”vissirðu, að 91 samþykkt Öryggisráðsins er brotin? þar af tilheyra nokkrar írökum, sú frægasta er 1441, svo 9 og eitthvað minnir mig. 10 A. M. K. eru brotnar af ÍSRAEL. hefur einhver verið að stressa sig á því?”
Við erum að tala um Írak núna, veit ekkert um Ísrael. Að réttlæta það að fara ekki í stríð við Írak því aðrir séu vondir líka, er eins og að segja að við eigum að láta alla morðingja vera því við getum ekki náð öllum. Þetta er bara bull. Auðvitað þarf að skoða mál Ísraels, allt annað mál samt og eitthvað sem við erum ekki að ræða hér. Hér erum við að ræða Írak, þeir hafa brotið þá samninga sem þeir hafa gert við alþjóðasamfélgið og meira að segja þú, held ég innst inni, vitir að Saddam var ekkert að fara afvopnast. Hvort sem hann átti vopn eða ekki. Hann var ekkert að fara gefa skýringu á urðun efnavopna o.s.frv. líkt og hann átti að gera. Það benti amk ekkert til þess auk þess sem síðustu fjórir mánuðirnir hefðu átt að vera meira en nægur tími, svo ég láti hin 12 árin vera.
”og geta Halldór Ásgrímsson og/eða Davíð Oddsson rökstutt það, að Hussein og írakar séu ,,miklu hættulegri´´, eins og Halldór hélt fram, þegar síðast í GÆR voru ´sraelar að varpa sprengjum í Palestínu?????”
Hér erum við sammála. Þ.e.a.s. að ástandið í Ísrael og Palestínu er með öllu óviðunandi og þar ættum við að vera löngu byrjaðir að taka til hendinni. En heyrðu við erum búin að því, ég veit ekki hversu lengi né hversu margar tilraunir hafa verið gerðar til að ná þessum löndum saman. Hvaða land vill alþjóðasamfélagið að leiði þær umræður, auðvitað US.
Hugsaðu þér samt ef Palestínu menn hefðu farið leið Gandhi og væru ekki í þessum sjálfsmorðsárásum o.s.frv. Held að heimurinn myndi fylkja sér mun meira bak við þá og deilunni væri löngu lokið. Það réttlætir samt ekki neitt ástandið og hér er enn eitt verkefnið fyrir alþjóðarsamfélagið. Palestínumenn sjálfir hafa samt með gert það að verkum að samúð með þeim og lausn málsins verður flóknari. Ég er auðvitað sammála því að þeir hafa fullann rétt á að verja sig, en þessar sjálfsmorðs árásir hjálpa þeim lítið nema gefa Ísrael ástæðu til að halda áfram kúgun og eyðirleggingu. Palestínumenn eiga mína fulla samúð þó mér finnist þeir hafa geta staðið skynsamara að málum.
”og geturðu útskýrt hvers v Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsins, hunsaði ,,algjörlega ófullnægjandi sönnunum´´ Powells?.”
