Í guðanna bænum ekki fara að blanda Óla forseta í þessa umræðu, hann er best geymdur gleymdur.
Davíð átti góðar rispur í uppahafi, en síðustu árin er eins og hann sé bara búinn að missa allt veruleikaskyn, og svo snýst xD og xF 180° núna kortéri fyrir kosningar, lofar lækkun skatta, og mokar peningum út um allar trissur. Ég er ekki hrifinn af því að nota ríkissjóð til að fjármagna kosningabaráttu.
Svo ég snúi aftur á rétta umræðu:
Well, ég held að vandamálið er að þetta lið (bæði stjórn og stjórnarandstaða) er búið að vera of lengi á þingi. Það er orðið heimakært og dofið gagnvart “vilja fólksins”. Ef fólk getur ekki komið sínum málum í gegn á 8 árum, þá hefur það ekkert að gera þarna.
Því miður býður kosningakerfi okkar upp á þetta, enda ekki furða, það er hannað með hagsmuni þingmanna í huga, en ekki kjósenda.
Ég býst ekki við að sjá svo sem miklar breytingar á hagkerfi eða sköttum þótt nýjir flokkar komist í stjórn, það eru allir sammála um að frelsi í viðskiptum og manna á milli er hið besta mál. Nú þarf bara að kenna fólki að frelsi fylgir ábyrgð.
Alþingi ættu að vera stærstu hagsmunasamtök einstaklinga, en oft á tíðum þá virðast ýmsir þarna líta á að staða þeirra sé til að redda vinum og vandamönnum í viðskiptalífinu, og hefur okkar ágæti forsætisráðherra verið ansi duglegur að kippa í strengi, án þess einu sinni að hann reyni að fela það.
Ég vil bara fá fleiri þingmenn sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddur, ég hef skömm á fólki sem virðist vera í pólitík bara fyrir völdin, eins og nýliðarnir í Sjálfstæðisflokknum, ég bjóst við meiru frá þessu liði.
Mér dettur bara í hug 3 þingmenn í augnablikinu sem virðast fylgja sannfæringu sinni: Pétur Blöndal, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J.
Það sem ég vil sjá í kosningaumræðunni
1. Skerum upp kvótakerfið og landbúnaðarkerfið
2. Styrkjum menntun og þekkingu (við getum ekki endalaust reddað hagvexti fyrir horn með álverum)
3. Göngum í ESB
4. Á borðið með bókhald flokkana
5. 8 ár á þingi max
Og örugglega eitthavð meira :)
J.