1. mars 1986 er B-dagurinn. Dagurinn sem bjórinn kom aftur.

Í einum tíma minna í Háskóla Íslands, nánar tiltekið markaðsfræði þá bennti kennarinn á frekar góðan punkt sem óneitanlega þarf að hugsa út í ef bjór og léttvín kemur í búðirnar.
Tökum fram að ég er hvorki að tala með né á móti þessu.

Ýmindið ykkur að þið séuð í ykkar venjulega stórmarkaði, Hagkaup, Nýkaup, Nóatúni, Bónus, Krónunni. Það skiptir ekki máli um hvaða búð þið hugsið niðurstaðan er alltaf sú sama: Búðin er full og meira en það. T.d. þegar Nóatún í mínu hverfi ætlaði að hafa pínu salatbar (sem tekur uþb. 1.5 x 1 meter) þá þurfti að breyta allri búðinni.

Getið þið ýmindað ykkur ef það þyrfti að koma hálfu ríkinu (ÁTVR) inn í allar þessar verslanir líka. Ekki er hægt að segja að búðirnar eigi að velja úr tegundir, því það gerir samkeppnisstöðu þeirra gagnvart keppinautunum ekki eins góða. Bjór tekur mikið pláss og léttvín líka. Í flestum búðum er “drykkjadeildin” stæðsta deildin í matvörudeild, getið þið ýmindað ykkur ef allur bjórinn bættist við.

Þá þyrfti að byggja við og breyta eða að hætta sölu á einhverjum vörum (en ég efast að búðirnar séu með eitthvað í hillunum sem þeir eru ekki að græða á). Þá myndi vöruverð hækka sem er okkur neytendum alls ekki í hag.

Það gæti jafnvel orðið svoleiðis (ef maður er mjög svartsýnn) að Baugur eða Kaupás yrði stæðsti áfengisinnflytjandinn og notaði markaðshlutdeild til að halda verðinu uppi.

Svo þar að auki þarftu aðeins að vera 16 ára til að vinna á kassa í svona búð. Það var í fréttunum í vikunni að 84% búða selja unglingum undir 18 ára tóbak (en flestar búðirnar voru búnar að skrifa undir viljayfirlýsingu um að gera það ekki.). Hvað ef það kemur 18 ára töffari á kassa í Hagkaup með bjórkassa, en þar sem situr 16 ára stelpa sem hann busaði í haust (og hún veit fullvel að hann er ekki nógu gamall til að kaupa áfengi). Hún mun líklegast ekki biðja hann um skilríki og við sitjum uppi með sama vanda og þetta með tóbakið.

En ég er sammála þeim sem skrifuðu svör við annarri grein hérna. Það á bara að vera einn aldur 18 ára fyrir allt. Í núverandi mynd máttu aka bíl en ekki taka ábyrgð gjörða þinna. Svo er líka ósanngjarnt að þú ert löglegt barn til 18 ára en samt fá foreldra þínir bara barnabætur þar til þú ert 16… Ég held að alþingismenn kunni ekki að lesa… þeir þurfa amk. að fara að lesa lögin yfir og samræma þau.