Í stað þess að nota arð af sölu ríkisbankanna til þess að standa við gerða samninga við aldraða og öryrkja eru lagðir nýir skattar á neytendur til þess að standa skil á slíku.

Ekki er öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

Þegar rýnt er í breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir fjárlög 2003, sem er fróðlegt aflestrar, þá má þar meðal annars finna á forsíðu Ýmis verkefni, Til stjórnmálaflokka með hliðsjón af nýrri kjördæmaskipan og breyttum aðstæðum þingmanna af þeim sökum, krónur 35 milljónir í tillögugerð.

Meðan Háskólinn hefur 137 milljónir til rannsóknastarfa þá fá Framhaldsskólar 25 milljónir til tækjakaupa.

Fé til símenntunar er innan við tíu milljónir á hvert svæði á fjárlögum, meðan Lánasjóður íslenskra námsmanna fær 3 milljarða en beingreiðslur til mjólkurframleiðanda eru 3,9 milljarðar.

Fjárframlög til hafnarmannvirkja eru nokkuð mikil í ljósi þess að kvóta er ekki lengur til að dreifa í hinum ýmsu sjávarbyggðum, eða rúmur milljarður króna.

Færeysk orðabók er styrkt af fjárlögum um 2,5 milljónir króna,
og Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs fær 4 milljón króna styrk. og Papeyjarferðir ehf, 1,8 milljón .

Gæðamat í ferðaþjónustu eru áætlaðar 4.milljónir, og Rannsókn á landslagi 3. milljónir.

SMS samskipti með sima er einnig að finna í þessari tillögugerð með upphæð kr. 4. milljónir af fjárlögum og næst þar undir stendur Klúbbur matreiðslumeistara með upphæð 2,5 milljónir.

Áfram mætti lengi telja, en…

Ef til vill eru þessi verkefni öll stórnauðsynleg en eigi að síður margt sem stingur í augu fyrir þann sem greiðir skatta í þessu landi við þennan yfirlestur og til dæmis má spyrja að þvi hvort Gróður í landnámi Ingólfs geti ekki staðið undir sé með sjálfsöflun fjár í sina þágu ellegar Færeyingar staðið að gerð eigin orðabókar hvað þá Klúbbur matreiðslumeistara.

Ný skattlagning án þess að arður af sölu ríkiseigna komi þar til með að brúa bilið, er uppgjöf
núverandi stjórnvalda sem greinilega hafa misst handtakið í taumnum á hrossinu, og nýjar álögur á almenning munu ekki færa þeim hinum sömu setu við úthlutun slíka að ári við slíka skipan mála.

Það dreg ég alla vega mjög í efa.

með góðri kveðju.
gmaria.