“Hér er líka sagt sitt á hvað að vímuefnaneysla hafi minnkað eða aukist við að kannabis var lögleitt, eða að Amsterdam sé hættuleg eða örugg, en persónulega tel ég (og það eina áreiðanlega sem ÉG hef heyrt um Amsterdam) að hún sé stórhættuleg og eiturlyfjaneysla nokkuð áberandi, en það er bara það sem ég hef heyrt (og já, það eru meira en bara sögusagnir).”
Já, hér virðast ansi margir getað vitnað í hitt og þetta. Þess vegna nota ég (persónulega) Amsterdam ekki sem viðmiðun, líka vegna þess að Amsterdam hefur ávalt gert útá þessa ímynd sína. Betra finnst mér að líta til Sviss, þar sem kannabisefni eru 100% lögleg. Þar hefur ennþá ekkert slæmt komið fram (allavega svo ég viti til). Að vísu er ekki komin það löng reynsla á þetta þar, en ég býð spenntur eftir að sjá hvernig þetta kemur út í þjóðfélagi sem ekki gerir útá kannabisefni í ferðamannamálum.
“Svo er hinsvegar að ef þetta yrði leyft að þó að ekki sé mjög þekkt í dag að umferðarslys verði af völdum kannabis gæti það orðið algengara ef hver sem er getur reykt kannabis án þess að eiga fangelsisdóm á hættu(segir ekki bara almenn skynsemi okkur að umferðarslys geti eins orðið undir áhrifum kannabis eins(eða frekar) og undir áhrifum áfengis?).”
Ég hef reyndar lesið grein um þetta. Blað að nafni Mixmag gerði rannsókn á áhrif ýmissa vímuefna á akstur. Tilraunin var þannig framkvæmd að sami einstaklingurinn var látin keyra sömu brautina uundir áhrfifum nokkura efna (eitt efni í einu að sjálfsögðu). Undir áhrifum áfengis keyrði einstaklingurinn niður nánast því aðra hverja keilu. Það kemur ekki á óvart, það vita allir að áfengi og umferð fer ekki saman. Undir áhrifum kannabisefna stóð einstaklingurinn sig mun betur, keyrði töluvert hægar (stundum of hægt þó) og vandaði sig mun meira við að keyra brautina. Það sem helst var hægt að setja út á í akstri hans var að viðbragðstími var ekki jafn góður og hjá alsgáðum einstakling, en rannsóknarmenn höfðu þó litlar áhyggjur. Undir áhrifum afmetamíns keyrði einstaklingurinn eins og brjálæðingur, keyrði niður þónokkrar keilur og var mest fyrir að keyra hratt. Undir áhrifum E-pillunar settist einstaklingurinn við stýrið og neitaði að keyra af stað á þeim foresendum að hann hreinlega gæti það ekki (hafði þó vit á því). Þegar honum var skipað að keyra til að sjá hvernig hann réði við bílin kom það augljósa í ljós, hann gat engan vegin keyrt. Undir áhrifum kókaíns varð ökumaðurinn öllu einbeittari og öruggari. Enginn keila var keyrð niður þrátt fyrir aukin ökuhraða (miðað við alsgáðan einstakling). Það kom rannsóknarmönnum mest á óvart hvað akstur undir áhrifum kókaíns var töluvert nákvæmari og öruggari en hjá sama einstakling alsgáðum.
Ég held annars að ef kannabis verði lögleitt verði samt ekki löglegt að keyra undir áhrifum þess, þótt kannabis slævi ekki dómgreind þína.
“Ég hugsa að ef þetta yrði leyft yrði það ekkert síður vandamál en áfengi, þar sem ég álykta og hef heyrt(þar á meðal frá greinarhöf.) að THC drepi heilafrumur(allavega með þrálátri neyslu).”
Hér ætla ég að vitna í www.cannab.is eins og einhver gerði í nýlegri umræðu (þetta vissi ég ekki fyrir):
“THC er oft sagt vera virka efnið í Cannabis, en það er bara stytting. Virka efnið í Cannabis er ”Delta-9-tetrahydrocannabinol“ , eða Delta9-THC.
Þegar þú reykir Cannabis fer efnið í blóðið, þaðan í lifrina og lifrin breytir því í ”metabolites“ sem eru ALLT ÖNNUR OG ÓVIRK EFNI! Tvö helstu efnin sem verða úr þessu heita ”11-hydroxy-tetrahydrocannabinol“ og ”11-nor-9-carboxy-delta-9-tetrahydrocannabinol“.
