Ég hef fylgst nokkuð með stjórnmálum í gegnum tíðina og haft gaman af. Nýlega fluttist ég erlendis og byrjaði að fylgjast með erlendum stjórnmálum af meiri áhuga, og það hefur runnið upp fyrir mér að íslensk stjórnmál eru alveg með ólíkindum leiðinleg. Allir flokkarnir nema einn eru á miðjunni, samfylkingin kannski örlítið vinstramegin við miðju, og alltaf verið að þrefa um það sama. Það breytist aldrei neitt að ráði, nema þá til hins verra s.br. kvótakerfið.

En svo að ég komi mér nú að málinu, þá hef ég verið að kynna mér efnahag landsins. Vinur minn sem að er hagfræðingur benti mér á nokkrar hugmyndir sem að vel væri hægt að koma í framkvæmd. Í hagkerfinu á Íslandi eru 11 milljarðar af svörtum peningum, það væri auðvelt að koma þeim inn í kerfið með því að lækka alla skatta niður í 10-13% og banna allar afskriftir. Þyngja refsingar við skattsvikum töluvert, það yrði þá ekki áhættunar virði að svíkja undan skatti. Fyrirtæki kæmust ekki upp með að kalla fjárfestingar kostnað og sleppa þar með við skatta, þetta myndi skila meyri pening í kassan heldur en núverandi kerfi. Ég get tekið sem dæmi útgerð á Íslandi, árið 2000 borgaði öll útgerð í landinu 180 milljónir króna í skatta!!! Á meðan á sjómenn borguðu 5 milljarða. Svona lagað er auðvitað ótækt.

Einnig held ég að Ísland yrði upplagt fyrir bankaparadís, ég er þó ekki að leggja til að gera Ísland að þvottavél fyrir eiturlyfjasala og hryðjuverkamenn. Þetta myndi einnig laða að fyritæki hingað sem að sama skapi myndi þýða auknar tekjur fyrir þjóðarbúið.
Fyrirtæki í landinu myndu þá heldur ekki leita eins mikið í erlend lán. Það er ótrúlegt hversu mikill peningur streymir frá Íslandi einungis til að borga vexti af erlendum lánum.

Kvótakerfið yrði hægt að laga með því að banna framsal. Ef að bát tækist ekki að veiða allan sinn kvóta myndi hann fá minna næst. fyrsta árið yrðu útgerðum úthlutað sama magni og árið á undan og svo yrðu þeir bara að fara að veiða.

Menntakerfið þyrfti að laga. Það ætti að afnema menntaskóla og innleiða það sem á ensku kallst “highschool”. Eða ef þú villt heldur, afnema gagnfræðiskólana og láta fólk byrja í framhaldsskólum 13 ára og klára 18 ára. Fólk gæti þá byrjað háskólanám þegar það er orðið 18 eins og í öðrum siðmenntuðum löndum. Það er að mínu áliti talsvert betri lausn en að flýta skyldunáminu um eitt ár, láta fólk byrja í skóla fimm ára og vera þá búið í menntaskóla 19 ára eins og einhver pólitíkus lagði til.

Einnig ætti að hætta alveg við allar jarðgangaframkvæmdir. Ég veit að þau koma sér örugglega rosalega vel fyrir alla þá sem að búa á þessum stöðum, en það ætti að hafa þau sem algert aukaatriði sem að einungis yrði ráðist í ef að ríkið skilaði stórkostlegum tekjuafgangi. Ég meina, það er margt annað og betra hægt að gera við 10-15 milljarða heldur en að bæta samgöngur fyrir örfáar hræður.

Ef að þetta yrði allt saman gert, þyrftum við heldur ekki á stóriðju að halda. Við gætum reynt að halda í sérstöðu okkar sem tiltölulega óspillt land og haldið áfram að markaðsetja okkur sem slíkt. Ef fram fer sem horfir hverfur þessi sérstaða okkar og ferðamanna iðnaðurinn, sem er sá iðnaður sem vex hvað örast, minnkar.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að stjórnmálaflokkarnir hljóta að vita af þessum möguleikum. Það þorir bara enginn að tala um þetta, hvað þá að láta á þetta reyna.

Ég geri mér líka grein fyrir því að svona rótækar breytingar gerast ekki á einni nóttu, en það mætti byrja einhverstaðar. Ég myndi sennilega kjósa þann flokk sem að myndi minnast á eitthvað þessara málefna.
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”