Mjah, ég ætla ekkert að fegra N-Kóreu. Þeir voru að búa til kjarnorkuvopn ásamt mörgum öðrum þjóðum, og slíka þjóð get ég ekki varið. Ég bara fæ það ekki skilið hvernig löndum út um allan heim dettur í hug að það muni koma nokkrum manni nokkurn tíma til góða, að nota þessi vopn. Sá sem gerir það að fyrra bragði, er fáviti á heimsmælikvarða.
Síðan fara N-Kórea að æpa það að þeirri þjóð verði tortímt sem dirfist að ógna sjálfstæði þeirra. Jájá, það er eitt að vera hliðhollur þjóð sinni, annað að beinlínis hóta kjarnorkustyrjöld.
Svo að N-Kóreustjórnin er samansafn af fávitum og einkahagsmunaseggjum… bara eins og það er með restina af “stóru” þjóðunum sem vilja vera í pissukeppninni um það hver er með flest gereyðingarvopn á lager.
Þeir eru Kommúnistar, en… hvað? :) Hvernig í ósköpunum kemur það okkur við? Á meðan þeir eru ekki að ráðast á aðrar þjóðir á ekki að vera með kíki eða vopnaða hermenn uppi í rassgatinu á þeim. Það er alveg bókað mál að það leysir ekkert af þessum deilum.
Ennfremur tel ég ógnina ekki vera vondir menn eins og þeir sem stjórna t.d. N-Kóreu, Ísrael og Írak. Ég tel langmestu hættuna vera þessir vondu menn, í sambland við einn almesta fávita sem hefur setið forsetastólinn, og það er hann George W. Bush sem gerir allt sem hann mögulega gerir til þess að espa heiminn upp.
Auðvitað heldur hann, að allir líti á Bandaríkin sem stóra bróður. Menn á borð við Dick Cheney og Rumsfeld hafa opinberlega þær skoðanir. Ég bendi á
http://www.newamericancentury.org, hræðilegan vef sem mig langar stundum til þess að gráta af því að vita af.
Á meðan þessir apakettir sitja við stjórn og eru að reyna að sannfæra alla með valdi að þeir eru bestir og mestir, þá verða þjóðir á borð við N-Kóreu hættulegar. Það er eingöngu vegna samningserfiðleika og hroka Bandaríkjamanna sem þessir hræðilegu, hræðilegu menn, vilja komast í kjarnavopn til þess að byrja með. Bandaríkin eiga nú þegar 17.000 kjarnaodda út um alla plánetuna. En skjóti einn, þá fara menn niður í pólisíu- og stoltsmálin (enn ein pissukeppnin), og allir líta á það sem skyldu sína að svara þeirri árás. Þá erum við með hvað?
Þriðju heimsstyrjöldina.
Ég veit ekki… stundum finnst mér að þessir menn ættu bara að fá sér meira að ríða og reykja meira hass, og þá myndi þetta magically hætta að vera vandamál, þegar fólk færi loksins að læra af sögunni og sjá að þessi apagangur borgar sig ekkert. Maður þarf hvorki að vera hagfræðingur né stjórnmálafræðingur til þess að sjá það.
Albert Einstein var einu sinni spurður að því hvaða vopn hann teldi að yrðu notuð í þriðju heimsstyrjöldinni. Hann átti nú bágt með það, en taldi sig hafa góða hugmynd um hvað yrði notað í þeirri fjórðu. Aðspurður, hann svaraði “Grjót”.