Það var einhver að segja að sjálfstæðissflokkurinn hefði bjargað landanum á sínum tíma úr verðbólgu og öðrum hörmungum. Einnig að atvinnugóðærið sé allt þeim að þakka o.s.frv o.s.frv.

Ég vil bara segja að hvaða ríkisstjórn er við völd þegar e-ð gerist er ekki endilega henni að þakka að það gerðist heldur, eins og í þessu tilfelli er góðærið hinum almenna launþega að þakka (eins og ég rökstuddi í svari hér e-s staðar til einhvers annars).

Það er alveg ótúlegt með íslendinga hvað þeir byrja að lifa í vellystingum um leið og aðeins rofar til (og lái þeim hver sem vill). Hinns vegar er ég hrædd um að nú sé farið að síga á seinni hlutan hjá okkur í góðærinu.

Nokkur dæmi:

krónan er búin að falla um égveitekkihvað mörg % og seðlabankinn hefur verið að reyna að halda henni uppi nánast með handafli.

Í frammhaldi af atvinnugóðæri hefur yfirleitt fylkt óðaverðbólga sem virðist vera að ganga í garð hjá okkur núna.

kennarar eiga í hatrömmum deilum við ríkið, sem og aðrir + þeir sem hafa þegar fengið launahækkun. En á meðan, var ríkisstjórn að samþykja skattahækkun, sem tekur gildi um áramót og að sjálfsögðu kollvarpar grunninum við öllum þeim samningum sem hafa orðið. Þeir voru margvaraðir við þessu, en frekar en fyrri daginn, þá hlustuðu þeir ekki. Sennilega verða flestir samningarnir felldir eftir áramót.

Kaupmáttur rírnar svo ört að eftir nokkur ár er ekki laust við að hann verði horfinn með öllu :)

Á meðan að öllu þessu stendur kemur DAVÍÐ ODDSSON, okkar ástkæri forsætisráðherra í hverju viðtalinu á fætur öðru og heldur því fram að það sé ekkert að gerast. Allt sé í lægi.

Tvennt kemur til greina:

1
Starfið hefur stigið honum til höfuðs og hann virkilega trúir því sjálfur að það séu enginn teikn á lofti sem benda til þess að góðærið sé runnið sitt skeið.

Ef það er reyndin, þarf hann hjálp.

2
Hann tekur eftir þessu öllu, en reynir að halda í fylgið með því að ljúga því að almúganum að það sé allt í sómanum.

Ef það er reyndin, þá verður hann sennilega líka forsætisráðherra næsta kjörtímabil, þar sem meirihlutinn af hans fylgi virðist byggt á fólki sem greinilega hefur ekkert vit á pólitík og kýs bara alltaf það sama aftur og aftur af því að e-r segir þeim að gera það.

Hvort heldur sem, þá held ég að ef hann virkilega hefur almmennings hag fyrir brjósti, að hann ætti að koma niður úr skýjunum og TAKA Á MÁLUNUM, í staðinn fyrir að flýja þau.

Fairy