Bleah, ég er ekkert yfir mig hrifinn af þessum nafna mínum, og persónulega tel ég að hann eigi eitthvað sitthvað óhreint í pokahorninu, en hann má eiga það, að hann hefur sýnt ótrúlega útsjónarsemi og hörku við að komast þar sem hann er nú. Hvort hann seldi eitthvað efni í pokum fyrir 30 árum, það var aldrei sannað, og þannig virkar nú bara réttarkerfið, sem betur fer. (Ég vil frekar sjá 10 skúrka ganga lausa en 1 saklausan í fangelsi)
Svona í óbeinu sambandi, þá bendi ég ykkur á að lesa bls. 380-381 í hinni ágætu bók Ísland í aldanna rás 1976-2000. Svona vinnur nú fíknó í dag.
J.