”Ætlar þú að segja mér að umsýsluaðili með kvóta sem kann að vera viðskipta eða lögfræðimenntaður aðili sem aldrei hefur veitt fisk nema á stöng í á, hafi eitthvað súper vit á fiskveiðum.”
Hvaða máli kemur það við? Fólk ræður því sjálft hvort það kaupir af honum kvóta eða ekki. Hann á hann. Varðandi sjávarútveginn, þá já, kvótinn safnast saman á hendur þeirra sem best kunna með hann að fara”
”Núverandi sjávarútvegur er langt í frá arðbær og þarf ekki að líta lengra en að tiltaka fjárfestingu í risaskipum og olíukostnað þeirra hinna sömu sem er einfalt reikningsdæmi þótt ekki sé einu sinni minnst á þó mögulega fyrirsjáanlegar afleiðingar alvöru vísindamanna af aðferðarfræði þeirri er ástunduð hefur verið við veiðar, þar sem hafsbotninn er mun verr farinn en landið sem fer undir vatn við Kárahnjukavirkjun mun nokkurn tímann verða.”
Í dag eiga útgerðarfyrirtæki kvótann og geta gert áætlanir langt fram í tímann. Ef kvótinn er boðinn upp einu sinni á ári, eða veiðigjald notað, sem er hækkað og lækkað til að stýra sókn! Hvernig í veröldinni er hægt að sjá meiri hagkvæmni í því!? Ómögulegt að gera áætlanir fram í tímann með tilheyrandi afleyðingum. Það er ekki með nokkru móti hægt að færa rök fyrir aukinni hagkvæmni með öðrum kerfum. Enda hefur það synt sig og sannast best með því hversu mörg lönd dást að árangri íslands í sjávarútvegi. Varðandi aðferðafræði við kvótaákvarðanir…það er allt annað mál. Hvort sem það er veiðigjald eða annað, verða notaðar sömu aðferðir við að meta stofnana, sé því ekki hvernig það kemur málinu við.
”Fyrsta grein GILDANDI laga um stjórnun fiskveiða hér á landi kveður á um það að enginn einn handhafi er hefur yfir aflaheimildum að ráða geti
gengið að því sem gefnu að þar sé um óafturkallanlegar heimildir að ræða, sökum þess að fiskimiðin við landið eru eign þjóðarinnar en ekki handhafa þótt leyfð hafi verið braskumsýlsa um tíma fyrir mistök í stjórnvaldsaðgerðum.”
Það er hægt að nota sömu rök um þingvallarvatn, öll þessi beitilönd bænda o.s.frv. o.s.frv. Ef enginn á auðlindina verður hún misnotuð. Fólk fer alltaf betur með eigið fé og fjármagn en annarra. Fólk fer betur með eigið sumarbústaðarland en lönd í sameign þjóða. Fólk fer betur með lóðina í kringum húsið sitt en sameiginlegu lóð hverfisins.
Takmarkaður aðgangur að fiskveiðum vegna verndunar fiskistofna er eðlilegur en ekki aðgangstakmarkanir í formi þess að hinir stærstu við mistök um lögleiðingu framsals hafi þar með fengið í hendur einstaka samkeppnisaðstöðu, markaðsaðstöðu sem nefna má með réttu nafni einokun, umfram aðra sem á sér ekki hliðstæðu í Íslandssögunni og hefur svo sannarlega haft sínar birtingarmyndir í álíka formi annars staðar í íslensku viðskiptalífi svo sem á matvörumarkaðnum
og í innbyrðis atvinnutækifærakapphlaupi í heilbrigðisgeiranum einnig.
Það geta allir keypt kvóta á mörkuðum sem vilja. Það geta allir keypt sig inn í útgerðarfélög til að komast inn í geirann sem vilja. Það er ekki einokun því fólk kemst inn á markaðinn.
