Sjálfstæðir menn, hvar er sjálfstæði ykkar í raun,
hví þróast hér misskipting, ranglæti og álíka kaun ?
Einstaklingsfrelsið er vanvirt og örfáir menn,
ganga um með gróðann, en skatturinn okkar er enn.

Framsókn, hví er ekki búið að breyta um disk,
afnema framsal og fara að verka hér fisk.
Hví eru læknar á launum sem enginn hreint skilur,
þarf ekki að taka í taumana þótt komi bylur ?

Samfylking úrræða einhverra breytinga en smárra,
útjöfnuð vinsældaúrræði virka ekki skárra.
Uppboð á markaði, fiskveiða, menntun í magni,
máske það komi til sögu hvar menntunin gagni.

Vinstri menn grænir hvar er ykkar umhverfismið,
er gæsin og áhorf á náttúru forverkefnið ?
Hvað er með hafsbotninn, kvóta , og vísindamenn,
hver á á lifa á hverjum sem hver gerir enn ?

Fjálslyndir menn hvar er breytingar ykkar að finna,
frjálshyggjuuppboð á framsali, lítil er vinna.
Þarf ekkert áhorf á skattanna helstu hít,
hinn sjálfvirka krana sem skrifar á töflu með krít.

Þjóðernissinnar þið þurfið að tala með gát,
með virðingu aflið þið atkvæða í ykkar bát.
Hugmyndir ykkar um afnám á framsali kvóta,
er forsenda breytinga fiskveiðikerfis til bóta.

Framfarasinnar þið hafið mjög margt til máls,
framtíðarhugsun án flokktengsla gróðaprjáls.
Mín von er því bundinn við kynslóð sem veit,
að sjálfstæði þjóðar við unnum heit.

með góðri kveðju.
gmaria.