Hressari…
ég vill svara þér hérna..
Viljið þið ekki ganga alla leið í einkavæðingunni og einkavæða bara heilbrigðis- og menntakerfið líka.?
Hvað er af því að bæta við einkareknu sjúkrahúsi heilbrðisgeirann? Þeir sem ættu peninginn myndu fara þangað, biðlistum á sjúkrahúsum myndi minnka!
ég vill líka hrekja ástæður að RÚV eigi að vera ríkisrekið og með skyldu áskrift;
í fyrsta lagi á það að vera réttur hvers manns hvort hann borgar fyrir ákveðnar sjónvarpsstöðvar eða útvarpsstöðvar!
Ástæða þess að þetta skuli vera í höndum ríkisvaldsins eru eftirfarandi:
1. Öryggistæki. Ef eitthvað meiriháttar kemur upp á í þjóðfélaginu, sjnóflóð, illviðri eða yfirvofandi lofárás ;) þá þarf að vera hægt að ná í landsmenn og segja þeim frá, án þess að binda þá fasta við að hlusta á eina útvarpsstöð.
-Ef rúv yrði einkavædd… helduru þá að eigendurnir myndu segja bara.. nei við skulum ekki fjalla um þetta, ef neyðarástand myndi myndast, síðan er þetta ekkert sem aðrar stöðvar ráða ekki við.
Síðan er þetta ekkert sérstaklega öruggt “öryggistæki”… .þið munið kanski eftir því þegar allt datt út vegna rafmagnsleysiss.
Og ef Rúv á að vera öryggistæki, þá þyrfti ríkið fyrst að redda ÖLLUM landsmönnum sjónvarpstæki, og hafa rásina ókeypis, og hafa ekkert á henni nema stillimynd, nema þegar það þarf að segja frá einhverju sérstöku
2. Menningararfurinn er mikilvægur og hann verður að vernda. Fróðir menn segja sem svo að það sem geri okkur að Íslendingum sé einmitt það að við þekkjum söguna okkar og erum stolt af henni, við erum komin af víkingunum. Ég hef hingað til ekki séð Stöð 2 sýna menningararfinum mikla athygli, einfaldlega vegna þess að það selst ekki mikið, en samt sem áður verður að halda honum að landsmönnum.
-Hvar er það sem að RUV er að sýna menningararfinum mikla athygli?
3. Íslenskt sjónvarpsefni er mjög gott og fer sí-batnandi. Tökum sem dæmi úrvalskvikmynd sem sýnd var á RÚV að kvöldi Jóladags, en það var “Ungfrúin góða og húsið”. Þeir sem hafa séð hana telja flestir að hún hafi verið mjög góð, og er ég ekki undanskilinn. Einnig má nefna myndir eins og Englar alheimsins og Djöflaeyjuna o.fl. Þó er eitt sem mönnum ber að varast þegar þeir dæma íslenskar myndir, og er unglingum sérstaklega hætt við því að misskilja, en íslenskar myndir eru ekki lélegar allar sem ein, heldur verður að meta hverja fyrir sig. Flestir líta svo á að íslensk mynd sé sama og léleg mynd.
-Ef RÚV yrði einkavædd, helduru þá að engin sjónvarpsstöð myndi vera með íslenskt efni? kjaftæði!
4. Fréttir eru nauðsynlegar hverju mannsbarni svo það verði einhverntíman eitthvað meira en bara asnahaus sem ekkert veit. Samkvæmt hverri einni og einustu könnun sem Gallup og aðrar stofnanir hafa gert þá er fréttastofu útvaps og sjónvarpsins treyst lang best fyrir því að flytja landanum greinagóðar og áreiðanlegar fréttir. Fréttastofur einkareknu stöðvanna koma þar langt fyrir aftan, en þær hafa alltaf gert meira úr því að skemmta fólki, í stað þess að segja því hvað er að gerast í heiminum.
-Fréttirnar á RÚV munu aldrei vera hlutlausar, þar sem ríkið ræður hvað er sýnt og hvað ekki.
5. Annað sem eingöngu er sýnt á RÚV, en það eru heimildarmyndir ýmiskonar, hvða varðar líffræði, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og allt annað milli himins og jarðar. Menn geta orðið margs vísari af þessum myndum, og komast þá úr hópi asnahausa í hóp þeirra manna sem eitthvað vita.
-Sjónvarp er fyrst og fremst afþreyingarefni. Ef þú vilt verða læknir eða efnafræðingur, þá ferðu í skóla, þú verður ekki efnafræðingur eða læknir á því að horfa á rÚV
og þó að einhverjum finnist rúv vera góð rás, þá eiga þeir sem VILJA horfa á hana borga fyrir hana.