Í grein á korkinu fjallar ritter um nýlega skoðannakönnun um afstöðu Íslendinga til Evrópumála. Þar kemur m.a. fram að aðeins fjórðungur vill sækja um aðild. 26% vilja sækja um, 46% eru andvíg umsókn og 28% eru óákveðin í afstöðu sinni. Það er Fréttablaðið sem stóð að þessari könnun.
Í grein sinni ályktar Ritter síðan “ef einhver flokkanna er að íhuga að auka vinsældir sínar með því að gæla við Evrópusambandið virðist það ekki til mikils. Þeir sem voru óákveðnir í afstöðu sinni til flokkanna eru síður fylgjandi umsókn en allur hópurinn. Af þeim sögðust 18% vilja umsókn, 38% voru óákveðin en 44% á móti”.
Það er mín skoðun að það lýsir pólitísktuhugleysi Davíðs Oddsonar að hann tekur ekki afstöðu til Evrópumála í komandi kosningum, en víkur sér alltaf undan með því að segja að Evrópumálin séu ekki á dagskrá. Evrópumálin verða á dagskrá á næsta kjörtímabili hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því veldur einfaldlega umsnúningur Norðmanna til Evrópubandalagsins.
Í könnun Gallup fyrir norsku sjónvarpsstöðina TV2 mælast 58,3% þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB. Andvígir reyndust einungis 28,3%, en 11% vildu ekki svara og 2,6% sögðu spurninguna óviðeigandi.
Í Norður-Noregi, þar sem andstæðingar hafa ætíð verið í meirihluta, eru og stuðningsmenn aðildar Noregs að ESB orðnir í meirihluta, eða 49,1%. Andstæðingar mældust 27,2%.
Sérfræðingar um skoðanakannanir segja einna athyglisverðast hversu lítið hlutfall þeirra er sem eru óvissir og svara ekki.
(http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?n id=1012634&cid=2)
Hugleysi Davíðs í þessu ljósi er mjög alvarleg, þegar það er næsta ljóst að næsta ríkisstjórn mun sitja fram til 2007, en Norðmenn verða þá væntanlega komnir á fullt skrið í viðræðum sínum um aðild að esb. Sé Davíð ábyrgur stjórnmálamaður þá þarf hann að taka afstöðu, en ekki að býða með það eftir kosningar og koma þannig aftan að kjósendum sínum. Því það er deginunum ljósar að leiði hann næstu ríkisstjórn mun hann líka leiða viðræður okkar við esb vegna breyttrar stöðu okkar í esb vegna aðildarumsóknar Norðmanna.
M.