Annað mál er svo með einokun sem slíka, ætla ekki að fara í tæknileg atriði en það hefur engum tekist að færa fullnægjandi sönnun fyrir því að einokun sé í raun af hinum slæma. Hagfræðin er að glíma við það sem er auðvitað annað mál. En hér er engin einokun. Kvóta er hægt að kaupa, en þar sem auðlindin er takmörkuð, eins og beitilönd fyrir bændur, útvarpsbylgjur fyrir sjónvarp og útvarp á auðvitað ekki að gefa notkun frjálsa.
”Fyrir hundrað árum voru…”
Sæt saga hjá þér en kemur málinu ekkert við. Kvótinn er seldur á frjálsum markaði og enginn neyddur til eins né neins. Öllum frjálst með að versla eða sleppa því. Eðlilega safnast hann saman á þær hendur sem best kunna með hann að fara, þeir sem ekki kunna eins vel að fara með hann losa sig við hann og nota ágóðan til að snúa sér að öðru sem það gerir betur.
”Varðandi hlutabréfaeigendur í útgerð á Íslandi þá leyfi ég mér að fullyrða það að fólkið sem greitt hefur lögum ….”
Er reyndar á móti því að skilda fólk til að greiða í lífeyrissjóði, en það er annað mál. En að sakast út í lífeyrissjóður því þeir hafa fjárfest í stórum útgerðum er fáranlegt. Atvinnugreinar þróast, sumar deyja út en aðrar þróast með aukinni tækni og þekkingu svo hagkvæmni eykst. Fólk sem hefur misst atvinnuna verður bara að taka því eins og allir aðrir, yfirleitt tekur svona þróun langan tíma (mörg ár) að ganga í gegn, svo fólk getur örugglega kennt sjálfu sér um aðhluta, að hafa ekki verið meira vakandi og kannski að hafa ekki kynnt sér annað, aukið menntun eða fleira til að vera betur búinn undir það þegar svona dynur á. Landsbyggðarfólk ætti nú sérstaklega að vera á verði með þetta, atvinnumál þar hafa verið svo sveiflukennd um langt skeið. Aftur það neyðir enginn þetta fólk til að búa á þessum krummaskuðum úti á landi og það hvorki hvetur það enginn né dregur úr því að mennta sig eða kynna sér fleira til að auka möguleika þess á vinnumarkaði. Fólk verður auðvitað að hugsa fyrir sig sjálft og gera ráð fyrir því að fá ekki allt upp í hendurnar.
”Verkalýðsfélögin hafa síðan uppáskrifað atvinnuleyfi til handa erlendu vinnuafli í massavís til að vinna í þeim fyrirtækjum sem eitthvað hafa unnið af fiski í landi , með það að markmiði að hafa launakostnað sem lægstan, svo sjóðirnir tapi nú ekki krónu burtséð frá kjörum alþýðunnar almennt eða viðmiði lágmarkslauna sem eðli máls samkvæmt lækkuðu við stórfjölgun fólks á algjörum lágmarkstöxtum, um allt land.”
Ef erlent vinnuafl fengist ekki í mörg störf væru þessi störf einfaldlega lögð niður því þau stæðu ekki undir sér. Kaupmáttur á Íslandi er mjög hár og hefur vaxið hratt síðustu 8 ár sem aldrei fyrr. Íslendingar hafa gott af því að blandast svolítið, til að drepa fordóma og læra svolítið af ólíkum menningarheimum sem heimurinn hefur að bjóða. Kemur kótakerfinu samt ekkert við og því skil ég ekki af hverju þú berð þetta fram.
”Hornsteinn hins heimskulega skipulags eru síðan afskriftareglur þar sem fyrirtækin hafa getað komist hjá mikilli þáttöku í formi skatta, þannig að stjórnvöld hafa ekki getað lækkað skatta á almenning né heldur hækkað bætur til ellilífeyrisþega.”
Þegar fyrirtækjunum líður vel, líður fólkinu vel. Veit ekki betur en kaupmáttur hafi verið að aukast á Íslandi 8 ár í röð. Það þýðir að fólk sé sífellt að hafa meira og meira milli handana. Af hverju ætli það sé?
