1. Leggja niður Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið.
Ég verð að segja að þetta er mjög undarlegt stefnumál. Eftir hrynu af ætluðum samráðum og leynifundum hér og þar er ekki nema von að maður spyrji hvað þeir meini með þessu. Við mundum nú öll eftir samráði á grænmetismarkaðinum, rannsókn stendur yfir á samráði á milli tryggingafélagana ofl.ofl…á DV eitt að sjá um að fylgjast með fyrirtækjunum í landinu? Eða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn bara að stjórna þessu á bak við tjöldin líkt og í Íslandsbanka málinu?
2. Leggja niður embætti forseta íslands.
Já, já … alltof dýrt - legg´etta niður! Það eru sterkustu rökin. Segja skyldur forseta aðeins formlegar og þær eigi að vera í höndum forsætisráðherra. Með því að gera það mun öll kynning landins litast af stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni. Forseti Íslands fer fyrir hönd þjóðarinnar og á að mínu mati að vera hlutlaus pólitískt séð.
3. Gefa framsal aflaheimilda frjáls og leggja af takmörkun á einganhlut fyrirtækja.
Þetta finnst mér eitt rosalegasta stefnumálið. Frjálshyggjan er vissulega góð upp að vissu marki en þarna fara þeir algjörlega yfir strikið. Með þessu stæði ekkert í veigi fyrir því að allur kvóti í landinu myndi enda í höndum eins fyrirtækis. Á sama tíma fara þeir mikinn um hvurslags endæmis vitleysa það sé að Baugur fari með ráðandi markaðsstöðu á matvælamarkaði og ráðamenn ríkisstjórnarinnar gera allt sem í þeirra valdi stendur(og jafnvel gott betur stundum) til að koma í veg fyrir að veldi þeirra stækki enn frekar. Gengur þetta nú allveg upp?
4. Hámarksgreiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu verði hækkaðar.
Á sama tíma og fréttir um aukna fátækt og aukinn lyfjakostanð heimilana er tíðræddar á kaffistofum landsins vilja þeir hækka gjöld vegna læknisþjónustu. Þessu er ég alfarið á móti. Nærra lægi væri að byrja að reka læknisþjónustu á vegum ríkisins sem fyrirtæki. Leitast við að halda kostanði innan gefinna heimilda og sýna aðhald í rekstri án þess þó að það fari útí öfgar. Á Íslandi er eitt hvað besta heilbrigðiðskerfi í heimi og viljum við ekki eyðilegja það með ofur verðlagningu sem bitnar mest á þeim sem minna mega sín.
5. Veruleg hækkun skólagjalda
Það neitar því enginn að menntun þjóðarinnar er ein sú besta fjárfesting sem landið getur lagt í. Menntun skilar sér ávallt til baka sem vindur á segl þjóðarskútunnar. Með aukinni menntun aukast tekjur og þar með tekjur ríkissjóðs. Það að hækka skólagjöld með það að leiðarljósi að fá fólk til að taka menntun sýna sem forréttindi og stunda nám sitt betur er hreint út sagt hlægileg. Maður myndi nú ætla að fólk á háskólaaldri hefði þroska til að taka nám sitt alvarlega án þess að þurfa að greiða enn meira fyrir það. Ísland getur verið stolt af því að vera eitt þeirra þjóða þar sem staða þín í þjóðfélaginu skiptir ekki máli þegar að menntun kemur, heldur eiga allir sömu möguleikar á menntun. Við skulum halda því!
Það sem hér er upptalið er aðeins brot af því “besta” úr málefnaskrá SUS og hvet ég alla til að kynna sér hana því hún er hin besta skemmtun svona þegar skammdegisþunglyndis er að draga fólk niður. En að öllu gríni slepptu þá er vissulega ýmislegt gott í málefnaskrá SUS. Ég þori ekki að fullyrða um að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að svo virðist líka að þeir séu fallnir frá þeirri hugmynd um að afnema skylduáskrift að RÚV og er það miður.
Hinsvegar finnst mér mikið af þessu hreint ekki raunverulegt og mætti halda að hluti væri aðeins settur fram til þess að vera nógu róttækir og fá þannig inn ungt fólk sem vill breytingar. En sagan segir okkur nú það með SUS að þessir ungu róttæklingar eru ekki lengi að gleyma þessum hugmyndum sýnum þegar þeir eru sestir á þing.
Sem fyrr þá óska ég þess að enginn svari grein þessari nema hann séu tilbúninn að ræða málin á málefnalegum grundvelli.
Magnus Haflidason