Alþingismenn taka flestir málstað sérhagsmuna fram yfir málstað almannahagsmuna, hvort sem fjallað er um grænmeti eða eitthvað annað, af því að þeir vita, að þeir komast upp með það. Kjósendur munu ekki láta umboðsmenn sérhagsmuna fá makleg málagjöld.
Starf alþingismanna og einkum þeirra alþingismanna, sem Alþingi gerir að ráðherrum, felst einkum í að veita sérhagsmunum brautargengi. Frægust dæmi um slíkt eru í landbúnaði og sjávarútvegi, en sama stefna einkennir líka störf ríkisstjórnar Framsóknarflokkanna á öðrum sviðum.
Áratugum saman hefur verið bent á þá óhrekjanlegu staðreynd, að hefðbundinn landbúnaður á Íslandi er rekinn á kostnað neytenda og skattgreiðenda. Sjálft vinnsluvirðið í greininni er alls ekki neitt og hefur raunar lengst af verið neikvætt á sumum sviðum greinarinnar. (Neikvætt vinnsluvirði: það kostar meira að framleiða vöruna en markaðsvirði hennar er!!!!).
Kjósendur vita vel um þessa umræðu og eru flestir sammála niðurstöðunum. Þeir vita, að þeir eru látnir borga mun hærri skatta en ella vegna þessa. Þeir vita líka, að þeir eru látnir borga meira fyrir matinn en ella vegna þessa. Þeir gera samt ekkert með þessa vitneskju.
Kjósendur vita vel um þessa umræðu og eru flestir sammála niðurstöðunum. Þeir vita, að þeir eru látnir borga hærri skatta en ella vegna þessa. Þeir vita raunar, að þetta jafngildir öllum tekjuskatti einstaklinga í landinu. Þeir gera samt ekkert með þessa vitneskju. Með öðrum orðum: styrkur til landbúnaðar á Íslandi samsvarar öllum þeim tekjum sem ríkið fær inn vegna tekjuskatts!!!! Ef styrkur til landbúnaðar væri lagður af, væri t.d. hægt að afnema tekjuskatt á Íslandi!!! Hugsaðu þér vitleysuna!!!
Ráðherrar og alþingismenn styðja sérhagsmuni, af því að þeir eru öflugir og samstæðir og leggja sumir mikið fé í kosningasjóði. Ráðherrar og alþingismenn hafna almannahagsmunum, af því að þeir eru lágværir og sundraðir og fjármagna ekki kosningabaráttu.
Ef kjósendur tækju ábyrgð á gerðum sínum og veldu sér umboðsmenn í stjórnmálum eftir hagsmunum sínum sem skattgreiðendur og neytendur, sem um leið eru almannahagsmunir, mundu stjórnmálamenn ekki voga sér að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni.
Svo blindir eru kjósendur á eigin hagsmuni, að fæstir þeirra styðja Neytendasamtökin með aðild sinni, og svo starblindir eru þeir á eigin hagsmuni, að ekkert Skattgreiðendafélag er til, svo vitað sé. Stjórnmálamenn horfa á þetta sinnuleysi og haga sér auðvitað eftir því.
Stjórnmálamönnum er ekki hafnað í skoðanakönnunum og prófkjöri innan flokka, þótt þeir hafi það á samviskunni að hafa tekið sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Stjórnmálaflokkum er ekki hafnað í kosningum, þótt þeir hafi lagt lóð sitt allt á sömu vogarskál.
Því ættu kjósendur ekki að kvarta og kveina, þótt landbúnaðarráðherra, aðrir ráðherrar og allir þingmenn stjórnarflokkanna hækki matarverð með ofurtollum. Kjósendur ættu heldur að sparka þessum umboðsmönnum sínum úr starfi.
Meðan kjósendur neita að gæta hagsmuna sinna sem neytendur og skattgreiðendur er engin von til þess, að stuðningi við þrönga sérhagsmuni linni í pólitíkinni.
Á Íslandi eru alltof margir bændur, þeir eru um 3.000 talsins, en miðað við markaðinn ættu þeir vart að vera yfir þúsund. Þarna liggur einmitt mergur málsins. Til langs tíma litið er skynsamlegast að láta markaðinn ráða, afnema tolla og heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Þetta mun koma 97% þjóðarinnar til góða en mun í byrjun koma hart niður á styrkþegunum (bændum) sem tekst ekki að aðlaga sig að markaðnum. Á því að fórna hagsmunum 97% þjóðarinnar fyrir örfáa bændur?
Að lokum er hérna eitt atriði sem ég hef verið að velta fyrir mér: Hvers vegna eru glæný landbúnaðartæki (rúllubaggavélar, rúllupökkunarvélar, lúxustraktorar ofl.) við nánast hvern sveitabæ á Íslandi? Þessi tæki eru notuð nokkra daga á ári, hvers vegna samnýta sveitungar ekki þessi tæki? Ég hef á tilfinningunni að þetta hafi eitthvað með enn eitt sjóðasukkið að gera; bændur fái styrki til vélakaupa.