Það hefur verið talað um það að, þegar ríkið láti verzlunum eftir að selja t.d. bjór og léttvín, að þær munu ekki ráða við það…
Nýlegt dæmi um það er greinin hér á undan sem kallast Áfengislöggjöfin….

Mig langar aðeins að tjá mig um þessi mál:

Auðvitað þurfa búðirnar að endurskoða sín mál þegar þeir fara út í þessar aðgerðir……
ég segi þegar…. ekki ef…

Við erum ein af handfylli af vestrænum þjóðum sem hafa ekki tekið þetta skref.

Varðandi þessi “dæmi” sem kollegar mínir á huga hafa sett upp, með fullri virðingu, held ég að þau séu frekar grunn.

Í fyrsta lagi þá munu búðirnar, fyrst um sinn, afmarka sérstakt svæði fyrir vínbúðir sínar, þar sem að sérstakt starfsfólk, mun vinna við sérstaka kassa á afmörkuðum svæðum.. Svona. mini átvr verslun innan stóru verslunnarinnar.
Peningurinn sem mun koma til þessara framkvæmda eru EKKI frá hækkandi matvöruverði, heldur frá auknu fjármagni, sem mun streyma inn í gegnum áfengissöluna… trúið mér það mun borga sjálft sig upp.

Eftirlit löggjafans mun eflaust vera mikið með þessum búðum fyrst um sinn. Búðirnar sjá sér hag í að halda leyfum sínum til þessarar sölu og munu að mínu mati reka eða færa til það starfsfólk sitt sem mun vera uppvíst að því að fara ekki eftir löggjöfinni, því að þær vilja halda leyfunum.

Síðar, þegar reynsla er kominn á þetta munu þessar míní búðir jafnvel blandast við hina almennu verslun….

Við eigum ekki að gera ráð fyrir því að borgarar þessa lands virði ekki lögin… við eigum frekar að gera ráð fyrir því að með aukinni sanngirni, góðu eftirliti og almennri virðingu fyrir lögunum (og umhyggju um sitt eigið starf) eigi þeir borgarar, sem vinna við þessar búðir, eftir að segja nei, því miður, en þú ert undir lögaldri…. sama hvern það afgreiði..


Það sannast á unglingsárunum að með aukinni ábyrgð og frelsi sem foreldrar veita börnum sínum, kemur á móti að börnin sína aukna ábyrgð á móti.
Vissulega er dæmunum um hið andstæða, oftast flaggað framan í okkur í fréttum, því að það er ekki beint fréttnæmt að “Jói, sem var nýbúin að fá ökuskirteini, ók ekki fullur”

En ef að þessir unglingar sem taka við aukinni ábyrgð væri í meirihluta tilvika ekki fær um þá ábyrgð, þá væri landið í upplausn….. landið er ekki í upplausn.

Að þessu sögðu vil heimfæra þetta upp á ríkið og þegnana…. tuttugasta öldin hefur verið gott dæmi um það að í vestrænumríkjum er ríkisvaldið stöðugt að færast í áttina að auknu frelsi einstaklingsin…… stundum gengur það ekki upp… oftast gengur það upp.

Við þurfum að gefa fólkinu í landinu tækifæri til að stjórna sér líka sjálft…..

Ekki bara hrista hausinn og segja …. fólkið veit ekki betur og mun aldrei vita betur og ríkið þarf að hugsa fyrir það…