Sjaldan eða aldrei hefur verið hafður í frammi eins mikill blekkingaleikur af hálfu ráðamanna varðandi skatta og raunafkomu fólks í landinu, þar sem skattleysismörk hafa ekki fylgt verðlagsþróun,frá 1998, er hefur aftur þýtt það að launahækkanir launa um og yfir skattleysismörk hafa étist upp jafnóðum og gott betur.

Þetta mál varðar alla þá er lifa af bótum almannatrygginga með einum eða örðum hætti svo ellilifeyrisþega og öryrkja, tilfinnanlega en jafnframt alla launþega því í réttu samræmi vantar þessa upphæð í launaumslagið.

Félag eldri borgara í Reykjavík var til dæmis að draga þessa staðreynd fram í dag, staðreynd sem bent hefur verið á áður
margsinnis.

Þessi skerðing er þess hins vegar valdandi að hluti fólks hefur ekki tekjur er flokkast yfir lágmarksframfærslu einstaklinga sem skilgreind er af hinu opinbera eftir greiðslu skatta, þannig að flóknara er það nú ekki að leita að einum þætti fátæktar sem finna má.

Ég hef löngum spurt hvers vegna samþykktu forkólfar verkalýðshreyfingarinnar þessi ósköp yfir sig og hvers vegna
geta ráðamenn allir hverju nafni sem þeir nefnast við stjórn ríkis og sveitarfélaga ekki reiknað svo einfalda hluti út lengur ?


með góðri kveðju.
gmaria.