Það er greinilegt að það er vænlegt til árangurs innan Sjálfstæðisflokksins að svindla í prófkjörum flokksins. Það verður víst engu breytt og allt í lagi þó einn hafi svindlað. Sá sem tapar er bara fýlupúki og öllum er greinilega sama.

Sjá meðfylgjandi frétt:
“Innlent | 10.1.2003 | 10:28

Prófkjör D-lista gilt

Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sér ekki forsendu til að ógilda prófkjör flokksins í kjördæminu í haust en harmar ágalla á framkvæmd þess. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að stjórnin fjallaði í gærkvöld um bréf Vilhjálms Egilssonar alþingismanns sem hafnaði í 5. sæti í prófkjörinu en hann fór fram á ógildingu þess. Stjórnin þakkar Vilhjálmi samstarfið liðin ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. ”
Tekið af MBL.IS"

Hvað er í gangi hjá stjórnmálaflokki sem leyfir slík vinnubrögð og voru í gangi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi? Hvaða skilaboð er flokkurinn að senda frá sér?

Ég skil þetta sem svo að það er öllum sama. Bara gott hjá þeim sem svindluðu. Bravó fyrir þeim og nú skulum við koma þeim inná þing.

Ég bara spyr: Kunna menn ekki að skammast sín?

Kveðja,

Xavier

P.S. Það má taka það fram að Xavier er flokksbundin Sjálfstæðismaður sem hefur á síðastliðnum misserum ítrekað orðið fyrir verulegum vonbrigðum með flokkinn sinn.