Mér finnst það alveg forkastanlegt að ríkið sé að halda út sinfóníuhljómsveit.
Ég man eftir því að einhverntímann var skrifað í Moggann að það væri alveg eins hægt að hafa ríkisstyrkta rokkhljómsveit, sem héti þá Rokkhljómsveit Íslands, á meðan verið er að styrkja sinfóníuhljómsveitina.
Ég hefi heyrt þau rök með ríkisstyrktri s.hljómsveit að í henni séu svo margir að hún gæti ekki staðið undir sér annars en mín skoðun er sú að markaðurinn eigi að ráða í þessu máli því ef s.hljómsveitin þarf að fara að vinna fyrir sér þá mun hún þróast heilmikið og hún mun reyna að gera það sem fólkið vill heyra.
Við þekkjum það líka úr kvikmyndagerðinni að styrkjakerfið hefur bara haldið aftur af henni og það gerir það að verkum að enginn getur virkilega grætt á kvikmyndagerð og þá er engum akkur í því að gera góðar myndir sem fólkið vill sjá(þetta er kannski aðeins orðum aukið…en þó..)


Takk fyrir!