GunniS:
Ég ætlað að byrja á svari sem ég setti inn hér fyrr, en þú hefur ekki svarað.
“Hvað varðar hækkun Landsímans, þá skaltu aðeins skoða staðreyndirnar áður en þú kastar fram máli þínu.
Póstur og Sími var einkavæddur 1997, með lögum sem samþykkt voru 1996. Á sama tíma var sett sú krafa, að Póstur og sími myndi hafa sama verð um allt land á talsímagjöldum. Það hafði ekkert með einkavæðinguna að gera, heldur aðeins jöfnunaraðgerð fyrir þá sem búa út á landi.
Rétt er hjá þér að hækkunin var of mikil en ekki tengja það einkavæðingunni, því að eftir að Landssíminn hefur fengið samkeppni á þessu sviði, þá hafa gjöldin lækkað aftur.”
Hvað varðar skattadæmið þitt, ef ég skil það rétt, þá ert þú að fara fram á það að borga sömu krónutölu til skattsins, alveg sama hvað þú hækkar í launum.
Þú hlýtur að sjá að það gengur ekki upp, því það myndi þýða að ríkið hefði alltaf sömu krónutölu í tekjur. Ríkið verður fyrir sömu verðlagsbreytingum og við hin og þarf því meiri pening hvert ár til að geta gert sömu hlutina.
Ég er hins vegar sammála því að skattleysismörkin eiga að fylgja verðlagsþróun. Það hafa þau ekki gert, en mesta misvægið var þó þegar vinstri stjórn var við völd síðast. Hér er misvægið í % talið. Verðlagsvísitala/hækkun persónuafsláttar.
88-89 6.63%
89-90 11.17%
90-91 -1.56% - Kosningar í nánd.
91-92 5.14%
92-93 6.27%
93-94 3.48%
94-95 -0.85% - Kosningar í nánd.
95-96 1.44%
96-97 2.16%
97-98 -0.36%
98-99 -0.37% - Kosningar í nánd.
99-00 1.23%
00-01 1.52%
01-02 4.86%
02-03 -1.21% - Kosningar í nánd.
Eins og sjá má, var mest bjögun á persónuafslættinum á árunum 88-91, sem eru stjórnarár síðustu “vinstri” stjórnar.
Ég reiknaði um daginn, hvað maður með 100000 árið 1995 borgaði mikinn skatt þá og hvað hann borgar í dag, miðað við hækkun launa skv. launavísitölu. Síðan hækkaði ég skattleysismörkin skv. launavísitölu en lét skattprósentuna standa í stað. Niðurstaðan er að hann er að borga nánast sömu upphæð í dag og hann var að borga fyrir 6 árum. ATH: Inn í þessa útreikninga var ekki tekið tillit til hækkana barnabóta og vaxtabóta á tímabilinu, aðeins var skoðaður beinn skattur.
Hann borgaði 1995 17.436 kr, en borgar í dag (2002) 36.237 kr. Ef skattprósentan stendur í stað og skattleysismörk hækka skv. neysluvísitölu, þá borgar hann í dag (2002) 36.352 kr. Munurinn 115 kr.
Kv,
Jazzhop