Framundan eru kosningar, og nú fara að dynja á okkur auglýsingar, áróður, kosningaloforð og annað sem tilheyrir.
Menn velta vöngum hver sé best til þess fallin að fara með stjórn landsins.
Nú er ég ekki komin á þann aldur að muna nógu langt aftur í stjórnmálasögu Íslands og því hefur ýmislegt sem fram hefur komið, í áróðri ýmissa aðila, valdið mér heilabrotum og því ákvað ég að spyrja mér fróðari.

Hér eru mínar vangaveltur :

1) Er það rétt að engin vinstri stjórn hafi getað setið út heilt kjörtímabil ?
Sé svo, hvers vegna ekki ?
2) Hefur einhver flokkur, einhvern tíma, getað staðið við hvert einasta af gefnum kosningaloforðum ?
Sé svo, hvaða flokkur, hvenær ?
3) Nú er óskapleg talnaleikfimi í gangi (að því er virðist), enginn virðist sammála um hvort, a) kaupmáttur hafi aukist, b) hvort skattar hafi lækkað, WHY ? Er þetta eitthvað álitamál ?
Annað hvort hlýtur kaupmáttur að hafa aukist eða ekki, og skattar að hafa lækkað, eða ekki. Af hverju þetta kannski system ?

Nú er komin sá tími að maður þarf að fara að skoða hvað er í boði, og hvað hentar mér og mínum, og því bið ég ykkur hugara að gefa ykkar álit hér.

Mín skoðun er sú að ef þú kýst samkvæmt eigin sannfæringu….. þá kýstu RÉTT :)

Kveðja