Meginorsök og afleiðing misskiptingar auðs hér á landi er að finna í lögum sem samþykkt voru í þinginu þegar Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra og fólu í sér leyfi til handa útgerðarfyrirtækjum sjávarútvegs þess efnis að framselja þ.e. selja eða leigja aflaheimildir til veiða fiskjar úr sjó við Ísland.
Alhliða brask varð til og þeir sem græddu mest voru þeir er tóku gjald fyrir að sýsla með sölu og leigu á hinum óveidda þorski í sjónum.
Fyrirtækin fóru á hlutabréfamarkað og urðu að skila hagnaði til handa hluthöfum þar sem m.a, fólst í því að eiginhagsmunir urðu ofar þjóðarhagsmunum og tilfærsla aflaheimilda milli landshluta með eyðingu heilu byggðarlaganna varð ekki lengur eitthvað sem fyrirtækin voru að hugsa um í markaðskapphlaupi gróða.
Ef fyrirtækin sjálf hefðu skilað þjóðarbúinu raunsköttum væri hér annað ástand uppi í þjóðarbúskapnum, en þau hin sömu hafa komist upp með það að kaupa tap og afskrifa og sleppa nær alfarið við
skatta í ÁRATUGI sem aftur útskýrir hvers vegna kerfi hins opinbera og skatthlutfall almennings er hér með því móti að allir eru að lotum komnir við að halda þjóðfélaginu gangandi með því velferðarstigi sem reynt er að viðhafa af veikum mætti.
Tilfærsla auðsins er því þessi og engin breyting verður hér á nema það kerfi þ.e. kvótakerfi sjávarútvegs verði hér aflagt og annað og réttlátara kerfi tekið í notkun sem færir þjóðinni ALLRI möguleika á því að hafa tekjur af sinni auðlind og kvótar í einkaeigu verði aflagðir með öllu.
Til þess þarf mikinn kjark og þor af hálfu stjórnmálamanna sem enn finnst ekki hér á landi því miður, en um þetta atriði þurfa næstu kosningar að snúast ef þjóðin vill halda sjálfstæði sínu í þágu einstaklingsframtaksins.
með góðri kveðju.
gmaria.