Pipppi :
Áður en ég svara þér þá vil ég segja frá mér örlítið. Ég 31 árs gamall. Starfað við fiskvinnslu, rekið fiskvinnslu, 10 ár sem sjómaður, rekið útgerð, ég hef búið 2 ár í kaupandalandi ( Spáni ) við markaðsetningu á sjávarafurðum og er tiltölulega nýkominn heim. Ég er lærður stýrimaður og þá náði ég mér í markaðsfræðiþekkingu með nokkurra mánuða öflugu námskeiði hjá “Den Export Skole”.
Í dag starfa ég við útflutning á sjávarafurðum og gengur mér vel. Jafnt heima sem og í vinnunni. Ég er bæði sinnaður frjálshyggjunni en um leið finn ég til ábyrgðar gagnvart þeim sem minna mega sín, ég er m.ö.o einnig félagslega sinnaður. Fólk sem fær gáfur eða hæfileika í vöggugjöf, á í þakklæti sínu að horfa til samfélagsins og launa gott með góðu.
Aldrei halda að ég hygli gamla sósíalismanum, hann er útbrunninn og hefur sannað sig í sögu mannkyns sem úreld hugmyndarfræði við stjórnun á landi og lýð. XF er mildur hægri flokkur með hjartað á réttum stað.
Um nýliðann :
-Nýliðinn í nýju kerfi sér loks fram á að allir standi jöfnum fótum að nálgun sóknarheimilda.
-Nýliðin sér í nýju kerfi að ekki er einhverjum ákveðnum aðilum gefið forskot með fríum aflaheimildum og hann þurfi að keppa við þann heppna með þvi að leigja af honum aflaheimildir til að komast til veiða.
Stórútgerðin :
4. flokkur ( stórútgerðin ) verður áfram í framseljanlegu aflamarkskerfi en mun ekki geta keypt niður fyrir sig.
Uppboðsdagar verða óendurnýtanlegir. Einn dagur keyptur á uppboði mun aðeins nýtast einu sinni og það innan ákveðins tímaramma. Það verður ekki hægt að kaupa upp ákveðið magn af dögum og braska með þá. Einyrkinn ( leiguliðinn í dag ) er betur í stakk búinn til keppni á jöfnum og réttlátum grundvelli en stórútgerðin ( peningaöflin ). Ástæðan er sú að leiguliðinn hefur í tíð þessa lénsfyrirkomulags virkilega þurft að hagræða til að ná aumri krónunni inná sinni reikning. Feitur lénsherran verður allt í einu að keppa jöfnum fæti við auman leiguliðann. Lénsherran mun ekki leigja leiguliðanum heimildir heldur keppa við hann í heilbrigðri samkeppni. Nú reynir fyrst á hann !
Þú fyrirframgreiðir ekki dagana. Greiðslan kemur til frádráttar á seldum afla ( afreikningi fiskmarkaðanna ). Fiskmarkaðarnir munu svo senda greiðsluna inn til réttra eiganda auðlindarinnar, okkur eða ríkis og sveitarfélaga. Sama hve þykk peningabúntinn verða í vösum útgerðarmanna á uppboðum það skýtur sig enginn í fótinn viljandi og greiðir of hátt verð fyrir sóknardaginn og tapar á honum. Sem betur mun þetta leiða af sér að þeir sem eru innan greinarinnar, brasksins vegna, leita á önnur mið. Geta ekki þénað aurinn á kvótabraski, byggðum þessa lands til mikillar mæðu.