”Að lokum heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða er svo illa efnuð að hún á ekki fyrir mat , hvað þá lyfjum ,sem er í raun í samræmi skattskilin í aðalatvinnuveginum
til samneyslunnar eðlilega og þeir sem hafa margborgað þessa annars síhækkandi þjónustu þurfa að borga aftur og enn gjöld á gjöld ofan meðan
úgerðargreifar gera það sem þeir kjósa við þá peninga sem þeir hafa haft af almenningi í landinu og hagfræðingar hljóta að fara að koma auga á svo fremi menntunin skili sér í raun.”
Times valdi í Júní (að mig minnir, get komist að því ef þú vilt) að heilbrigðiskerfið á Íslandi væri það besta í heimi. Horft frá sjónarhorni neytenda!!! Mun betri aðstaða, tækni o.s.frv. í US sem dæmi. En neytendur á Íslandi skv Times sem er tímarit sem mark er tekið á, njóta þess að eiga besta heilbrigðiskerfið af öllum þeim vestrænu ríkjum sem voru skoðuð. Ísland eyðir líka hæstu prósentu af útgjöldum ríkistjórnar í heilbrigðismál, ekki í evrópu heldur heiminum!!! Þetta er bara bull og vitleysa sem þú ert að segja og alveg sama hvað við eyðum miklum peningum í þjónustuna fólk á alltaf eftir að væla…en endalaust getum við ekki dælt út peningum ekki satt! Auðvitað má alltaf gera betur, en þetta er það síðasta sem fólk hefur rétt á að kvarta yfir á Íslandi!
”Kæmi mér ekki á óvart því Íslendingar virðast á stundum ekki taka við sér nema að reka sig á eins furðulegt og það nú er, s.br. refa og laxeldi svo eitt dæmi sé nefnt, af gjaldþrotum er skattpeningum almennings hefur verið varið í miklum mæli og fóru í súginn. “
…ríkið á að láta markaðinn og eins margt og mögulegt er. (að mínu viti allt nema löggæslu, dómsgæslu og landvarnir). Sammála þér þarna og ef þú ert sammála því að ríkið eigi ekki að vera eyða skattpeningum landsmanna í ónytjahluti hlýtur þú að vera hlynnt því að markaðurinn stjórni meðferð, sölu og kaupum kvóta.
Er alveg til í að ræða við þig um þetta mál en höldum okkur þá við kvótann,, þetta eru alltof löng bréf og allt og mikið um útúrdúra, til þess að vera skemmtilegar rökræður.
Tökum sjávarútveginn og ég skal svara öllum þínum rökum og koma þér og öðrum Hugverjum í skilning um það að núverandi kerfi er okkur fyrir bestu. Auðvitað ekki gallalaust, en mun betri kostur, fyrir landið sem heild en annað sem í boði er.
Aftur…með fyrirvara um stafsetningavillur og málfarsvillur. Þetta er alltof langur texti til þess að ég hafi nennt að fara sérstaklega yfir hann.
Bestu kveðjur
Guðmundur arna
gummi3849.
Sæll aftur, fyrirgefðu að ég var ekki búin að svara öllu sem ég hugðist svara.
Varðandi það að kvótinn safnist þangað sem best er farið með hann þá er ég þvi ekki sammála.
Gallinn er bara sá að minni skip og smábátar hafa ekki efni á því að leigja eða kaupa kvóta af umsýsluaðilum, á uppsprengdu verði.
Enn og aftur um hagkvæmnina, þá neitar stórúgerðin að horfast í augu við staðreyndir sem þó blasa við við þeim sjálfum með því móti að olíueyðsla stórskipanna við að skrapa um allan sjó, sökum þess að heilu hafsvæðin eru eyðimerkur, eftir risatoghlera skipanna.
Þeir skýla sér bak við Hafrannsóknarstofnun sem aðeins verður að taka mið af seiðatalningu til ráðlegginga varðandi stofnstærð.
Tölur um afla á Íslandsmiðum sýna það og sanna að
þorskstofninn hefur farið minnkandi frá tilkomu þessa kerfis sem aldrei fyrr í sögunni.
