti á ríkið ekki að verka sem heftandi afl á einstaklingin. Hvort sem það er á hugsanir, sköpun eða gjörðir.
Ég verð að segja það að mér finnst það illskiljanlegt hvernig nokkrum dettur í hug að hann hafi rétt til að banna mér að reykja, afhverju, jú útaf því að það gæti hugsanlega einhvern tíman orðið skaðlegt sjálfum mér og samfélaginu. En það sama á við um bíla, reykingar, áfengi, rautt kjöt o.s.frv. Hlutir eru ekki bannaðir á þeim forsendum, nema fíkniefni.
Varðandi greiðslu til heilbrigðisgeirans, þá held ég að tollar og sala á títtnefndum lyfjum myndi skila allavega meiru í kassan en í dag og ekki sæi ég fram á einhverja gríðarlega aukningu í neyslu, þannig að þetta væri líka betra.
Annars finnst mér það helvíti harðbrjósta að benda á peningahliðina, banna því það gæti kostað eitthvað í framtíðinni og hefta þar með einstaklingin niðri eitthvað norm sem stjórnmálin ákveða að sé eðlilegt.
Þið sem töluðu hérna um að nýtt heilbrigðisvandamál væri í uppsiglingu. Afhverju erum við að taka við alkhólistum og dópistum í meðferðir núna, til hvers eiga þeir ekki bara að taka ábyrgð á þessu sjálfir, ég meina ekki var það ég sem missti stjórn á drykkjunni! Nei en sem betur fer eru hér sumir sem gera sér grein fyrir að mannskepnan vill vera eitthvað meira en harðbrjósta skepna og jafnvel (þótt það kosti pening) leggja þeim lið sem hafa stigið feilspor í lífinu, í því kristallast velferðakerfið.
Það getur því ekki verið rök fyrir banni að kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið sé of mikil, það er á hreinu. Þeir sem tala um það eru í raun að tala gegn öllu velferðarkerfinu sem setur stórt spurningarmerki við stjórnmálaskoðanir þeirra. Þeir ættu kannski betur heima hérna í hægra horninu hjá okkur hinum.
kveðja,
Milan