Ég hélt að við værum að diskútera hvernig ætti að leysa vanda sumra íslenskra markaða sem skortir samkeppni, svo formerkin væru eitthvað gáfuleg.
Pælingar þínar virðast vera svo steyptar og fastar að ekkert með viti kemur út.
Afhverju finnst mér það?
Vegna þess að hver viðskiptavinur, þar á meðal þú, hefur mestan áhuga á að það sé samkeppni ríkjandi á þeim mörkuðum sem hafa með vörur sem þeir versla, svo þeir fái bestu gæði á sem bestu verði. Og þess vegna verður að ganga í skugga um að samkeppni séi virkilega í gangi.
Hvernig sjáum við um þetta?
Vegna þess að hinn frjálsi markaður er ekki fær um að skila samkeppni þá verður annar aðili að grípa inní. Hver annar en ríkið, fulltrúi þegnanna, á að sjá um þetta. Þess vegna var stofnun komið á legg sem heitir Samkeppnisstofnun. Hvort sem svo Samkeppnisstofnun virki fullkomlega er svo annað mál.
Ein af megin ástæðum sem hindrar að Samkeppnisstofnun geti tekið hálstaki á málunum er sú að það hefur ekki nógu mikið umsvifavald. Á þeim forsendum, og aftur þeim forsendum, á Samkeppnisstofnun að vera gefið meira vald.
Þú neitar greinilega þessum rökum. Og það á grundvelli þess að þú telur þig í trú um að Samkeppnisstofnun virki ekki. Þú tekur sem dæmi samræma hækkun á bensínverði, hana má meðal annars rekja til hækkana á heimsmarkaði og er þá ekkert óvenjulegt við samrýmda hækkun. Annars vegar finnst þér athugavert að tryggingarfélög hafi samrýmt verðhækkanir, þetta má meðal annars útskýra með því að slysatíðni hafi hlutfallslega hækkað fyrir allt landið, þetta á við um öll tryggingarfélög. Líka þá má vera að slysrannsóknir hafi sýnt að ýmsir tryggingarflokkar eru í raun og veru hættulegri og þess vegna ber að hækka tryggingargjöld. Þetta getur auðvitað gengið á báða vegu, hvort sem tryggingarjöld hækka eða lækka. Ég efa að það séu svo lík tryggingargjöld á Íslandi eins og þú lýsir.
Svo hljómar eins og þér finnist verðhækkanir á alla vegu óviðsættanlegar. Þetta er bara ekki rétt. Í litlu en samt ört vaxandi hagkerfi eins og á Íslandi þá er ekkert óvenjulegt að það séu almennar verðhækkanir, verð hækka í samrými við verðbólgu, eins og heur verið að gerast á íbúðarmörkuðunum.
Svo er eitt, tilvist og hlutverk Samkeppnisstofnunar er ekki til þess að koma í veg fyrir verðhækkanir. Það er eitthvað sem ég held að þú verðir að hugsa um.
Sem þessum orðum vill ég ekki segja að íslenskir markaðir virka fullkomnlega. Það eru ýmsir vankantar, spilling, klíkuskapur og pólitík sem spilar inní á óvænlega vegu.
En fremur öllu þá verður Samkeppnisstofnun að verða gefin meiri völd, því það er eina hugsanlega lausnin sem fyrirfinnst. Hversvegna að loka stofnuninni, þetta er sú leið sem þekkist í markaðshagkerfum til þess að sjá um að heilbrigð samkeppni ríki. Ef þú getur stungið uppá einhverri annari aðferð þá væri það eitthvað marktækt sem kæmi frá þér.