Ég vorkenni þeim sem eru búnir að selja sál sína D-listanum, ég vorkenni þeim sem trúa öllu sem kemur út úr Davíð Oddsyni, ég vorkenni þeim sem fatta ekki að 6,3 milljarða styrkur fyrir atvinnulífið er kosningatrikk, ég vorkenni þeim sem hafa alltaf kosið D-listann meðvitað eða ómeðvitað vegna þess að þeir voru alin upp við að D-listinn væri eina von lýðveldisins, ég vorkenni þeim sem halda að allt gott sé D-listanum að þakka, ég vorkenni þeim sem halda að allir vinstri menn séu kommar að hætti Kínverja, ég vorkenni þeim sem sjá ekki, að eftir nokkur ár þegar peningarnir sem ríkið fékk fyrir bankanna verða uppurnir, minnkar fjárstreymið í þjóðarbúið, ég vorkenni þeim sem halda að skattarnir á bankanna bæti það allt upp, ég vorkenni þeim sem halda að Ingibjörg sé verri en Davíð, ég vorkenni þeim D-listamanni sem getur ekki séð að það er ekki hægt að afsaka 70.000 króna skattleysismörk, ég vorkenni þeim sem hugsa ekki rökrétt og ákveða svo hvað þeir ætla að kjósa, hvort sem að það verður D-listinn eða einhver annar flokkur. Ég vorkenni öllu því unga fólki sem ég þekki og kýs D-listann af því að allt það fólk (sem ég þekki) kýs hann af því að foreldrar þess kusu hann, ég hef heyrt allt þetta fólk viðurkenna það og það er m.a. ástæðan fyrir því að fylgi D-listans er altaf svona jafnt. Útaf fólki sem þorir ekki að taka áhættu og kjósa annað en D-listans.
Það sjá allir sem eru með opin augu að þarna eru nokkrir góðir punktar sem mætti skoða, hvort sem fólk kýs D-listann eða annann flokk. Bara skoða sín eigin mál, skoða árstekjur og þess háttar og sjá svo hvaða flokkur er réttur fyrir ÞIG….Hver veit kannski er D-listinn flokkurinn þinn en það eru líka góðar líkur á því að hann er það ekki.
Kv. Kjanakall