Ég tók þátt í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun á Austurvelli um daginn og hlustaði á umræðuna á Alþingi á eftir. Ég verð að minnast á þau fáránlegu rök iðnaðarráðherra að þessi náttúruspjöll eigi eftir að skapa vinnu fyrir 750 manns. Þ.e.a.s. 750 Pólverja, Filippseyinga eða aðra innflytjendur. Ég hef nákvæmlega ekkert á móti nýbúum, en það er staðreynd að þeir eru í stórum hluta allra láglaunastarfa á Íslandi. Og allir þessir milljarðar króna sem fara í byggingu álvers og virkjunar og þjóðin getur hugsamlega tapað. Það er langt frá því að vera öruggt að hægt sé að græða á þessum framkvæmdum. Þó að önnur minni álver í landi komi út í plús er ekkert öruggt í henni veröld. Eftir bygginguna munu skattar landsmanna síðan hækka, og eru þeir ekkert of lágir fyrir, og álframleiðslan hefst ekki af alvöru fyrren eftir þónokkur ár. Og enn hef ég ekkert minnst á alla þessa ferkílómetra fallegs lands sem hverfa undir vatn! Sumir þeirra sem standa með Valgerði Sverrisdóttur og co. í þessu máli vilja benda mér á að ég eigi sennilega aldrei eftirað koma þangað. Ég vil benda þeim á á móti að þeir eiga sennilega aldrei eftir að fá þessi 750 störf! Allir gegn Kárahnjúkavirkjun!!! KREFJUMST þjóðaratkvæðagreislu!!! (Ég er reyndar ekki með kosningarétt svo ég yrði að treysta á aðra í þeim málum.)
Bæbæ, Gokka.