Ég geri mér ekki grein fyrir því. Málið er samt að þessir vopnaeftirlits menn fengu það verk að taka við gögnum og svörum við hinum endalaust mörgu spurningum sem var ósvarað. Vopn ofl sem við vissum að Írak átti eftir persaflóastríðið. Það eina sem Írak þurfti að gera var að veita þeim fullan ótakmarkaðann aðgang að öllum byggingum og svæðum og á sama tíma meta hvort þeir væru að fara eftir vilja heimsins. Mannstu það deildi enginn um störf þeirra né að Saddam beri að afvopnast. Írakar unnu hins vegar ekki með þeim. Í síðustu yfirlýsingu Hans Blix sagði hann að Írak hefðu lítið sem ekkert reynt að varpa ljósi á þær fjölmörgu spurningar sem var ósvarað. Auðvitað vildi hann meiri tíma, við hefðum báðir viljað það í hans sporum. Alþjóðarsamfélagið leit líka svo á að þeir ættu að “finna” vopn í Írak. Það áttu þeir hins vegar ekki að gera, aðeins að taka á móti gögnum og sönnunum fyrir því að þeir væru að afvopnast, þeir áttu ekki að vera í neinni eiginlegri leit. Írakar höfðu því 4 mánuði undir lokinn að gera almennilega grein fyrir því að þeir væru búnir að afvopnast, ætluðu sér að gera það o.s.frv. Hvað kom hins vegar á daginn? Það stóð ekki steinn við stein í skýrslum Íraka, vopnaeftirlitsmenn þurftu sífellt að “finna” það sem Írakar áttu að gefa upp sjálfir. Við vitum alveg að ef Saddam hefði í raun, viljað afvopnast þá hefði hann löngu getað verið búinn að því. Það trúir því auðvitað enginn að hann hafi ekki vitað hvaða vopn hann átti og hvaða vopn hann átti áður og hvernig hann eyddi þeim. Hann hafði 4 mánði…og eftir þá sagði Hans Blix að lítið hefði þokast áfram í átt að fullu samstarfi og þeir hefðu ekki getað varpað ljósi á þessar fjölmörgu spurningar sem fyrir lágu! Auðvitað vildi Hans Blix meiri tíma, hefði hann sagt nei þetta gengur ekki lengur hefði ábyrgðin á stríðinu verið á hans herðum. Það hefði enginn maður gert né geta borið á herðum sínum einn.
”,,Varðandi Norður Kóreu´´
þetta er varla svaravert. það er augljóst að þú veist í fyrsta lagi ekki hvað stríð er.í öðru lagi þarftu svo að lesa um stuðning BNA við fjöldamorðingjana Suharto, Somoza, Pinochet, við uppbyggingu þeirra á veldi Talebana, á ríki Saddams Hussein, á skæruliðum Osama bin Laden.Bandaríkjamenn eiga þar einna stærstan þátt, rússar talsverðan, frakkar kannski smá, en merkilegt nokk held ég að kínverjar hafi bara ekki neinn áhuga …af hverju sem það stafar. “
Stuðningur US og vestræna ríkja við hryðjuverkamenn í fortíðinni má að mestu skýra með hita kalda stríðsins. Þetta er auðvitað hrikalegt en var nauðsýnlegt tel ég á þeim tíma. Ætla ekki að fara nánar út í þetta að öðru leiti en að kommúnisminn er fallinn og frelsið flæðir yfir allar þjóðir. Í dag eru breyttir tímar, lýðræðið vann kommunismann og það er siðferðisleg skilda okkar gagnvart þessu fólki í þessum kúguðu löndum að frelsa það (mín skoðun). Auk þess sem það er siðferðisleg skilda okkar gagnvart okkar folki að verja það fyrir ógnum við lífshætti okkar. Það deilir enginn um það að fólk þjóða á að hafa völd landsins í sínum höndum, þegar það getur ekki gert byltingu sjálft ber okkur að hjálpa þeim. Ef fólkið vill ógnarstjórnir eigum við að sjá um að á 4 ára fresti geti fólkið kosið þær í burtu á friðsaman hátt! Auk þess sem meðferð ríkistjórna á fólki sínu eins og Saddam hefur gert getum við ekki liðið. Hvorki þar né annarsstaðar. Rökin að segja að margir séu verri, af hverju ekki þar? Af hverju ekki segi ég þá. Nú myndaðist kjörið tækifæri til að koma Írak í hendur fólksins og losa það við þessa böl sem ég er fyllilega sammála.
Ég sé ekki að það skipti neinu máli hvað við gerðum í fortíðinni (meina það ekki bókstaflega en í þessu sambandi hér). Tímarnir voru aðrir. Eigum við að láta þessa menn vera vegna þess að US styrkti þá gegn ögn kommúnismans á fyrri tímum? Það væri eins og að segja ef hermaður í breska hernum sturlaðist og færi að myrða fólk eftir að hertímanum lyki, að við ættum ekkert að gera í því. Því við borguðum fyrir þjálfunina!!! Þetta gengur ekkert upp.
