blessaður, hættu þessu bulli.
nú er ég kominn með nóg af einhverjum listum yfir voðaverk eins morðingja í einu landi, - á meðan allir hinir bara gleymast. Hvað þá lofgjörðum um þessa meintu frelsisást vestanhafs.
þessi hugmynd er þvæla frá upphafi, - og ekki svara með gömlu klisjunni um bandaríkjahatur.
Hef þegar fengið þá gusu yfir mig.
´´Eg er ekki kommúnisti heldur, en kannski níhílisti, - a. m. k. að því leyti að ég get ekki með nokkru móti lagt trúnað á friðar - og frelsisást bandaríkjahers eða CIA.
Ísrael hefur getað reitt sig á stuðning þeirra. þrátt fyrir grimmdarverk - hvað segir það?
ég bara veit ekki til þess að þess séu nein dæmi að svona voldug ríki hafi neinn áhuga á mannúðarmálum - sérstaklega ekki í öðrum álfum, - enda snýst þetta ekki um það.
því ef það væri raunin, væri ekki hægt að benda á a. m. k. 5 ríki - og þau eru eflaust fleiri - þar sem CIA (og þar með bandarísk yfirvöld) hafa stutt brjálæðinga, einræðisherra og morðingja til valda, - oftar en ekki til að koma´umbótasinnuðum flokkum frá að taka völdin. (stundum af því þetta voru sósíalistaflokkar, þú kannast kannski við Allende -) og stundum af því að stefnt var að því að yfirtaka eignir ríkra kúgara eins og Kúbumenn gerðu.
Eitt þessara ríkja er Afganistan. Hin eru í suðurAmeríku. Í Afganistan var allt gert til að koma frá stjórn, árin 1978 -79, sem hefði haft talsvert miklar framfarir í för með sér, og frelsi, fyrir almenning í Afganistan.
Og af hverju?
Vegna þess að þessi nýja stjórn var vinveitt rússum, og Afganistan á landamæri að rússum.
Líka til að geta fylgst með Íran, enda varð það ofan á að þar var gerð uppreisn og erkiklerkarnir tóku við ári seinna.
Þó þessi nýja stjórn væri byrjuð að reisa spítala og skóla f. almenning, og stefndi m. a. að því að mennta konur - var allt gert til að bægja henni frá; peningum og vopnum hellt í Mújaheddínana, sem voru samt öfgasinnaðir, strangtrúaðir múslímar.
Þeir voru forverar Talebananna.
Svo ráðast Bandaríkin inn í Afganistan áratug seinna, til að frelsa fólkið frá sínum eigin gerðum - að eigin sögn til að frelsa þjóðina og handsama skæruliða … þess má geta að nánast enginn skæruliði fannst. Og þjóðin - var hún frelsuð? Og ef svo, frá hverjum?
-Jú, frá þeim sem CIA studdi til valda árið 1978.
Ef þú ath. aðeins fortíðina í Írak, er hún svipuð.
Með þessu á ég ekki við að KGB eða aðrar leyniþjónustur hafi verið eithhvað betri en sú bandaríska.
En þar sem Bna er ,,the only superpower" í dag, er CIA sú skæðasta.
Og hefur svo blóði drifna sögu, að allt hjal um mannúð og mannréttindi eru bull.
Í mesta lagi efni í flottar fyrirsagnir.
þessi pólitík sem er þarna á bak við er miklu flóknari.
hún er líka miklu flóknari en svo, að
þetta snúist um að yfirtaka olíulindir, en ég er ekki frá því að ég sé farinn að trúa því að stjórnin sem nú er við völd í Bna sé hættulegri en þær hafa verið áður, meiri öfgasinnaðir kristnir menn.
Vissirðu að fyrirtækið sem Dick Cheney stjórnaði einu sinni, er að bjóða í uppbyggingu í Írak?
Vissirðu að 5 sinnum meiri peningur fer í stríðið í Írak heldur en uppbygginguna eftir á?
(þ. e. heildartalan: 6000 milljarðar, 5000 milljarðar í hernaðinn…sikk…)
Vissirðu að búið er að ráða fullt af herforingjum sem eiga að vera yfir leppstjórninni sem mun taka við?
Með þessu er ég ekki að segja að t. d. frakkar og rússar séu svona miklir mannvinir.
Bull.
Þeir eru bara að vernda samninga sína við Írak (og rússar að hugsa um gífurlegu upphæðirnar sem írakar skulda þeim, auðvitað).
Ég er bara að segja að við skulum sleppa einhverju hjali um mannvinina, þegar einungis þarf að skoða hvað hefur verið að gerast síðustu áratugi til að komast að hinu gagnstæða.
Og kannski er það bara viss sigur fyrir Sameinuðu Þjóðirnar - og sýnir a. m. k. að þær eru ekki steindauð stofnun - að 150 ríki af 190 eru ekki til í að styðja þennan ófögnuð.
Ef þetta heldur svona áfram, - ef menn bara horfa á sjónvarpsfréttirnar, og gleypa fyrirsagnir hráar, - þá munum við sitja uppi með svo stórt súperpower eftir áratug, að það myndi engu máli skipta þó að við mótmæltum.
Og þá væri Hitler bara barnaleikur.
-U