Við endum eins og Kanadamenn ef við höldum áfram
þar sem þorskurinn hvarf og þá verður ekki um neina mögulega áætlanagerð varðandi peningalegan gróða og menn naga sig í handarbökin fyrir það eitt að hafa ekki gert áætlanir í sátt við lífríki sjávar með tilliti til framtíðar.
Aðdáun á erlendri grund er kominn til fyrir einhliða áróður um ágæti í formi efnahagslegra skammtímasjónarmiða, framborinna af sérstökum sendiherra Hannesi Hólmsteini sem ekki fór á erlenda grund til þess af hugsjón á eigin kostnað til þess að tala um stundargróðann heldur og kostnað stjórnvalda að ég best veit.
Þó held ég að hugmyndir þessar hafi valdið allt að því uppþoti í einhverju landa S- Ameríku, Chile, að mig minnir, þegar ljóst varð að hugmyndin var að fara að versla með óveiddan fisk, í landi.
Meðan útgerðin tekur ekki þátt í því að standa að betri rannsóknum á lífríki sjávar á N- Atlandshafi en raunin er, né heldur skirrist algjörlega við að ræða eigin umgengni við lífríkið, þá ætti hún ekki að vera handhafi aflaheimilda.
Þú segir
“ Ef enginn á auðlindina verður hún misnotuð ”
Lögum samkvæmt Á öll íslenska þjóðin auðlindina hafið kring um landið,
en með óskiljanlegu móti hefur aðilum sem hana nytja verið fært í hendur leyfi lögum samkvæmt til að versla, selja og leigja hinn takmarkaða aðgang að auðlindinni.
Þegar hagnaðurinn við það að selja og leigja aflaheimildir er orðinn stærri þáttur en fiskveiðarnar sjálfar þá þarf að fara að endurskoða aðferðir allar.
“ Það geta allir keypt kvóta á mörkuðum sem vilja ”
Þetta er alrangt því hinn gífurlegi mismunur á samkeppnisaðstöðu stærri og smærri atvinnufyrirtækja í sjávarútvegi gerir þeim smærri ekki keift að greiða neitt FYRR EN FISKUR HEFUR VERIÐ VEIDDUR ÚR SJÓ.
Mjög algengur misskilningur þeirra er hafa aðeins staðið í umsýslu og braski og aldrei migið í saltan sjó.
(Hef reyndar sjálf ekki gert það vegna þess að það er svo illa framkvæmanlegt fyrir mig, en þó henst milli veggja á salerni á rúmsjó, í veltingi.)
Ég er hlynnt frjálsum markaði svo fremi að þeim hinum sama séu upphaflega sett skilyrði er innihalda meðvitund allra þátta er þarf að taka tillit til.
Þar koma stjórnvöld að málum varðandi þá rammasmíð er þar þarf að vera fyrir hendi svo vel
fari.
Það er ekki nóg að opna nautagirðinguna og sleppa nautunum lausum og segja sem svo. Við vonum þau eyðileggi ekki mjög mikið, þótt þau séu svo stór og svo mörg að þau traðki allt landið niður og hafi þannig ekkert gras að éta.
Hey !! eigum við ekki að fara að versla með kílóin af kjötinu á nautunum og leyfa mönnum að framselja sitt á hvað fram og afturpart af nautum á fæti til þess að auka hagkvæmni í “ Matthildi ”.
Allt varð vitlaust í uppboði á nautavöðvum uppboð og undirboð, kaup, leiga og sala, en viti menn á meðan hafði nautið drepist vegna þess að það fékk ekkert að éta, þ.e meðan allir voru að versla með það.
Veit ekki hvort þú skilur þessa mína tilraun til samlíkingar en ég tel að sama gæti gerst ef stóru útgerðarfyrirtækin og eigendur kvóta í landi, svo ekki sé minnst á ráðherra útvegsins, fara ekki að
spjalla við þorskinn sjálfan í stað þess braska með hann í landi.
Ég hefi aldrei vitað að á Íslandi fyndist eitthvað það landssvæði sem ég myndi ræða sem krummaskuð hvort sem er um að ræða þéttbýli eða dreifbýli.