Núna eru aðrir tímar. Frelsið hefur unnið og meira að segja Kína er sífellt að opnast meira og meira. Tími harðstjóra og ógnarstjórna er á enda. Þetta er nauðsýnleg pressa sem sett hefur verið á þá. Auðvitað eru allir sammála því. Það er enginn sammála því að svona stjórnarfar eigi að geta verið við lýði. Þar sem konum er nauðgað, murkað úr fólkinu lífið og herinn og ríkistjórninn ávalt látinn ganga fyrir áður en mat er komið til fólksins. Það á enginn að þurfa að lifa við svona aðstæður.
”a. m. k. er þetta ekki svaravert út frá neinni mælistiku, hvorki rökum né tilfinningum. það er ótrúlegt að fólk sem hefur aðgang að grilljón vefsíðum, ríghaldi í þá barnalegu lífsskoðun, og þær einfaldanir, að ríkisstjórn auðugasta og sterkasta lands heimsins, sé bara í einhverri góðgerðastarfsemi.”
Í fyrsta lagi hefði stafað mikil hætta að Írak í framtíðinni, ekki af því þeir hefðu kannski ráðist á okkur beint heldur styrkir til hryðjuverkamanna. Saddam hataði okkar lífshætti og barnalegt að hann myndi ekki hjálpa með því að hýsa og eða fjármagna hryðjuverkasamtök sem væru á móti “óvini” hans. Kannski ekki á þessu ári eða því næsta, þá síðar. Hér er því US að græða.
Í öðru lagi opnast Írak fyrir blómlegum viðskiptum, ekki bara fyrir US heldur líka Íslandi, evrópu og ameríku allri svo ég telju nú bara um örfá lönd og heimsálfur. Öllum verður auðvitað frjálst að stunda viðskipti við Írak. Þannig fær fólkið í Írak vinnu, kemur sér upp fyrirtækjum og þjónustu og við í vestri fáum vörur frá þeim á góðu verði auk þess sem þeir eiga eflaust mikið eftir að versla af okkur.
Í þriðja lagi er frjálst lýðræðislegt Írak sem á í blómlegum viðskiptum við okkur í vestri og kemst til bjargálna líkt og Asíu tigristírin, löndum sem hefur vegnað ótrúlega vel, fyrirmynd annarra ríkja í álfunni. Ef vel tekst til með Írak er ég ekki í vafa um að aukinn pressa myndist á Sýrland Íran ofl lönd til að fara hegða sér almennilega. Hér græðir US og við ennþá meira, fáum bættan og friðsamari heim!
Hellingur af “eiginhagsmunum” sem eiga samleið með góðgerðarstarfsemi sem þessari!
”en ég vil taka fram að ég er EKKI friðarsinni. stríð gegn stríðsherrum - friður er tímaskekkja …friður er jafn óraunhæf hugmynd og ímyndanir apocalipse eða Jerry Lee um að BNA séu slétt og felld og segi alltaf sannleikann ….”
Ég er friðarsinni. Ég lifi hins vegar ekki í þeim draumaheimi að menn eins og Saddam láti niður vopn sín, breyti stjórnunarháttum sínum og lífsskoðunum án þess að honum sé hótað, og hótanirnar séu ekki bara í orði heldur einnig á borði.
Powell, Bush og Blair eiga eftir 20 ár eftir að geta labbað um götur Íraks frjálst lýðræðislegt. Þar sem fólkið ræður stjórnarfari sínu sjálft, hefur sömu tækifæri til menntunar, athafna og viðskipta og við í vestri. Þar sem ungbarna dauðu er lítill og lífslíkur háar o.s.frv.
Sagan dæmir þetta stríð auðvitað seinna meir. Held að enginn geti né vogi sér að halda fram að Írakar séu ekki betur settir án Saddams en með. Þeir sem segja innrás US óréttláta svara ég: Það hlýtur að vera siðferðileg skylda okkar gagnvart löndum sem Írak, að losa þau við þetta AIDS þeirra sem þessir harðstjórar eru, sem hamlar öllum framförum, frelsi og mannréttindum svo fátt eitt sé nefnt!