Stefnuskrá Flokks “Framfarasinna”, er skemmtileg lesning, þó er myndin sem brugðið er upp af samfélagi undir stjórn flokksins frekar óhugnanleg. Margt stórundarlegt finnst á stefnuskrá þeirra, en stefna þeirra virðist einfaldlega sú að steypa íslandi í glötun.
Úr stefnuskrá Flokksins:
“Refsingar fyrir innflutning, dreifingu og neyslu á eiturlyfjum verður að þyngja verulega. Sérstaklega þurfa refsingar fyrir innflutning og dreifingu að vera harðar.”
Hvernig á að þyngja refsingu fyrir innflutning á eiturlyfjum? Nú þegar er hægt að dæma fólk í 16 ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, en það er skilgreint í lögum sem “lífstíðarfangelsi”. Sem dæmi má nefna að maður á sextugsaldri var nýlega dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir að reyna að smygla hassi til landsins, og þykir það fullhart miðað við önnur lönd.
En hvaða refsing er þá hæfileg við fíkniefnasmygli fyrst að lífstíðarfangelsi er ekki nóg? Á að aflífa fíkniefnasmyglara?
“Auka þarf notkun óeinkennisklæddra lögreglumanna í baráttunni gegn glæpum, auk annarra slíkra óhefðbundinna aðferða.”
Nú þegar er fjöldi óeinkennisklæddra lögreglumanna að störfum í Reykjavík.
Hvers vegna þarf að fjölga þeim? Leysa þeir störf sín eitthvað betur af hendi en einkennisklæddir lögreglumenn? Er ekki tilgangslaust að hafa óeinkennisklædda lögreglumenn í fiskiþorpum úti á landi, þar eð allir myndu þekkja þá í sjón? Eða er ætlunin að óeinkennisklæddir lögreglumenn úti á landi verði svo leynilegir að enginn fái að vita að þeir eru lögreglumenn?
Enginn þörf er fyrir fleiri óeinkennisklædda lögreglumenn á landinu, enda hafa dæmin sýnt að glæpum á götum úti fækkar eftir því sem lögreglan er sýnilegri.
Er ætlunin að halda hinum almenna borgara fullum af ótta við lögregluna og breyta íslandi í lögregluríki þar sem stóri bróðir horfir yfir öxl borgarans allann daginn?
Einnig má spyrja hvaða “óhefðbundnu aðferðir” er þarna átt við, en orðalagið er frekar óljóst.
Þetta hljóma í raun sem drög að ríkislögreglu í anda gestapó.
“Sett verði lög sem kveða á um að íslensk tunga sé opinbert tungumál Lýðveldisins Íslands.”
Á þá að banna önnur tungumál? Á að leggja niður ensku- og dönskukennslu á landinu? Hvað með erlendar bækur, á að banna þær?
Einnig er ljóst að það yrði ansi dýrt að þýða allt námsefni háskólanna yfir á “opinbera tungumálið”,nánast ógerlegt, þar sem notast er við mjög mikið af efni á öðrum tungumálum. Hvað með sjónvarpsefni? Munum við fara að heyra spaugstofumenn fara að tala inn á allt erlent efni auk barnamyndanna? (á lélegri íslensku að “döbba”). En tónlist? verður tónlist í útvarpinu að vera öll á “opinbera tungumálinu?”
Er þetta ekki atlaga að “málfrelsinu” sem ykkur þjóðernishyggjumönnum er svo annt um?
“Stjórnmálamenn verða að virða stjórnarskrána og dómstólar verða að sýna skjót og afgerandi viðbrögð ef ákvæði stjórnarskrárinnar eru brotin.”
Veit ekki betur en að þetta fyrirkomulag sé við lýði þrátt fyrir að aðrir flokkar en umræddur flokkur séu við stjórn.
“Verði þingmaður skipaður ráðherra verður viðkomandi að gefa upp þingmannssæti sitt í samræmi við lýðræðishefðir. Í þessu felst að ráherra hefur ekki atkvæðarétt á Alþingi”
Hvers vegna?
