Sæll vertu, ég las greinina þína og hún er mjög góð. Ég sjálfur hef mjög sterkar skoðanir á utanríkismálum og einnig áhuga á að fræðast um þetta allt saman. Ég er 95% á því að Friður 2000 séu ekki hryðjuverkasamtök. Þetta er einungis friðarsamtök sem vilja láta gott af sér leiða en fara mjög rangar leiðir. Og þess vegna gengur þeim illa að koma orði í verk. Og þess vegna ganga þeir of langt. Ég hef myndað mér sterka skoðun á t.d Irak málinu og hér er bréf sem ég sendi til Ástþórs í samnbandi við það mál. ég læt bara bréfið flakka. ( ég tek það fram að þetta bréf er orðið 8 vikna gamalt og skrifað löngu áður en vopnaeftirlitinu var hleypt inn enn samt er hægt að lesa það:
Ástþór Magnússon, Fr 2000. 02
Afstaða þín eins og ég skilgreini hana:
Ert á móti Árás Bandaríkjanna á Iraq.
Þú spyrð. ,,Hvers vegna eru Bandaríkin eina þjóðin sem vilja ráðast á Írak?
Hver vegna vilja þjóðir eins og Brasilia, Singapoor, Þýskaland, Rússar og fleiri þjóðir, ekki ráðast gegn Írak. Spurningin er í rauninni: *Hvers vegna eru Bandaríkjamenn svona ágengnir árás á Írak.
Hér er mitt svar:
Margar hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar á Bandaríkin. T.d 26. Febr, 1993, World Trade Center, 11 September 2001, World Trade Center, New York og Pentagon, Washington. Það er nokkuð ljóst að Bandaríkjamenn eru orðnir “leiðir” á hryðjuverknaði enda er hryðjuverk alvarlegir glæpir gegn mannkyninu sem byggjast oftast á ofsatrú. Þann 11 Sept. 2001 voru gerðar stórtækar hryðjuverkaárásir í New York og Washington. Leyniþjónusta Bandaríkjanna komst fljótlega að því að hryðjuverkasamtök Osama Bin Ladens, Al Quieda , hefðu staðið að árásunum. Þeir komust að því að hann dvaldi í Afganistan, þar sem harðstjórn talibana stóð við völd. Í stuttu máli gáfu bandaríkjamenn talibönum úrslitakosti: Að þeir myndi framselja Bin Laden og Mohammed Omar ella þeir myndu ráðast inn í landið og ná í hann sjálfir og í leiðinni steypa talibönum af valdastólnum. Talibanar tóku þá óskynsamlegu ákvörðun að verjast innrás og fela Bin Laden. Bandaríkjamenn urðu því að ráðast inn í landið og leita að Bina Laden. Þeir hafa ekki fundið hann enn og eflaust er langt í það, enn þeir hafa lofað að hætta ekki fyrr enn Bin Laden er fundinn, lífs eða liðinn. Í kjölfar árásar á Afganistan fóru Bandaríkjamenn að hugsa lengra fram í tímann og hugsuðu sér, hverjir aðrir en Al Quieda samtökin gætu ógnað saklausu fólki um allan heim. Þeir beindu spjótum sínum nokkuð fljótt að Sadaam Hussein í Írak. Þeir fóru að rannsaka hverskonar vopn þeir ættu og hvað þeir þyrftu til að búa til gjöreyðinga og efnavopn. Þeir komust að því að Írakar eiga ekki langt í land með að gera efna og gereyðingavopn tilbúin til árása og telja því, eins og Bretar, að ógn stafi af Írak. Það er ljóst mál að það er nauðsynlegt að steypa harðstórn Sadaams af völdum. Óttast er meira að segja að ef til árása kæmi á Írak, myndu Írakar beita efnavopnum á nágrannalönd sín í hefndarskyni. Hversu sjúkt er það?
*Ástæðan fyrir því að Bandaríkjamenn eru svo ágengir árás á Írak er auðvitað sú að þeir hafa mest mátt súpa seiðið af ( high scandal ) hryjuverkastarfsemi í vesturlöndum. Segjum sem svo að svo stórtækar árásir svo sem þær 11. Sept í fyrra, myndu henda þjóðverjum í Berlin eða einhverstaðar í Þýskalandi. Hver yrði afstaða Gerhard Schröder þá til aðgerða gegn Írak og öðrum þjóðum sem óttast er að leynast gereyðingar og efnavopn?
