Ég fór inn í lagasafnið að skoða lögin um fiskveiðistjórn í gær og komst að því að reglugerðum og viðbótum hefur fjölgað nokkuð,
sem ekki gerir lagabálk þennan beinlínis skilvirkan til framkvæmda, heldur veitti ekki af túlki til þess að túlka
viðbætur allra handa fram og aftur ára á milli, þar sem mismunandi góðir íslenzkumenn virðast hafa komið að málum við að semja viðbætur í formi reglugerða eða lagabreytinga, þar sem hin mismunandi ákvæði virðast rekast hvert á annars horn.

Sameign þjóðarinnar fiskimiðin sem eitt ákvæði segir sameign þjóðarinnar gengur kaupum og sölum samkvæmt öðru ákvæði um framseljanlegar aflaheimildir, af hálfu handhafa hverju sinni þótt enginn heilvita maður kunni
útskýringu á því, enn sem komið er, hvers vegna sameign þjóðar getur allt í einu verið einkaeign handhafa árlegra aflaheimilda.

Öll þessi flókindi þjóna almenningi illa eða ekki, og ef eitthvað væri stórþarft verk þá væri það að koma á fót stjórnlagadómstóli hér á landi til þess fyrir það fyrsta að yfirfara nýja lagasetningu frá Alþingi þannig að stæðist ákvæði stjórnarskrár hverju sinni en einnig, að yfirfara eldri lagasetningu með tilliti
til misvísandi ákvæða er ganga á skjön við hvað annað, sökum þess að alþingismenn hafa ekki að virðist getað tekið ákvörðun um að
fella út gamla lagabálka við gildistöku nýrra.

Í raun og veru virðist forsjárhyggju Íslendinga í formi lagasetningar lítil takmörk sett og liggur við lög séu til um hvernig Jón Jónsson skal stíga skrefin án þess að hugsa, með leitun í lögvarða sérfræðiþekkingu á vegum ríkisins, ellegar
hvernig sá hinn sami skal haga sínu lífi.

Jafnframt eru alls konar sérstakar lagasetningar varðandi “ hitt og þetta ” af hinum ólíklegasta toga að mínu áliti séríslenskt fyrirbæri og okkur ekki til sóma því magn laga segir litt til
ágæti þeirra.

Íslenskir dómstólar eru þvi ekki öfundsverðir svo mikið er víst, við túlkun í þessum frumskógi sem að mínu áliti þarf að grisja
verulega öllum til hagsbóta.

með góðri kveðju.
gmaria.