Kostnaður við sókn á uppboði samanborið við kvótaleigumarkaðinn í dag eru mun lægri. Ætla má með tilliti til heimsmarkaðsverðs á bolfiski, raunkostnaðar við útgerðina sem er olía, vinnulaun, ogsvfr, útilokun á braski (frjálsu framsali), fjölda uppboðsdaga, meðalveiði síðustu ára og þeirrar eftirspurnar sem er frá fiskvinnslunni í hráefni að dagur í fyrsta flokki ( smábátaútgerðin )muni fara á þetta 90.000 - 120.000 kr. Í dag greiðir nýliðin á meðaldegi með bát af sömu gerð ca 250.000 í kvótaleigu fyrir daginn. Þorskurinn er að fara á ÍSK 100 pr. kg í litla kerfinu. Meðalafli á 25 bjóð er a.m.k. 100 kg. 2500 kg x 100 kg gefa okkur 250.000 kr. Ég þekki menn sem reka 5-6 báta útgerð og allt leigt af lénsherrunum. Lénsherrarnir spila golfið suður í Florida meðan þeir áhugasömu berjast við halda sínu fyrirtæki á lífi. VIÐ LEYFUM ÞETTA SKRATTANS BULL OG GETUM ENGUM ÖÐRUM KENNT UM. Þessu vill XF breyta, opna fyrir nýliðun og umfram allt heimfæra milljarðasukk inn í íslenskt velferðarkerfi. Við höfum ekki efni á þessu bulli, álögur á bankakerfið vegna aukinna veðskulda á syndandi fiski svo nemur rúmum 200 milljörðum á íslenskum sjávarútvegi. Er það nema von að vextir á Íslandi eru óheyrilega háir miðað við öll önnur vestræn ríki. Við verðum að leita til svörtustu Afríku til að finna annað eins sukk og aðra eins spillingu og fyrirfinnst hér.
Hvar aflinn er unninn !
90% af öllum lönduðum afla er unninn á Íslandi í dag. Sem betur fer eru þau ekki mörg skipin sem sigla vikulega til Hull, Grimsby eða Bremen. Heldur þú virkilega að 10% viðbót á lönduðu hráefni hér heima muni setja allt í upplausn ? Það er skortur á hráefni í íslenskar fabrikkur og mundu eitt kæri að ég set aldrei á blað eitthvað sem á ekki við rök að styðjast.
Ferskur fiskur frá fiskbúðinni.
Þú ert kröfuharður kaupandi/neytandi á sjávarafurðum. Þetta þekki ég úr mínu starfi og einmitt kröfur neytandans þróa bæði fiskveiðar og fiskvinnslu á það stig að neytandinn er sáttur. Fisksalar eru misgóðir, sumir kaupa of mikið inn í einu og sitja svo upp með ferskt hráefni sem eldist í borðinu. góðir fisksalar kaupa “catch of the day” á hverjum degi enda njóta góðs af. Það sem undan fer er fryst og selt á lægra verði. Ég lofað þér því að góðan og super ferskan fisk er að fá á fiskmörkuðunum Íslands í dag.
Byggðarkvóti / stefna ….
Þetta er fiskveiðistjórn með byggðarstefnu innanborðs. Ég vil seint trúa því að byggðir þessa lands hafi ekkert gildi. Ég vil ekki að við rekum fólk í réttir vegna hagræðinga einhverja risablokka sem leika sér með hangnaðinn í furðulegustu verkefnum. Ég vil tryggja líf í byggðunum og um leið frumburðarétt þegna þessara byggða til að sækja sjóinn og lifa á því sem hafið gefur. Þannig urðu þessar byggðir til. En ekki neiða neinn til neins. Þarna skilur að. Einnig er vert að að minna á nútíma DNA rannsóknir sem sýnt hafa á a.m.k. 8 þorskstofna við og frá strandlengjunni á mismunandi slóðum. Fiskifræðileg rök eru ekki að stefna öllum strandveiðiflotanum að einum stofni t.a.m. SV mið heldur jafna veiðiálagið á stofnana. Trillukarlinn í Grímsey á erfitt með að róa á SV mið ekki rétt ? Það sem þú kallar rómantískan draum hefur að geyma, fiskifræðileg, hagfræðileg og félagsleg rök. Við í XF erum ekki gömul rauð rót runninn undan gömlum kommum. Við erum ungt vel menntað hugsjónarfólk sem vill réttlæti í þessu landi. Við styðjum einstaklingsfrelsið og fjálshyggjuna í heilbrigðri mynd. Við lýsum andúð okkar á þá afmynduðu nýfrjálshyggju sem núverandi ríkisstjórn Íslands stendur fyrir.
