Mér datt það í hug þegar ég var að hugsa um dóm hæðstaréttar núna um daginn út af máli öryrkja, að það er misjafn dómur sem afbrotamenn fá á þessu landi eftir því í hvaða þjóðfélagsstöðu þeir eru. Nú er búið að sanna að ríkisstjórnin braut lög sem gerði það að verkum að ríkið “stal” miljónum ef ekki miljörðum af öryrkjum og ellislífeyrisþegum í landinu með því að setja á lög sem stríddu gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Því langar mig að spyrja út frá þessari staðreynd hvort ekki sé hægt að stefna þeim ráðherrum sem settu þessi lög upphaflega og fá úr því skorið hvort ekki sé hægt að fá þá ráðherra sakfellda fyrir þjófnað af ásetningi. Í reynd ætti það að vera þjóðin öll sem ætti að sækja það mál gegn ríkisstjórninni á þeim forsendum að þetta er mál sem varðar alla þjóðina. Það að láta þá ráðherra sem settu þessi lög og samþykktu á sínum tíma í skjóli nætur svara til saka eins og aðra þá sem uppvísir hafa orðið af því að stela. Af hverju ættum við að láta þá komast undan refsingu? Þó svo að þeir ættli að greiða eitthvað af þessum fjármunum til baka, þá bætir það ekki fyrir þann andlega skaða sem margir einstaklingar hafa orðið fyrir af þeirra völdum, plús þann fjárhagslega skaða sem margir hafa orðið fyrir vegna tekjuskerðingar út af tekjutengingunni sjálfri.
Tökum dæmi sem kom upp fyrir nokkrum árum síðan þegar starsmaður í banka hafði dregið sér fé frá bankanum. Þessi starfsmaður fékk tveggja ára dóm vegna brotsins, en það var ekki tekið tillit til þess að hann hafði þá þegar, þegar málið komst upp greitt til baka 75% þess sem hann hafði dregið sér. Þetta segir mér mikið um það dómskerfi sem við búum við, ef svo fer að ekkert frekar verði aðhafst í málinu.
Það er jú sannað að ríkisstjórnin braut lög, og að það voru ákveðnir ráðherrar sem stóðu fyrir því að lög voru brotin og að mínu viti eru þeir ekki hafnir yfir lög og rétt í landinu. Þetta fólk á að svara fyrir brot sín eins og aðrir sem uppvísir hafa orðið fyrir það að brjóta lög.
Verði það ekki gert, þá verð ég að segja að réttlætinu hefur farið aftur um aldir hjá okkur.
Ég skora á Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara að taka málin í sínar hendur og sameinast í því að fá réttlætinu fullnægt. Ef ekki í réttarsölum hér heima, þá hjá mannréttindadómstólnum eða alþjóðadómstólnum. Því að sá sem einusinni brýtur lögin, gerir það örugglega aftur.
Kveðja Ljómi.