Mig langar að vita hvað ykkur finnst um dómin yfir Árna J.

Persónulega finnst mér hann hafa fengið það sem hann átti skilið, ekki nóg með að hann sé þjófur heldur sveik hann mig í leiðinni. Ég kaus hann og bar traust til hans og með þvi að stela, ljuga og svíkja eins og hann gerði brást hann mér og öllum öðrum sem kusu hann.

Nú er hann að segja að hann hafi gert mistök sem hann hafið leiðrétt en mér finnst það bara bull, geta allir stolið og svo þegar þeir nást bara sagt “úps….ég skal bara skila þessu” ?

Ef eitthvað er finnst mér að það ætti að dæma kosna þingmenn harðar því þeir eru að svikja alla sem hafa stutt þá í gegnum tíðina.

Ég er ekki að segja að ég sé e-r stjórnmála-/laga snillingur en mér finnst að þessi menn sem við erum að kjósa verði að haga sé í samræmi við traustið sem þeim er gefið og þegar þeir bregðast á að dæma þá, ekki bara slá á úlliðin og segja “úps slæmur strákur”

kv
V