Írakar féllust á það ekki alls fyrir löngu að leyfa vopnaeftirlitsmönnum að koma SKYLIRÐALAUST inn í landið. Mín persónulega skoðun er sú, að það leyfi, undirstriki sannleikann á bak við sagnir Íraka, um að þeir eigi engin efna eða gereyðingavopn. Svo að mínu mati ættu Bandaríkjamenn að hugsa sig tvisvar um hernaðaraðgerðir gegn Írak. Sérstaklega þegar þeir hafa svo margar þjóðir á móti sér í þessu máli. Hafi Írakar engin vopn að þessu tagi, er engin ástæða til hernaðaraðgerða gegn landinu eins og er. ( Enn Bandaríkjamenn og Bretar hafa gefið það í skyn að hún komi fyrr eða síðar, og þá verður það of seint. ) Enn ef á annað borð Bandaríkjamenn myndu hefja árásir á Írak og steypa Sadaam Hussein af völdum, myndi þeim auðveldlega takast það, jafnvel þó það tæki langan tíma. Hernaðarstyrkur Bandaríkjanna er svo öflugur að aðrar bandaþjóðir myndu frekar þvælast fyrir, heldur enn að koma að gagni, í stríði gegn Írak. Svo skulum við ekki gleyma að andspyrnuhreyfing myndi mjög líklega brjótast út í Írak sem myndi berjast gegn þessari harðstjórn. Og annað, að almennir borgarar eru ekki ánægðir með þennann forseta, heldur eru þeir neyddir til að elska hann og virða.
Leiðtogi Bandaríkjanna er ekki einvörðu leiðtogi eigin ríkis heldur verður hann af sjálfu sér fremstur meðal jafningja á skákborði alþjóðastjórnmála.
Árið 1991 réðust Írakar inn í Kúveit að tilefnislausu. Bandaríkjamenn hófu refsiaðgerðir gegn Írak og gerðu loftárásir á Bagdad. Í febrúar, eftir harðar loftárásir í heilan mánuð, réðs svo landher inn í Kúveit og tókst á aðeins FJÓRUM DÖGUM að yfirbuga Íraka og reka þá úr landi. Á undanhaldi kveiktu hermenn Íraks í olíuborholum og hlaust af mikil mengun. Í stríðslok hafði fjölþjóðaherinn misst 95 menn en 370 særða. 20.000 Írakar voru teknir til fanga.
Friður er nauðsynlegur í heiminum og stríð er ógn. Það sem Bandaríkjamenn og Bretar vilja er friður. Ekki bara í þeirra löndum heldur um allan heim. Það er hlutverk þeirra, sem risavelda, að hjálpa þjóðum um allan heim að semja um frið. Staðreyndin er bara sú, og allir verða að sætta sig við hana, að stundum er friður ekki mögulegur nema til hernaðaraðgerða komi.
Þess vegna skil ég ekki samtök og félög um allan heim sem eru á móti hernaði, vegna þess að oft eru hernaðaraðgerðir eina leiðin til að stilla til friðar. Sérstaklega þegar fjöldamorðingjar eins og Adolf Hitler og Saddam Hussein eiga í hlut. Að sjálfsögðu hafa Bandaríkjamenn gert mistök. STÓR mistök eins og í Víetnamstríðinu. Enn í þessu tilviki þarf að steypa Hussein af stóli vegna þess að hann á möguleika á að búa til efna og gereyðingavopn. Hvers vegna í ósköpunum að vera að bíða eftir því að hann og Bin Laden fari að starfa saman og láta heimsku þeirra bitna á saklausu fólki á Vesturlöndum eða annarsstaðar í heiminum.
Mín spurning er svohljóðandi: Hvers vegna að hefja alltaf hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkamönnum og fjöldamorðingjum EFTIR að skaði þeirra er skeður. Er ekki viturlegra að hugsa fram í tíman svo færri saklausir láti lífið?
Ég óska eftir svari.
Þökk fyrir.
( Svar hefyr ekki enn fengist frá samtökunum Friður 2000 )
“I never said i was the king, i simply said i was the best” – Jerry Lee Lewis.