“Tekin verði upp hálfs árs til árs þegnskylda við verk í þágu samfélagsins fyrir ungmenni á aldursbilinu 15-20 ára sem taka má út í einu lagi hvenær sem er á tímabilinu. Stefnumál þetta komi aðeins til framkvæmda með breytingum þeim á menntamálum og námstíma sem nefnd eru undir kafla XI um menntamál.”
þegar talsmaður flokksins, Hjörtur J Hjartar, var spurður nánar út í þetta atriði, svaraði hann því að ekki nægur agi væri á íslenskum börnum, en önnur lönd hefðu brugðist við því með herskyldu, en þar sem ísland hefði ekki her yrði þegnskylduvinnan að koma í stað herskyldunnar.
Bara sú staðreynd að þessi umrædda vinna eigi að koma í stað herkyldu segir meira en mörg orð.
“Skólakerfinu verði umbreytt og það gert markvissara með meiri sérhæfingu fyrr. Grunnskólinn útskrifi nemendur á fimmtánda aldursári í stað hins sextánda.”
“Framhaldsskólum verði breytt þannig að þeir útskrifi nemendur almennt á þremur árum í stað fjögurra.”
“Stúdentsprófinu verði gefið meira vægi þannig að það gefi handhöfum þess ákveðin réttindi á atvinnumarkaðinum. Nám til stúdentsprófs verði endurskoðað með hliðsjón af því.”
Hvernig á að “sérhæfa” grunnskólanám?
Flokkurinn ætlar sér að stytta námið allverulega, auk þess sem að fyrrgreind “þegnskylduvinna” kemur þarna inn á námstímann, en samt er ætlunin að menntunin hafi meiri vægi, þrátt fyrir að það liggji í augum uppi að hún yrði skert.
Hvaða réttindi ættu stúdentsprófin að gefa á atvinnumarkaðinum sem þau gefa ekki nú þegar? Er ætlunin að skerða menntunina á kostnað tungumálanna sem fallast ekki undir skilgreininguna “opinber tungumál”?
Það er ansi mikið sem að þeir í flokknum ætla sér þegar kemur að námi, þeas. stytta námstímann verulega en þrátt fyrir það þyngja námsefni til stúdentsprófs, auk þess sem að grunnskólinn yrði styttri, svo að nemendur ættu í raun styttri námsferil að baki þegar þeir hæfu nám í framhaldsskóla.
“Setja þarf lög sem koma í veg fyrir að fyrirtæki, erlend sem innlend, geti lagt undir sig meira en 20% hvers sviðs hins íslenska markaðar.”
En ef að það er bara eitt fyrirtæki sem vill framleiða þvottaklemmur?
“Leita þarf raunhæfra leiða til að efla íslenskan iðnað ekki síst á sviði ferðamála og hátækniiðnaðar. Sérstaklega þarf að leita leiða til að efla slíkan iðnað á landsbyggðinni.”
Að sjálfsögðu ætlast flokkurinn til þess að efla íslenskann hátækniiðnað með því að stytta skólagöngu.
“Vinna þarf að því, í samvinnu við sem flesta aðila, að finna leiðir til að smá saman breyta íslenska bifreiðaflotanum úr bensínbifreiðum í bifreiðar sem ganga fyrir umhverfisvænum orkugjöfum. Þetta á að vera vel mögulegt í ákveðnum áföngum yfir langt tímabil”
Ég veit ekki betur en að Ísland ætli sér að verða fyrsta landið í heiminum til að losa sig endanlega við bensín og olíunotkun, og það án allrar hjálpar frá Framfaraflokknum.
“Taka verður landbúnaðarmál Íslands til algerrar endurskoðunar og leita raunhæfra leiða til að tryggja að íslenskur landbúnaður leggist ekki af heldur aukist og styrkist sem atvinnugrein og framleiðslueining.”
Þetta er allt sem sagt er um landbúnaðarmál í stefnuskránni. Kraftaverkið sem þarf til að rétta af íslenskan landbúnað er afgreitt í 4 línum, sem er frekar fátæklegt miðað við greinagóðar og langar lýsingar á því hvernig þjarma skal að innflytjendum og nýbúum.
