OK, það er eitt sem ég get ekki skilið, hvernig getur íslenska þjóðin látið ríkið fara svona með sig, að skylda fólkið í landinu að borga áskrifargjald að stöð sem fólkið horfir kanski ekki á.
Aðal rökin hjá Útvarpsstjóra eru eitthvað á þá leið að það geti enginn annar en ríkið gert menningalega og íslenska þætti, ég held nú að SKJÁREINN sé búinn að afsanna það með hverjum snilldarþættinum á fætur öðrum!
Síðan er það auðvitað öryggið, þú þarft að borga áskrifargjaldið, því það er RÚV er svo gríðarlega mikið öryggistæki, aðrir miðlar en rúv eru einfaldlega ekki hæfir til að tilkynna ef að náttúru hamfarir ríða um landið, já eimmit við tókum eftir því þegar jarðskjálftinn varð 17. júni, þessi fótbolti sagði öllum hvernig ætti að bregðast við og hvað hefði gerst.
Síðan þurfum við auðvitað að borga afnotagjaldið, því það er engan vegin hægt að reka sjónvarpsstöð án áskrifargjalda, og reka stöðina bara á auglýsingartekjum.
Þessi rök útvarpsstjóra eru fáranleg og úreld.
Ég legg til að við breytum RÚV í hlutafélag og einkavæðum!