Einhver var að segja að við Íslendingar lifðum í sjálfsblekkingu. Skv. skoðannakönnun sem kom út fyrir nokkrum árum töldu meirihluti Íslendinga að glæpir á Íslandi væri vandamál yfir meðallagi og allir sem hafa efni á eru með þjófavörn, bæði í heimahúsi og í bílnum. Þeir sem gerðu könnunina (einhverjir útlendingar) blöskraði niðurstaðan sökum þess að glæpatíðni á Íslandi er með þeim lægstu í heiminum.
En er glæpatíðnin það eina sem við eigum að horfa á? Seinast þegar ég gáði var lögreglunni haldið í fjárhagslegu svelti og skilst mér að núverandi dómsmálaráðherra sé ekkert að fara að breyta því.
En lyggur vandinn eingöngu í fjárveitingum?
Ok ég hef lent í því að það hefur verið keyrt á bílinn minn og ekkert við því að gera. Ég sit uppi með tjónið sjálf.
Það var brotist inn til vinkonu minnar og verðmætum stolið. Lögreglan var kölluð á staðinn og var farin 5 mínútum síðar. Vinkona mín leitaði sjálf af víspendingum og spurði nágranna sem varð til þess að hún fann þrjótinn á einhverjum bar. Með hjálp vöðvastæltra vina okkar, fékk hún dótið sitt aftur. Við létum lögguna vita daginn eftir að hún þyrfti ekki lengur að “hafa áhyggjur af þessu máli” sökum þess að það var leyst.
Frændi minn gómaði eitt sinn fullan mann þar sem hann var að eyðileggja bílinn hans. Í stað þess að fara út og … gera e-ð ákvað hann að hringja á fagmennina, Lögregluna. Hálftíma síðar fékk þrjóturinn leið á bílnum og fór sína leið. En löggan lét aldrei sjá sig. Þess má geta að daginn eftir var hann stöðvaður á leiðinni í vinnuna af vinum okkar, lögreglunni, vegna þess að öll ljósin á bílnum hans voru brotin.
Vinkona mín gleymdi veskinu sínu í sambíóunum. Við hringdum samstundis og lýstum veskinu og því sem var í því, og viti menn, það stóð saman. Veskið var hjá tapað fundið og ekkert vanntaði í það (það var reyndar ekket mikið í því). Við upp í strætó og komnar á staðinn þremur kortérum seinna. Einhver strákur tekur á móti okkur (en það hafði verið stelpa í símanum). Stelpan var farin heim og veskið horfið. Þess má geta að þetta var að degi til og eingöngu starfsfólk búið að vera á staðnum. Allavega þessi þrjú kortér, ef ekki lengur. Okkur fannst það nokkuð augljóst að stelpan hafði stolið veskinu og tókum strætó niðrí bæ til þess að leggja fram kæru. Sem við hefðum betur getað sleppt vegna þess að það var neitað að taka við kærunni á þeim forsendum að þeir vildu ekki sverta mannorð sambíóanna. Aðspurðir var ekki til nein sambærileg kvörtun undan umræddu fyrirtæki. Ég spyr: Hvernig vita þeir það ef manni er snúið við í dyrunum þegar maður REYNIR að leggja fram kvörtun?
Þetta voru bara nokkur dæmi. En hvað er svo lögreglan að gera þegar hún kemur ekki þegar maður þarfnast hennar?
Ef maðuur opnar hurðina á lögreglubíl, er maður handtekinn.
Vinkonur mínar fóru einu sinni inn á kaffi París til að ná í peysu annarar þeirra sem hún hafði skilið eftir um dagin - AÐ DEGI TIL. Hún var eingöngu 18 ára gömul, en hún var edrú. Þær voru báðar handteknar, önnur þeirra var í haldi í þrjá tíma en hin í sex. Svo var þeim báðum sleppt. Engar kærur, ekki neitt. Sem þýðir reyndar að þær geta heldur ekki farið í mál sökum þess að engin gögn eru til um það að þær hafi nokkurn tíma verið þarna.
Um helgar er algengt að lögreglubíll sé í öskjuhlíðinni að kvöldi og nóttu til, einkum og sérílægi til að góma fólk sem er að eðla sig í bíl sem hefur engin gluggatjöld (örugglega slegist um það verkefni).
Ég tel eðlilegt að spyrja:
Er eðlilegt, að það sé nánast fundið fé að brjótast inn?
Væri ekki í lægi hjá löggunni, að sleppa allri vitleysunni til þess að geta einhvern tíman verið til staðar þegar við, þegnarnir, þurfum á henni að halda?