Innflutningur fólks af erlendu bergi brotinn er tekur laun á lægstu töxtum eftir að auglýst hefur verið eftir Íslendingum til þess að vinna á ÞEIM töxtum er meginástæða þess að hægt er að tala um hagkvæmni, en hins vegar hámark hræsni okkar Íslendinga varðandi það að bjóða fólk af erlendu bergi brotið velkomið með því að bjóða því vinnu á lægri launum en við sjálf erum tilbúin til þess að meðtaka .
Með því móti er ekki aðeins verið að lækka laun ´verkafólks almennt í landinu álika og gerðist við flótta kvenna á vinnumarkaðinn heldur einnig verið að búa til þjóðfélag misskiptingar þar sem samfélagið ákveður að það sé allt í lagi að fólk af erlendu bergi brotið taki lægstu launin.
Varðandi fyrirtækin þá hefur þeim verið hylgt skattalega umfram hinn almenna launamann svo lengi að sá hinn sami stendur ekki lengur undir greiðslu skatta allra af þeim lágu launum þótt hafi breytt bak, þar sem þeim hinum sama er jafnframt refsað um leið og hann eignast eitthvað skuldlaust með ennþá meiri sköttum á eignir, til viðbótar við allt hitt.
Þetta með heilbrigðiskerfið og frétt Times, þá get
ég aðeins sagt það að þar er flokkunin besta mælt í formi magns af heilbrigðisþjónustu í boði, burtséð frá gæðaþáttum hvers konar, hvað þá kostnaðar við kerfið af hálfu skattborgara
Sem dæmi sem ég þekki afar vel er það að heilbrigðisþjónustan hér á landi skilgreinir alla
hina fjölmörgu starfsmenn sína jafnhæfa og bannað er að ræða þá er eðli máls samkvæmt eru mannlegir og gera mistök, enn sem komið er hér á landi en hvergi annars staðar ( þetta fékk Times ekki að vita, hefði enda þá ekki gumað af slíku kerfi ) og eftirlitsaðili kerfisins hefur eftirlit með sjálfum sér, sem hvergi kann að þýða eðlilega stjórnsýslu, hvorki hér né annars staðar.
Innan hins íslenska heilbrigðiskerfis hefur því miður þróast ákveðinn markaður þar sem t.d. einstakir læknar hafa einokað ákveðin sérsvið lækninga og drottnað þar og dýrkað eins og kvótagreifar með einkaleyfi á lækningum einstakra sjúkdóma, sem hefur kostað fullmikið ekki hvað sist í ljósi þess að ekki hefur tekist ennþá að búa til gagnagrunn um afrekin því það má ekki því
þar er um að ræða hugverk í formi sjúkraskýrslna sem enginn nema þeir sjálfir, hafa að eigin sögn vit á.
Raunin er sú að sjávarútvegurinn og skipulag mála
þar á bæ hefur meira og minna að gera með allt annað eðlilega þar sem um er að ræða aðalatvinnusköpun vorrar þjóðar.
Hið innbyrgða óréttlæti sem þar er enn að finna hefur því sínar birtingamyndir á öðrum sviðum samfélagsins, þar sem samanburðafræði í formi launatekna hefur fylgt okkur og mun fylgja okkur.
Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi er
okkur EKKI fyrir bestu og er raun ógnun við tilveru barna okkar í framtíðinni, þvi eignir og peningar núna, sem börnin erfa kanski, búa ekki til þorsk í sjónum ef búið er að breyta eða eyðileggja uppvaxtarskilyrði þess hins sama, svo
tilvist hans sé álíka og keldusvínsins í fuglaætt.
Við getum því ekki einblýnt á skammtímasjónarmið
skjótfengins hagvaxtar í formi peninga í umferð, án þess að gera áætlanir lengra fram í tímann en
c.a. tvö ár í einu.
Áætlanir í þessu efni þurfa að taka til áratuga, þar sem efnahagslega sjálfbærni verður að taka með í reikninginn á öllum sviðum samfélagsins.
kveðja.
gmaria.
0