Var Jón Ólafsson fíkniefnasali?
Í Silfri Egils kom fram sú fullyrðing að Jón Ólafsson hefði verið viðriðinn fíkniefnasölu. Það hefði hann viðurkennt í einhverju viðtali. Ef rétt er eftir haft þá er þetta alvarlegt mál. Ekki bara fyrir hann heldur fyrir samfélagið allt. Hægt er að spyrja spurninga eins og: Hvernig komst hann upp með það án þess að vera tekinn? Er það í lagi að menn byrji ferilinn sinn í viðskiptum með þessum móti - komi fótum undir þann rekstur sem hann stjórnar í dag - og allir telji það vera í lagi? Hvað segir það um stjórnmálamenn sem ákveða að þiggja stuðning hjá slíkum mönnum? Yrði það ekki kallað spilling t.d. á Ítalíu? Nú ætla ég ekki að leggja mat á það hvað er rétt og rangt í þessum ásökunum um Jón Ólafsson. En ef það er rétt að hann hafi viðurkennt þetta á einhverjum stað er það ekki nægjanleg sönnun í málinu? Auðvitað eiga menn að vera saklausir þar til sekt er sönnuð. En er sekt ekki sönnuð í þessu máli? Hvernig stendur þá á að einn af öflugustu stjórnmálaleiðtogum landsins sem ætlar sér að verða næsti forsætisráðherra þiggur stuðning frá slíkum manni? Getur þjóðin sætt sig við slíkt?