“Biðlista verður að stytta verulega. Með tilveru þeirra er heilsu sjúklinga stefnt í hættu, ekki síst þeirra sem bíða eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum, t.a.m. vegna krabbameins.”
Hvernig?
Aftur er þetta það eina sem er sagt um efnið. Af hverju fara þeir ekki jafn vel í saumana á þessum massífu kraftaverkum sem þeir ætla að framkvæma og á því hvernig þeir ætla að fara með innflytjendur og nýbúa?
“Ný varðskip skal smíða á Íslandi. Tryggja þarf að sú verkkunnátta sem felst í skipasmíði hverfi ekki úr landi. Ljóst er að heildar efnahagslegur ávinningur þjóðfélagsins er mun meiri af því að skipin séu smíðuð hér á landi en erlendis.”
Flokkurinn ætlar semsagt að borga meira fyrir skipin heldur en hann þarf.
“Það er mat Flokks framfarasinna að Landhelgisgæslan þurfi a.m.k. að ráða yfir fjórum öflugum varðskipum. Ásættanlegri fjöldi er þó fimm. Við verðum að standa öflugan vörð um undirstöðuauðlind þjóðarinnar.”
Það er greinilegt að flokkurinn telur að enn eitt þorskastríðið vofi yfir íslenskri þjóð.
“Útlendingum, sem gerst hafa alvarlega brotlegir við íslensk lög, skal undantekningarlaust vera vísað úr landi strax og þeir hafa lokið afplánunum sínum. Þeim skal síðan meinað að koma til landsins í framtíðinni. Síðastnefnda atriðið byggist þó á því að aðild Íslands að Schengen-samstarfinu verði fyrst sagt upp”
Hvernig skilgreina þeir “alvarlega” ? Ástæðan fyrir því að það þarf að segja upp erlendum samningum til að þetta standist er sú að þetta brýtur á mannréttindum.
“Útlendingum, sem gerast sekir um að koma með ólögmætum hætti til landsins, skal undantekningalaust vera vísað úr landi. Þeim skal ennfremur meinað að koma til landsins í framtíðinni. Útlendingum, sem ekki geta framvísað skilríkjum sem sýna fram á hverjir þeir eru og sem gerast sekir um að framvísa fölsuðum eða stolnum skilríkjum, skal einnig undantekningalaust vera vísað úr landi.”
Þetta er aftur brot á mannréttindasamningum. Auk þess sem að Ísland hefur skrifað undir samninga þess efnis að reyna að fækka landlausu fólki í heiminum.
“Þriðja heims löndum, sem neita að taka við ríkisborgurum sínum sem vísað er úr landi, skal neitað um hvers kyns þróunaraðstoð uns þau láta af andstöðu sinni.”
Það er frekar ósennilegt að fátæk ríki myndu finna fyrir því á nokkurn hátt ef ísland hætti að taka þátt í þróunaraðstoð við þau, auk þess að ef flokkurinn værði við stjórnvölinn væri harla ólíklegt að um einhverja þróunaraðstoð væri að ræða.
Mikið af þróunaraðstoð íslands er unnin af sjálfboðaliðum og oft á þeirra eigin vegum, á að banna þeim að vinna, á að kæra einstaklinga sem gerast brotlegir við bann ríkisins á alla aðstoð við umrædd lönd? Hver yrði refsingin við því? Ætlar flokkurinn að banna kirkjunni að koma til hjálpar við fólk í neið?
Setjum sem svo að eitt vesturlandanna neitaði að taka við ríkisborgara sínum, hvernig ætlar ísland að beita þvingunaraðgerðum við þau? Hvers vegna á að taka eitthvað harðar á þróunarríkjum heldur en öðrum ríkjum?
“Setja þarf skýr lög til að koma í veg fyrir að stofnað sé til svokallaðra hentihjónabanda. T.a.m. skal gera þeim sem giftast erlendum aðilum að undirrita eið þess efnis að ekki sé um að ræða slíkan ráðahag að viðlagðri refsingu ef upp kemst að svo hafi í raun verið.”
