Hver fynnst ykkur eiga að vera hellstu kosningarmálin í vor? Hvaða málefni eiga eftir að ráða ykkar atkvæði?
Fyrir mig er það hellst eftirfarandi hlutir sem skipta máli:
1. Utanríkismálin
Þá er ég hellst að tala um stríð í Ìrak. Èg mun ekki kjósahernaðarsinna og sérstaklega í þessum kosningum er mikilvægt að forgangsraða þessu málefni. Allt bendir til að stríðið gegn Ìrak verði ekki síðasta árásarstríðið í trássi við sjálfsákvöðunarrétt þjóða og alþjóðalög á þessu kjörtímabili og ég mun ekki styðja fólk sem mun nota atkvæði mitt til að styðja slíkt í nafni íslensku þjóðarinnar.
2. Menntamál
Mér finnst mikilvægt að gera skurk í menntamálum þjóðarinnar. Háskólinn er staðnaður undir fjársvellti og málefnum menntaskólanna er stjórnað án samvinnu vid skólana. Verkföll og lág laun einkenna þessa vinnustaði og nauðsynlegt er að ná upp neistanum aftur. Ef á að gera slíkt að þá verður að fjárfesta í framtíðinni og ekki bara þungaiðnaði. Èg er ekkiert sérstaklega á móti iðnaði en það er fáránlegt ekki að reyna ad dreyfa áhættunni og nota frekar hina takmörkuðu fjármuni ríkisins til að auka fjölbreyttni í íslensku atvinnulífi, heldur en að festast bara í hringekju í kringum álver. Það hefur jafnan verið hellsti veikleiki íslenska hagkerfisins hversu sérhæfður hann er og því háður verðsveiflum og gengi ákveðinna atvinnuvega. Með því að auka fjárveitingar til menntunar væru tekin stór skref í átt að langtíma uppbyggingu fjölbreytts atvinnulís á Ìslandi.
3. Mannréttindi
Engin fleiri Falun Gong mál, engar handtökur á friðsömum mótmælendum. Þetta ætti að vera sjálfsagður hlutur en er það greinilega ekki! Engan stuðning við árásir á mannréttindi annars staðar í heiminum. Komi hingað erlendir leiðtogar ríkja sem brjóta mannréttindi alvarlega og reglulega, að þá er eðlilegt að slíkt sé fordæmt af íslenskum stjórnvöldum. Þetta ætti að eiga við hvort sem um er að ræða stórveldi eins og Bandaríkin, Kína, Rússland eða önnur ríki með slæma stöðu í mannrættindamálum. Við getum kannski engu breytt um ástand mála í þessum löndum í dag, en við getum haldið virðingu okkar og í samvinnu við önnur lönd kannski lagt fram okkar skerf að betri heimi. Fordæmi um sjálfstæða þjóð sem hefur engan her, virðir mannréttindi og hefur háan lifistandard er kannski meira virði í lengdina en nokkuð annað.
Látið nú heyra í ykkur. Hvað er mikilvægast fyrir ykkur?