ég var á althingi.is og var að skoða fíkniefna löggjöfina…
hérna er eitthvað; (held 2. gr. og 1.mgr)
Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna, sem talin eru upp í 6. gr. laga þessara, er óheimil á íslensku forráðasvæði samkvæmt því sem nánar segir í 4. mgr.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra er heimilt að mæla svo fyrir í reglugerð,1) að varsla og meðferð annarra ávana- og fíkniefna, sem sérstaklega mikil hætta er talin stafa af samkvæmt alþjóðasamningum, sé á sama hátt óheimil á íslensku forráðasvæði
hérna kemur svo 6. gr.
6. gr. Eftirtalin ávana- og fíkniefni falla undir 2. gr., 1. mgr.: Asetorfín, Desómorfín, DET, DMHP, DMT, Etorfín, Heróín, Kannabis (Marihuana) og Kannabis harpeis, Ketóbemídón, Lýsergíð (LSD, LSD-25), Meskalín (peyote), Parahexýl, Psílosíne, Psílotsín, Psílocybín, STP, DOM, Tetrahýdrócannabínólar, allir ísómerar.
sjittið í ellunni er MDMA ekki satt?
allvegana er þetta á saa.is:
MDMA var slegin hrein í töflu og markaðsett fyrir hinn ólöglega vímuefnaheim undir nafninu Ecstasy. Í vímuefnaheiminum hefur Ecstasy fengið ýmis gælunöfn eins og: E-pilla, helsæla, vansæla, MDMA, Adam, Eve, Eva , XTC, M&M eða Rave.
Enn er það svo að þegar talað er um Ecstasy eða E-pillu er oftast verið að tala um þetta hreina efni eða náskylt systurefni MDEA
það kemur hvergi fram þar sem talið er upp ólöglegt dóp að MDMA sé ólöglegt
dóp eða lögfróðir menn geta kanski upplýst okkur hin hvort að e-pillan sé ólögleg vegna þess að hún er amfetamín-afleiða, en amfetamín er löglegt, þú getur fengið það gegn lyfseðli!
Þessi lög eru frá 1974, eru komin nýrri lög eða hvað?
Er e-pillan kanski lögleg?
Hvað um kókaín, er það löglegt eða er það ísómerar eða eitthvað?
heimildir:
http://www.saa.is/ifx_aa?MIval=adalsida&k=41.3.2
http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/125b/1974065.html&leito=1