Það var og.
Í dag er ansi strangt fylgst með þessu, jafnvel hefur íslenska ríkið gengið svo langt að krefja fólk um ljósmyndir úr brúðkaupi fólks. Á að ganga lengra? Hver er sönnunarbyrðin í svona málum? Er ekki frekar erfitt að rannsaka þetta, sökum þess að samlíf hjóna er þeirra einkamál? Eða á kannski að nota alla þessa óeinkennisklæddu lögregluþjóna sem um var rætt hér að ofan til þess að rannsaka hjónabönd fólks?
“Fella skal úr gildi lög sem kveða á um að erlendum ríkisborgurum, sem staddir eru hérlendis, sé veittur kosningaréttur í íslenskum sveitarstjórnarkosningum. Kosningaréttur og kjörgengi eru borgaraleg réttindi sem fylgja því að vera ríkisborgari í viðkomandi landi. Ekki er heldur eðlilegt að umræddir erlendir ríkisborgara geti bæði kosið í sveitarstjórnarkosningum hérlendis og héraðskosningum í heimalöndum sínum á meðan að íslenskir ríkisborgara fá einungis að kjósa hér á landi. Í því felst skýr réttarskerðing fyrir íslenska ríkisborgara”
Ef þú ert útlendingur, ekki kjósa punktur!!!
Einnig er frekar undarlegt að réttur íslendinga sé skertur með því að útlendingar á íslandi fái að taka þátt í kosningum í heimalandi sínu.
“Flokkur framfarasinna er algerlega andvígur aðild Ísland að alþjóðlegum samtökum og samtökum almennt sem felur í sér afsal á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.”
Jahá, þetta er kallað “einangrunarstefna”
“Eina markmið SÞ verður að vera að tryggja friðsamleg samskipti ríkja heimsins og hafa milligöngu um að komið verði ríkjum til hjálpar vegna náttúruhamfara, hungursneyðar eða sambærilegra aðstæðna.”
Síðan hvenær hefur ísland stjórnað sameinuðu þjóðunum?
Stefnuskrá Framfaraflokksins inniheldur einnig margt um réttarskerðingu innflytjenda. Einnig er talað um að svipta fólk ríkisborgararéttinum, en slíkt er brot á mannréttindasáttmálum.
Eins og sjá má af ofangreindum dæmum er flokkurinn ekki með neina fastmótaða stefnu nema þá að þjarma að og skerða rétt inflytjenda og nýbúa. Í raun er ótrúlegt að þetta skuli vera kallað stjórnmálaflokkur en ekki “samtök gegn nýbúum”.
Einnig er margoft nefnt að lækka skuli skatta, þá sérstaklega tekjuskatt, en samt er talað um að veita meira fé í iðnað, löggæslu, útlendingaeftirlitið (auðvitað), menntakerfið og fleirra, auk þess sem að talað er um að borga upp skuldir ríkissins jafnt og þétt. Hvaðan ætla þeir að fá alla þessa peninga?
Einnig tala þeir um að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, en einungis má taka mál til þjóðaratkvæðis á 4 ára fresti. Reynslan hefur sýnt að slíkt endurspeglar sjaldnast afstöðu þjóðarinnar (sviss hefur breytt afstöðu sinnar til evrópusambandsins oftar en hægt er að telja) auk þess sem að öll mistök yrðu dýrkeypt.
Það eitt að hætta öllu alþjóðasamstarfi að öllum líkindum setja ísland á hausinn. Líklegt er að aðrar þjóðir myndu hætta viðskiptum við landið vegna þjóðernissinnanna sem hér væru við stjórnvölinn.
Sjálfur hef ég ekki miklar áhyggjur af því að Framfaraflokkurinn verði nokkurntímann kosinn… Hinsvegar er það eitt að flokkur sem að hefur það eitt á stefnuskrá sinni að auka útlendingahatur, þjarma að nýbúum og innflytjendum og einangra ísland, skuli fyrirfinnast hér á landi ansi óhuggulegt.