Vido , þó svo að markaðurinn hefði sameinað bankana, þá hefði samkeppnisráð ekki leyft það!
Auðvitað á ríkið ekki að skipta sér af bönkunum sagan hefur sýnt það að einkarekin fyrirtæki eru miklu betur rekin heldur en ríkisrekin. Hvað varðar samkeppnisráð þá tel ég að það hafi verið rétt hjá þeim að stöðva sameininguna. Þeir voru með of mikið hlutfall af markaðnum á mörgum sviðum t.d. innlán til einstaklinga o.s.frv. Einnig tókst þeim ekki að sýna fram á þessa miklu hagræðingu sem hefði komið í kjölfar sameiningarinnar.