Afar fróðlegt hefur verið að fylgjast með umræðum um framboðsyfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík, undanfarið, þar sem ég hefi eigi áður séð eins marga gefa yfirlýsingar þess efnis að ENGU MÁLI SKIPTI ´þótt stjórnmálamaður segi eitt í dag og annað á morgun, um athafnir sínar gagnvart kjósendum.
Jafnvel hefur verið gefið í skyn að borgarstjóranum “ fyrirgefist þetta ” vegna þess að hún sé “ kona ”.
Þessu til viðbótar hefur það verið dregið fram að það skipti engu máli hvernig farið er að BARA EF “ ákveðinn flokkur ” fær góða kosningu í næstu kosningum.
Nær ekkert hefur verið rætt um þann flokksformann er þessa aðferðarfæði tilkynnti um í fjölmiðlum, likt og siðferðisvitund þess flokks og þeirra annarra frambjóðenda sem þar fara fyrir skipti litlu sem engu.
Heilindi og samstarf, samráð og samþykki virðast hér með ekki vera lengur sérstakt atriði á stjórnmálasviðinu, í hugum fólks, atriði sem við teljum þó vera grundvöll að voru lýðræði.
Ef siðvitið víkur fyrir frumskógarlögmálum, hvert stefnir og hvað tekur við ?
með góðri kveðju.
gmaria.