Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á skattbyrði á árunum 1995 til 2001. að skattbyrði hinna tekjuhæstu hefur lækkað um 8% af tekjum en skattbyrði hinna tekjulægstu hefur hækkað um 7,3% (sjá t.d. visir.is)

Það er með eindæmum að heyra fjármálaráðherra réttlæta þessa auknu skattbyrði á hina tekjulægstu, með því að vísa í hækkun kaupmáttar! Eins og hinir tekjuhæstu hafi ekki líka notið aukins kaupmáttar!!!

Ef það er einhver sanngirni í skattamálum á skattbyrðin að breytast jafnt á alla tekjuhópa. Þarna er því greinilegt að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er fyrst og fremst að hygla hinum betur settu í samfélaginu. Þarna er í raun verið að auka skattbyrði þess verst settu um 15% á við hina best settu.

Í stað þess að reyna að taka á þessum vanda, hefur ríkisstjórnin með forsætisráðherra í broddi fylkingar hins vegar verið að berja á þeim sem minnst mega sín í samfélaginu eins og fólk ætti að muna í sambandi öryrkjabandalagið og orða forsætisráðherra um aðstoð líknarfélaga við fátæka.

Af valdatíð Davíðs Oddsonar er því ljóst að hann rekur stjórnmál hinna betur settu.

M.