Jæja nú er ég búinn að skila skattframtalinu og þar með glöggva mig á tölum síðasta árs. Í framhaldi af því er rétt að barma sér pínulítið enda enginn búmaður nema hann barmi sér. Það er líka full ástæða til því mér finnst skattaálögur verulegar af mjög lágum launum.
Ég var aðeins hjá einum vinnuveitanda og fullnýtti skattkortið hjá honum. Launatekjurnar voru kr. 1.443.832,- og afdreigin staðgreiðsla var kr. 220.616,-. Ef ég kann að reikna rétt þá er skatthlutfallið 15,3%. Nú verð ég að segja að þessi laun duga ekki til framfærslu fyrir einn enda hef ég gengið á sparnað fyrri ára og tekið bankalán. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekki farið að ráðum sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gefið þjóðinni sem er að taka slátur og hætta að borða pizzur.
Það sem mér finnst púkalegast í öllu er að fjármagnseigendur greiða einungis 10% af sínum tekjum. En þetta er réttlæti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í skattamálum. Launatekjur sem duga ekki til framfærslu eru skattaðar um rúmlega 15% en moldríkir fjármagnseigendur greiða 10%. Megi þessi stefna stjórnarflokkanna verða þeim að drullu og skít í næstu kosningum.
Að lokum ætla ég að setja fram mínar tillögur í skattamálum. Þær eru eftirfarandi:
·Engir skattar greiðast af bótum - örorkubótum, ellilífeyri og atvinnuleysisbótum.
·Launaskattar af tekjum undir kr. 2 millj. verði ekki hærri en 10%
·Skatthlutfall af launatekjum undir kr. 1 millj. verði 0%
·Skatthlutfall af fjármagnstekjum undir 1 millj. verði 0%
Nú til að fjármagna þessar skattbreytingar hef ég eftirfarandi fram að færa:
·Selt verði gullklósettið sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins keypti í Dómsmálaráðuneytið.
·Ráðherrar Sjálfsæðisflokksins hætti flottræfilshætti á skrúfuþotu Flugmálastjórnar og þyrlu Landhelgisgæslunnar.
·Selt verði sendiráðið í Tokyo og hætt við glórulausan flottræfilshátt í Berlín.
·Þingmönnum verði fækkað og viðbygging við þinghúsið verði selt á sömu upphæð og það kostaði - þ.e. kr. 810.000.000,-. (kannski að forstjóri Erfðagreiningar vilji kaupa það fyrir þennan pening - ef marka má fréttir er hann í stöðugum hrakningum í húsnæðismálum).
·Gljúfrasteinn verði seldur.
·Hætt verði fokdýrum partíum fyrir NATO ráðherra, enda samtökin á fallanda fæti. Einnig er óþarfi að bjóða hingað harðstjóra eins og Zemin.
·Undið verði ofan af pervisnu launakerfi þingmanna og ráðherra sem felst í svokölluðu nefndasviði Alþingis. Hundruðir ef ekki þúsundir nefnda starfa og gera ekki neitt - skila engu en þingmennirnir þiggja engu að síður laun fyrir.
·Selt verði ofan af nefndasviði alþingis - og hneisan sem var í kringum þann byggingarskandal verið leiðrétt. Nefndum verði stórlega fækkað og þeim fundin aðstaða í skemmu í úthverfi borgarinnar. Bara eins og bankarnir gera fyrir sínar bakvinnslur.
·Settar verði reglur sem taka fyrir að þingmenn drekki út eigur þjóðarinnar sbr. Framskóknar hneisuna í Fljótshlíðinni - þar sem bónadabæ var skukkað úr eigu ríkisins til þingmanns Framskóknarflokksins.
·Gera almennilegan skurk gengn hinu gríðarstóra svarta hagkerfi sem þrífst hér á klakanum.
Ef þetta dugar ekki til þá bara að hækka skatta á fjármagnstekjur sem eru yfir 2 millj. og tekjuskatta hálaunafólks.