Kosningar nálgast og eg sem flokkast liklega sem hægrimadur er i miklum vanda. Vandinn er sá ad eg hef ekkert ad kjosa af sannfæringu! Eg get bara kosid med thvi ad nota útilokunaradferdina og vera skíthræddur vid vinstristjórn. Ekki gód tídindi, hvorki fyrir mig sem kjósanda né Íslendinga sem skattgreidendur og thátttakendur i íslensku samfélagi.
Nú i haust voru samthykkt fjárløg undan rassi fjármálarádherra i Sjalfstædisflokknum, nafna míns Haarde, sem kveda a um hæstu ríkisútgjøld frá upphafi. Allir their thrýstihópar sem fóru a skrifstofu fjármálarádherra og bádu um skattpening okkar fengu sinn skerf. Útgjøld i steingelt landbúnadarkerfi skerdast ekki. Meingallad heilbrigdiskerfi fær afram ad skila hundrudum milljona i hallarekstur og sjúga otakmarkadan pening ur ríkiskassanum gjørsamlega án adhalds. Jardgøng a ad borda fyrir um tíu milljarda eda svo a næstu árum. Svona gengur listinn endalaust afram. Thar ad auki hefur ríkid samthykkt 20 milljarda ábyrgd fyrir Kára Stefánsson. Hvar endar thetta?
En thrátt fyrir ad vera thyrstara a skattpening en nokkru sinni fyrr tha hefur eitt og annad gott komid frá núverandi ríkisstjórn sem ekki verdur tekid i burtu, ekki einu sinni med vinstristjórn! Ríkid er til dæmis búid ad losa sig vid nánast alla bankana - loksins! Ekki er hægt ad gagnryna thad a nokkurn hátt (td. vil eg ekki heyra frasana “røng timasetning” og “lágt verd” thar sem hvort tveggja er aukaatridi a medan thetta tokst loksins!). Frelsi i efnahagslífinu hefur aukist sem einmitt hefur valdid sterkara efnahagskerfi a Íslandi en dæmi eru um sem er reyndar ad hluta til astædan fyrir thvi ad ríkid hefur fitnad eins og raunin er. En thad er betra ad ríkid fitni samhlida efnahagskerfinu i stad thess ad fitna eitt og ser og efnahagskerfid sveltur - sem er raunin ef vinstrimenn rédu.
Thetta er thvi ekki alslæmt og enn má finna merki um ad vid stjornvølinn seu hægrimenn. Hins vegar er eg ekki sattur. Sjalfstædisflokkinn kalla eg ekki hægriflokk fyrir fimmaura. Hann er midju-hægri-krataflokkur og gæti thess vegna heitad Samfylkingin (med stefnuleysid, vandrædaganginn og óróann undanskilid). Eg veit ad eg mun ekki kjosa Sjalfstædisflokkinn vegna stefnu hans og tilhneigingu til ad thenja ríkid út. Eg mun kjósa hann thvi hann hefur sýnt lit a sumum svidum og er sannarlega eini flokkurinn i dag sem er liklegur til ad mjakast i rétta átt thótt hægt fari. I flokknum eru (enntha) menn eins og Petur Bløndal og ny kynslod er ad vaxa thar upp sem vonandi lætur ekki kokgleypa sig um leid.
Óttinn vid vinstristjorn er lika annad sem ylli thvi ad eg kysi Sjalfstædisflokkinn. Ef Steingrimur J og Øssur Skarphedinsson nædu meirihluta a Althingi tha væri illt i efni. I raun svo illt ad eg myndi varla voga mer ad fara vinna a Islandi og sja sifellt stærri hluta launa minna sogast til rikisins og sóunina ad sjalfsøgdu margfaldast auk thess sem sértækar adgerdir yrdu eflaust daglegt braud og allt færi.. og afsakid ordbragdid: ..fjandans! Meira ad segja “litli madurinn” (sem er vinsæll i munni gjammara) kæmi verr út thvi enginn er vel settur a medan efnhagslífid er mulid nidur allt i kring af stjórnvøldum.
Eg kýs næsta vor med blendnu hugarfari. Ad thurfa beita útilokunaradferdinni og vera hræddur vid vinstistjórn eiga ekki ad vera hvatar lýdrædisins til ad kjósa. En Sjálfstædisflokkurinn skal thad vera.