Ágætu landsmenn.
Ég kveikti á sjónvarpinu og sá þann ágæta þátt Silfur Egils þar sem Pétur Blöndal, var meðal gesta. Ég náði ekki alveg umræðuefninu þar sem umræðunni var að ljúka, en ég náði þó því að Pétur Blöndal var að segja að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið og er ávalt sú að stuðla að einstaklingsfrelsi.
Sjálfstæðismenn eru hægri sinnaðir, þeir eru kapítalistar, þeir traðka á öðrum til að græða, að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé fylgjandi einstaklingsfrelsi er mesta firra.
Hvað er einstaklingsfrelsi?
Einstaklingsfrelsi er réttur einstaklingsins til að athafna sig í lífinu án yfirstjórn annarra, það þýðir þó ekki að hann megi fara útí búð og ræna öllu sem að hendur hans komast yfir eða lemja gamlar konur. Einstaklingar verða virða hvorn annan til að geta verið frjálsir.
Einstaklingshyggja er eitt af þeim „pólitísku“ hugtökum þar sem frelsi einstaklingsins er í fyrirúmi.
Lítum aðeins á það hvað er að gerast í þjóðfélaginu í dag, með Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.
Ríkisstjórnin lítur á samkynhneigt fólk sem einhverja sem eru ekki jafningjar gagnkynhneigðum. Ég er ekki að meina það þannig að Davíð Oddsson sé að segja að hommar og lesbíur sé smánarblettur á þjóðfélaginu. Langt því frá, Davíð Oddson hefur ekkert sagt um samkynhneigða og réttindi þeirra, hins vegar hefur hann haft tólf ár til þess. Þetta sést í því að samkynhneigðir mega ekki gifta sig í kirkju. Einungis vegna þess að biblían segir það. Hvað varð um umburðarlyndið og kærleikinn sem að Jesús nokkur Jósefsson boðaði?
Hér stendur í 7.gr. hjúskaparlaga:
„Karl og kona mega stofna til hjúskapar þegar þau hafa náð 18 ára aldri. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, [enda liggi fyrir afstaða forsjárforeldra til hjúskaparstofnunarinnar]. “
Hér stendur karl og kona, ríkisstjórnin gera ekki ráð fyrir samkynhneigðu fólki í þessum lögum, það er eins og þeir einstaklingar sem eru samkynhneigiðir séu ekki til.
Sjálfstæðisflokkurinn hef hins vegar það vald til þess að leyfa samkynhneigðum að gifta sig, það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn lítur á samkynhneigða einhverja sem ekki eru jafnir öðrum.
„ anarkismi stendur gegn hvers kyns tengslum milli manna þar sem einn tekur ákvarðanir fyrir annan, án samþykkis hans, hvernig hann eigi að lifa lífi sínu og ráðskast þannig með lífsstíl viðkomandi.“
Ron Carrier - “Anarchism and Power.”
Sjálfstæðisflokkurinn er duglegur við það að taka ákvarðanir fyrir þjóðina, án hennar samþykkis. Það spyr ekki einu sinni að því hvort þjóðin vilji skemma land sitt og taka mjög mikla fjárhagslega áhættu með stærstu framkvæmdum íslandssögunnar sem verða brátt gerðar, þá er ég að sjálfsögðu að tala um Kárahnjúkavirkjun.
Sjálfstæðisflokkurinn meinaði Falun Gong meðlimum að koma til landsins, meðlimir Falun Gong eru líka einstaklingar, ekki var þeim frjálst að vera hér.
Sjálfstæðisflokkurinn reynir ekki einu sinni að stuðla að því að einstaklingar séu frjálsir, þeir reyna ekki að hjálpa fátækum, hvernig væri nú að leggja smá pening í að hjálpa fátækum í að fæða sig og klæða í staðinn fyrir að koma með einhverjar bráðabirgðalausnir eins og kárahnjúkavikjun. Bráðabirgðalausnir eru ekki framtíðarlausnir eins og flestir gera sér grein fyrir. Við verðum að hugsa aðeins lengra fram í tímann hvað varðar að fá erlent fé inn til landsins.
Það er eins og að meginstefna Sjálfstæðisflokksins sé „lifðu ef þú getur, traðkaðu á öðrum eða aðrir traðka á þér, ella munt þú ekki halda lífi“ og þeir vilja réttlæta það með málshættinum, „hver er sinnar gæfu smiður.“ Við verðum að athuga það að við höfum ekki öll sama efnið til að smíða úr.
Að hugsa og framkvæma á grundvelli gagnkvæmrar virðingar er lykillinn að frelsi einstaklingsins. Að hjálpast að við framkvæmdir og leggja saman í einn pott fjármagn til að framkvæma, er mikilvægur þáttur í frelsi einstaklingsins. Ríkisstjórnin býr til þennan pott með sköttum, en mikið af þessum peningum fer bara í bull, eins og að bjóða kaldrifjuðum morðingjum til landsins en meina friðsömu fólki að koma til landsins.
Ef að ríkisstjórn ætlar að stuðla að frelsi einstaklings, sem er MJÖG erfitt þar sem einstaklingurinn fær ekki að blómstra á þann hátt sem hann vill undir einhverri stjórn, þá ætti ríkisstjórnin að stuðla að betri mennta- og heilbrigðiskerfi og spyrja fyrst og framkvæma svo eða eins og Ingibjörg Sólrún sagði „það hefur einkennt Sjálfstæðisflokkinn að skjóta fyrst og spyrja svo.“
Það sem einkennir stjórnarfarið á Íslandi er þetta fulltrúa lýðræði, að fólk velur sér flokk eftir því hvaða málefni það vill styrkja, flokkarnir eða einstaklingarnir geta síðan bara skipt um skoðun eins og þeim sýnist og enginn hefur neitt að segja. Gott dæmi er Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún sagðist ekki ætla að standa úr borgarstjórastólnum, hvað gerðist? Hún stóð uppúr honum og skyldi R-listann eftir í algerri upplausn þar sem VG þora að standa fyrir sínu, svo eru það allra hörðustu einstaklingarnir í Samfylkingunni og Framsókn sem að þora því, Halldór Ásgríms er jú góður vinur Dabba Kóngs.
Ágætu landsmenn.
Mér finnst svolítið skrítið að fólk skuli virkilega kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Hvaða mannvonska er það að kjósa Davíð Oddsson sem forsætisráðherra? Maður sem að hefur ekki sýnt það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ávallt þá stefnu að stuðla að einstaklingsfrelsi.
Gott fólk, það er búið að ljúga upp í opið geðið á ykkur, þið hafið verið niðurlægð, þið hafið stutt það að fátækt fólk verði fátækara og Sjálfstæðismenn og aðrir ríkir verði ríkari.
Kynnið ykkur málið áður en þið kjósið!
Endilega segið ykkar skoðun eða sendið mér póst á dagur@mr.is