tungumál í skólum
í íslenska grunnskólanum er skylda að læra 3 tungumál: íslensku, dönsku og ensku. íslensku lærir maður frá 1. bekk, dönsku í 5 eða 6 bekk og ensku í 7 bekk (ég held að þetta sé eitthvað að breytast núna). auðvitað þarf maður að kunna íslensku og það er mjög gott að kunna ensku. en hvað með dönsku? til hvers? ég hef einu sinni farið til danmerkur og mun líklegast aldrei fara þangað aftur (ég er ekki að setja útá land og þjóð. ég hitti aldrei dani og mun aldrei í lífi mínu tala dönsku. eitt dæmi: þegar danskur kennari kom í skólann, talaði hann og var talað við hann ensku. Líka dönskukennarinn. auðvitað vilja sumir tala dönsku og auðvitað ætti að leyfa þeim það. t.d. hafa þetta sem valgrein frá byrjun og byrja að læra ensku mikið fyrr t.d. í 4. bekk þar sem næstum allir krakkar kunna eitthvað í ensku í þá, eftir að hafa horft á bíómyndir. Björn þarf að skoða þetta mikið betur þar sem allir þurfa að kunna ensku. það var eitthvað verið að tala um að breyta þessu og mig minnir að það það hafi verið að víxla enskunni og dönskunni. er kannski búið að því?