Þ essi efni setjast fyrir í örlitlum skömmtum í fituvefjum, en þau eru 100% óvirk, þú gætir eins sprautað þig með vatni eins og að taka þessi efni því þau hafa enga virkun á mannslíkamann.
Bara af því að skammstöfunin THC á við Delta9-THC og líka 11-nor-THC metabolite efnin virðast margir rugla þessu saman og halda því fram að hass setjist fyrir í heilanum eða einhverja álíka vitleysu.”
Og hananú.
“Hver er þín skilgreining á orðinu ‘Kannabisneytandi’? Sá sem hefur neytt kannabis allavega einusinni? Ég held að maður verði að vera virkur neytandi til að teljast raunverulegur neytandi, sem ég sé ekki að sé neitt annað en að vera fíkill(hvort sem er haldinn líkamlegri eða andlegri fíkn). Ef þú ert í þeirri rútínu að neyta kannabis reglulega(hvort sem er einu sinni í mánuði eða daglega, þó að tvisvar á ári sé soldið á mörkunum). Það er mitt álit og mínar ályktanir.”
Almennur neytandi kannabisefna er einstaklingur sem neytir kannabisefna kannski einu sinni til tvisvar í viku í mesta lagi. Þessi neysla lætur mann ekki falla undir fíkla skilgreininguna frekar en maður sem fær sér smá bjór með fótboltanum. í þessu tilfelli, einsog þegar talað er um alkóhólisma, er ekki hversu oft þú gerir það, heldur hvernig. Það kallast ekki fíkn að fá sér eina jónu á góðri kvöldstund frekar en að fá sér 1-2 bjóra. Það er hinsvegar fíkn að kaupa gramm klára það strax og fara svo og sækja annað, sem síðan er klárað jafn hratt. Þeir sem stunda hið síðarnefnda eru ekki að neyta kannabis ánægjunar vegna, heldur að svala fíkn og þá er tegund lyfsins ekki að skipta miklu máli (þeir gætu alveg eins verið hvað sem er annað).
“Alkóhólismi er ekki bara hvaða fíkn sem er heldur fíknin í alkóhól eða vínanda(eða annan spíra) og því er fangelsun fyrir eign á fíkniefnum(þ.e.a.s. þeim efnum sem eru ólögleg og alkóhól er ekki þar á meðal)alls ekki fangelsun fyrir alkóhólisma.”
Ég er að hugsa um að leyfa þér að deila um þetta við Þórarinn Tyrfingsson um þetta. Hann gerir engan greinamun á fíkn og alkóhólisma, það hefur hann allavega sannfært alla þá sem ég þekki sem hafa farið í meðferð (og eru þeir þónokkrir). Þó að þetta hafi mismunandi nöfn brýst þetta út nákvæmlega eins og hefur nákvæmlega sömu afleiðingar og eftirköst.
“Þegar ég sagði að nauðganir væru algengari hjá vímuefnaneitendum, nefndi ég einhvern tímann að þar á meðal væri ekki alkóhól?”
Það getur vel verið, en ég er sannfærður um að áfengi komi oftar við sögu í nauðgunartilraunum en önnur vímuefni. Áfengi er það lyf sem hvað mest vinnur gegn dómgreind þinni.
“Ef þú reykir hass reglulega í nokkurn tíma verðurðu svo heimskur að þú hættir að sjá mun á B og D”
“Ég biðst afsökunar ef þetta er rangt. En ég heyrði samt einhversstaðar að þetta væru raunverulegar rannsóknir, en í fyrsta lagi er margt sagt, og í öðru lagi gæti ég hafa ruglast.”
Átti ekki örugglega að vera samhengi þarna? Ég spurði þig hvaðan þú hefðir fengið þessar upplýsingar (hvaðan þú fékkst heimildir) og þú svaraðir aldrei. Nú spyr ég aftur, hvar heyrðiru þetta? Hversu áreiðanlegar eru þessar heimildir. Ég veit nefnilega sjálfur, af eigin reynslu af því að umgangast “hasshausa” að þetta á ekki nein rök að styðjast. Þeir fjölmörgu “hasshausar” sem ég þekki eru alveg jafn virkir þjóðfélagsþegnar einsog við hin og þeir sjá augljósan mun á A, B og D. Kannabisefni hafa ekki áhrif á langtíma minni að ráði það hins vegar hefur áhrif á skammtíma minni (sem er allt annað). Skammtíma minni er það sem lætur þig muna hluti einsog hvað þú gerðir/borðaðir í gær, eitthvað sem margir muna ekki hvort sem er.
Að lokum vill ég segja að ég fagna því að þú sért að mildast í afstöðu þinni gagnvart kannabisefnum (einsog þú virðist vera að gera).
Góðar stundir.