Við viljum opna leiðir fyrir ungt fólk og taka af örlæti á móti fólki á þeiira ævikvöldi.
Það er mikilvægt fyrir allan þroska og þróun samfélaga að einstaklingurinn sýni þá auðmýkt í verki að hafa skoðanaskipti þegar rétt breytist í rangt.
Ég held að maður eins og þú eigir heima hjá okkur.
Kær kveðja
Gunna
Þakka þér fyrir ítarleg svör Gunnar.
Það er aldrei að vita nema ég eigi heima í frjálslynda flokknum. Áður en það gerist, verð ég að fá rök fyrir því að hugmyndir ykkar séu til bóta á einhverjum sviðum og spilli ekki fyrir á öðrum. Þar á ég td. við að ég sé ekki, og hef ekki fengið skýringar á því, af hverju veiðiheimild yrði ódýrari með þessu móti, ekki síst þar sem verið er að greiða skatt til ríkisins með kaupunum. Síðan er það að uppboðsfyrirkomulagið er ekki beinlínis til þess fallið að bæta umgengni um auðlindina. Spurning: Hver kaupir sóknardaginn? Svar: Sá sem treystir sér til að bjóða hæst, og er tilbúinn að henda öllu nema allra stærsta fiskinum. Það er þannig sem þetta leigukvótadæmi er rekið í dag, og með uppboðsfyrirkomulagi myndi það versna um allan helming. Af hverju ætti verð á uppboðinni veiðiheimild að vera eitthvað lægra en það sem rétt skilur eftir hagnað fyrir þann sem kemur að landi með allra stærsta fiskinn?
Ef ég skil rétt verður stórútgerðin í nokkurn veginn óbreyttu kerfi. Hve mikill hluti aflans á að koma í hennar hlut?
Ég hafna því með öllu að fiskveiðistjórnunarkerfið eigi að hafa það hlutverk að viðhalda óbreyttu byggðamynstri. Ég hafna því að það séu einhver eiginleg gæði fólgin í því tiltekna byggðamynstri sem er í dag. Þetta mynstur varð upphaflega til vegna útgerðar á opnum, rónum bátum. Með vélvæðingu hefur það stöðugt látið undan síga, og á að halda áfram að gera það eftir því sem atvinnugreinin krefst. Þó viðurkenni ég að fiskifræðileg rök geti verið fyrir því að dreifa sókninni nokkuð, en þá erum við að tala um í mesta lagi 5-6 útgerðarstaði kringum landið. Það þarf ekki að gerast með byggðakvóta. Mun eðlilegra væri að skipta miðunum í hólf. Ef menn vilja sigla hringinn kring um landið til að veiða í tilteknu hólfi, þá það.
0
Sæll Pipppi
Sá sem verslar sóknardag og rær til fiskjar með leyfið fyrir áðurkeyptum degi mun ekki hafa nokkurn hagnað af því henda fiski, honum er hollast að koma með allt að landi. Því meira sem kemur inn fyrir borðstokkinn á sóknardeginum því betra ! Og að sjálfsögðu engu hent !
Ef lítið fiskast á línuna ( vistvænn veiðiskapur sem kerfið mun stuðla að ) þá er það versta sem við sjáum í slíku tilfelli, eftirfarandi : Hann kaupir daginn á ÍSK 100.000. Rær til fiskjar og nær eingöngu 60 kg á bala ( hörmungarveiði ). 25 bjóð x 60 kg gefa okkur 1500 kg afla. Þessi 1500 kg á leigumarkaði í dag munu kosta ca 150.000 krónur eða eins og kvótaleigan er í dag ca 100 kr pr. kg á þorskinum ( slægðum ). Þessi 1500 kg í uppboðskerfinu munu skila sér í gjaldi upp á 100.000 kr / 1500kg = 66 kr pr. kg í stað 100 króna miðað við leigukerfið í dag !! Ef veiðin hefði verið eðlileg 120 kg á bjóð þá hefði aflinn orðið 3000 kg og skilast i 33 krónum á kg í stað áðurnefnda 100 króna í dag. ( mjög algengt í dag eru 200-300 kg á bjóð - enda nóg af fiski um alla strandlengju ) Munurinn er þessi að 150.000 krónur renna til sægreifa í dag en 100.000 krónurnar í uppboðskerfinu til eigandans, þjóðarinnar.
