Fiskveiðistjórnmálamenn ?
Hafa stjórnmálamenn upp til hópa haft sig mjög í frammi í heildina tekið í umræðum um aðalatvinnuveg þjóðarinnar, eða eru það örfáir sem taka til máls í þessum málaflokki með þekkingu að leiðarljósi ?
Ég hefi oft velt því fyrir mér hvort ekki þyrfti að viðhafa endurmenntun í pólítik, þar sem til dæmis aðalhagsmunamálum þjóðarinnar væri forgangsraðað, þannig að hver einasti þingmaður væri þess umkominn að mynda sér afstöðu í málum öllum.
Nærtækasta dæmið er það vitundarleysi alþingismanna að samþykkja það atriði að leyfa framsal , þ.e. sölu og leigu, aflaheimilda en aflaheimild er kvóti til þess að veiða fisk.
Þessi lögleiðing er að mínu áliti mestu mistök aldarinnar síðustu,
af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.
Enginn virtist gera sér grein fyrir þeim hinum miklu þjóðhagslegu afleiðingum sem skipuleg þetta orsakaði og orsakar enn í voru samfélagi , þar sem hver dagur er dýr , og hver sala af auðlind þjóðarinnar, sem einhver hirðir ágóða af, kostar landsmenn alla mikla fjármuni í formi skatta nú og framvegis.
Við tilkomu þessarar lagasetningar kom hér til sögu óheilbrigt markaðsumhverfi sem nú í dag er að birta okkur laun fjármálaumsýsluaðila sem hvergi finnast annars staðar dæmi um á byggðu bóli, þar sem bókhaldsleikir sem hægt er að viðhafa
eru iðkaðir hvort sem okkur skattpíndum almúganum líkar betur eða ver.
Það er því að ég held mjög svo nauðsynlegt að heilu flokkarnir fari að beina sjónum að rót vandans í stað þess að ganga erinda hagsmunaðila er skila síðan litlu í samneysluna þegar upp er staðið.
með góðri kveðju.
gmaria.