Í Mbl í dag er að finna ágætar hugleiðingar læknisins Jóns Atla Árnasonar sem er sérfræðingur í gigt og lyflækningum um heilbrigðiskerfið hér á landi þar sem sá hinn sami bendir á fjölmargt það sem hefði átt að vera athugunarefni innan þessa kerfis, en þekkist lítt eða ekki hér á landi.

Hann gerir m.a. að umtalsefni þá miklu togstreitu sem virðist ríkja millum lækna og hjúkrunarfræðinga og annarra stétta um völd og peninga innan kerfisins.

Ég er svo innilega sammála honum, því skilgreingaráráttan við flokkun verkefna innbyrðis hefur verið allsráðandi um langt skeið, í stað tilrauna til samhæfingar og samvinnu.

Hann nefnir m.a. að þótt nefnt sé til sögu um ágæti kerfisins að hér séu gerðar margar flóknar skurðaðgerðir og til séu fín rannsóknartæki sé það ekki endilega vitnisburður þess að kerfi þetta sé gott og nýtist almenningi vel.

Tölulegar upplýsingar um ágæti og annmarka kerfisins, til handa almenningi, útgefnar, eru mér best vitanlega a.m.k. fjögurra ára gamlar nú.

Hann heldur áfram og segir . “ Kerfið er ekki gott ef fólk kemst hvergi að og er jafnvel án heimilislæknis ”

Þar er einmitt kjarni málsins. Íslendingar hafa enn ekki getað
mannað stöður heimilislækna á landinu öllu, en samt sem áður hent peningum til þess að niðrugreiða starfssemi á einkastofum sérfræðinga sem hjá öðrum þjóðum er hvergi fyrsta stig leitunar í heilbrigðisþjónustu.

Þetta skipulag mála hefur kostað okkur nú þegar OF MIKIÐ, svo mikið að skatta hefur ekki verið hægt að lækka meðan engin breyting hefur átt sér stað í þessu risavaxna ríkisbákni sjálfvirkra útgjalda fram yfir fjárlög ár hvert, þar sem allt of fáir spyrja spurninga um árangur.

Grein Jóns Atla er góð, og tímabær.

Hvet ykkur til þess að lesa hana.

með góðri kveðju.
gmaria.