Netaveiði mun svo til leggjast af í strandveiðiflotanum.
Skatturinn sem þú talar er um er ekki skattur heldur eru útgerðarmenn sjálfviljugur að leigja sóknarheimildir af réttum aðila - okkur enda eigum við auðlindina. Útvegurinn mun ekki halda áfram að safna skuldum vegna sölum fjölskyldna og einstaklinga út úr greininni. Tekið verður fyrir frjálsa framsalið ! Í dag skuldar þessi útvegur yfir 200 milljarða. Fyrir 10 árum eða fyrir tíð hins frjásla framsals skuldaði þessi sama grein aðeins 30 milljarða. Samt hefur heimsmarkaðsverð á sjávarafurðum hækkað hlutfallslega með tilliti til útgerðarkostnaðar á bæði veiðum og vinnslu !! Af hverju hafa skuldirnar aukist ? 20 ný frystiskip kosta litla 15 milljarða, hvað um hina 185 milljarðana ? Ég veit um 3 milljarða þegar einn Samherjabræðra seldi sig út úr greininni, 1300 milljónir lögðust á HRESK undir lok síðasta árs þegar aflaheimildar voru keyptar frá fjölskyldu í Grindavík og gæti ég haldið hægt og rólega áfram, spólað til baka og náð þessari tölu - 185 milljörðum - snyrtilega á endanum með því eingöngu að nefna til sögunnar fjölskyldur sem í tíð hins frjálsa framsals hafa seld sig út úr greininni.
Að verðleggja 1 varanlegt tonn af þorski á 950.000 kr gerir öllum ómögulegt að hefja útgerð. Hinir ( stóru útgerðarfyrirtækin ) sem kaupa þessar aflaheimildir í núverandi kerfi og vegna sterkra bankasambanda og stórra veða á syndandi fiski fá í raun hinn eina sanna skatt frá helvíti á sig í dag með þessum hætti. Þetta kalla ég skatt á útgerðina, byggðirnar, land og lýð. að greiða einhverjum útvöldum einstaklingum (nokkrum aðilum) 185 milljarða Í GJÖF eða að jafnaði 18,5 milljarða ÍSK á ári það er ljóti skatturinn sem hvílir á íslenskum sjávarútvegi í dag, keyrir einnig upp skatta og vexti sem leggst svo þyngst á alþýðuna.
Stöðvum þennan leka. Sjávarútvegurinn er metinn á 400-500 milljarða. Sukkið er gott sem hálfnað, enn geta einstaklinar og fjölskyldur seld sig úr greininni fyrir 200 milljarða a.m.k. til viðbótar. Slíkt mun gerast ef ríkisstjórnin mun ekki falla í vor. Álögurnar sem að sama skapi munu leggjast á bankakerfið verða gríðalegar, vextir munu áfram hækka til langs tíma litið bara vegna þessara stóru gjafa til örfárra útvaldra. Og hverjir verða fyrir barðinu á endanum ? aftur - ALÞÝÐA ÞESSA LANDS.
Stórútgerðin mun halda því sem hún er með í dag. Fyrst um sinn. En mun ekki geta bætt við sig. Við verðum að byrja á einum stað. Þetta gerist ekki með einu pennastriki. Þó ég persónulega haldi að sé gerlegt ( pennastrikið ) þá er það stefna flokksins að gera þetta í þrepum.
Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi á ekki að þvinga fólk til byggðarflutninga. Einungis að bjóða upp á réttinn og möguleikann á að hefja útgerð, jafnt fyrir þéttbýlisbúann sem og dreifbýlisbúann. Núverandi kerfi beitir hins vegar þvingunum á ákveðna hópa. Auðvitað er það ekki eingöngu kvótakerfinu að kenna að sumar byggðir eiga erfiðara um vik en aðrar. Fjölbreytni í atvinnulífinu hefur mikið að segja, bættar samgöngur ogsvfr.
En horfum á staðreyndir. Með einni lagasetningu (frjálst framsal) fyrir um 10 árum var frumburðarétturinn tekinn af okkur öllum. Sú lagasetning bjó til skatt skrattans og málar enn óöryggi á dyrastafinn margan.
MBK
GÖ
0
Þú ert nú nokkuð kaldur að koma með órökstuddar fullyrðingar. Ætlarðu td. að segja mér það að útilokað sé að fylla bát af fiski á 24 klst? Og að engum dytti í hug að henda smáfiskinum til að reyna að klára daginn með sem verðmætastan fisk í lestinni? Mér er sama hvað þú hefur starfað við, ég trúi því ekki. Svo slærðu því bara fram að verðið á deginum sé 100.000 kr? Hvaðan færðu þá tölu? Hvernig geturðu vitað það, að enginn sé tilbúinn til að bjóða hærra verð fyrir daginn?
Því miður, ef þú færir ekki rök fyrir svona lykilfullyrðingum þá get ég ekki tekið þetta alvarlega.
0
Pipppi. Ég kann að meta þessa gagnrýni. Fyrst !! Ef bátur rær með 25 bala t.a.m. í fyrsta flokki þá þarf fiskeríið að vera all-rosalegt til að fylla bátinn. En slíkt gerist einstaka sinnum. Rétt hjá þér. Þegar viðkomandi bátur hefur dregið 15 bjóð og báturinn er fullur þá er eðlilegt að koma að landi og fara aftur og draga afganginn af línunni ! Hvað ætti að banna það ? Þess vegna setjum við fram stuðla á veiðarfærum ( fyrir sóknardaginn ) til þess einmitt að koma í veg fyrir þennan möguleika. En rétt athugað hjá þér að koma með þessa spurningu.
Rétt eins og þú vil ég að allar tölur og upplýsingar séu kunnar.
Afhverju 100.000 kr ? Rússar ( ríkisstjórnin ) er að leigja veiðiheimildir í Barentshafi fyrir USD 700 á tonnið. Auðvitað getur þessi talað hlaupið á niður um 50.000 eða upp um annað eins. En skv viðtölum mínum við trillukarla um þessi mál (marga) þá segjast menn búast við þessari tölu (ekkert 100% þó ). En hvað mun í raun ráða þessari tölu ? Lögmálið um framboð og eftirspurn ekki rétt ? Hver er áhættan - engin. Við erum með árstíðabundnar upplýsingar sem veiðimenn á mismunandi slóðum. Olíukostnaður er kunnur, balinn kostar 3500 kr með beitningu beitu, enurnýjun og viðhaldi, föst gjöld sem hafnargjöld eru kunn, verðið á fiskmarkaðinum í gær hefur litið dagsins ljós og gefur til kynna nokkurn veginn verðið fyrir morgundaginn, ogsvfr. Uppboðskerfi hleypir ekki af stað einhverjum fjölda gjaldþrotum, alls ekki. Öfugt á við hið mikla ójafnvægi sem ríkir í útgerðinni í dag þar sem annað hvort risahagnaður eða stórtöp eru staðreyndir að þá jafnast hagnaðurinn en allir hafa réttinn sem er svo mikilvægt. Einnig (réttilega) kemur hagnaðurinn inn til eigandans en ekki fang örfárra fjölskyldna sem selja sig út úr greininni í dag.
Hvað finnst þér um þessi rök ?
Kemur þú á fundinn næsta þriðjudaq niður að Aðalstræti 9 ?
0