Nýkomið markaðsþjóðfélag okkar er eins og belja á svelli,
þar sem stjórnmálamenn eiga eftir að þurfa að svara fyrir skort á hinum ýmsu skilyrðum hér og þar er komið hefur verið í lög frá Alþingi.

Því miður virðist það svo að hinir nýríku markaðsmenn telji vort þjófélag fámennis bera uppi þann “ rándýra markað ” sem komist hefur á laggirnar , markað þar sem hver er nær tilbúin til þess að
koma fótum fyrir hinn ef ekki er búinn að kaupa hlut í hinum í
300 þús manna samfélagi.


FÁKEPPNI OG EINOKUN á til dæmis ekki að þurfa að vera fylgifiskur, slíkra breytinga ef skilyrða og jafnræðis er gætt
í lagasetningu og eftirlit er virkt sem því miður hefur stórlega skort að mínu mati.

Hið opinbera má því aldrei stuðla að ójöfnum markaðsskilyrðum, svo sem með því að leyfa frjálst framsal takmarkaðra auðlinda s.s. við nýtingu sjávarafurða, líkt og því miður var raunin, þar sem þeir stærstu í atvinnugreinninni fengu allt í einu upp í hendurnar
framsal og leigu á óveiddum fiski úr sjó með tilheyrandi veðsetningaræði banka og fjármálastofnanana í landinu sem kostað hefur allan almenning skildinginn og kostar enn í formi vaxta
úr takti við allan raunveruleika, eðli máls samkvæmt.

Aldrei hefði átt að koma til leyfi til handa þeim er fengu í hendur fjármagn með því móti heimild til þess að skrá þau hin sömu fyrirtæki á hlutbréfamarkað, sökum ákvæða um sameiginlega nýtingu og eignaforráð almennings í lögum.

Gallinn er hins vegar sá að fjöldasamtök s.s. verkalýðshreyfingin hafa verið virkjuð til þáttöku í þessari markaðsmennsku, fárra,
undir formerkjum hagkvæmni allra handa, þar sem lífeyrir alþýðu manna hefur verið notaður til fjárfestinga gegnum lífeyrssjóði þar sem örfáir menn ráða hvar fjárfest er, hvar og hjá hverjum.

Hagsmunavarsla þeirra hinna sömu er sitja hvoru tveggja í stjórnum félaga og lífeyrissjóða er hafa varið fjármagni sjóðanna í hlutabréfafjárfestingu án þess að sjóðfélagar hafi atkvæðisrétt hefur því orsakað láglaunastefnu þar sem félögin hafa samþykkt umvörpum vinnuafl á sem lægstum launum til þjónkunar við
hlutaféð og gengi þess, og lág laun fyrirtækjann eru verulegur kapítuli í þvi efni, burtséð frá því hvort Jón Jónsson sem greitt
hefur félagsgjöld og skatta áratugum saman , lifir eða deyr í
hlutabréfamarkaðssamfélaginu mikla, né heldur hvort greiða þurfi atvinnuleysisbætur sem hluta af orsök þess hins sama skipulags.

með góðri kveðju.
gmaria.