Ég hef ekki grafið mig niður í vandamálið sem konur í Sjálfstæðisflokkinum hafa vakið til umræðu en ætla að reyna að fá viðbrögð Hugara við þessu.

Á lista Sjálfstæðismanna voru sjö konur af tuttugu þingmannsefnum valdar af Sjálfstæðismönnum í Reykjavíkurkjödæmi -í prófkjöri. Þetta var lýðræðisleg kosning (hafði ekkert að gera með NV-kosninguna). Flokksmenn völdu þessar sjö konur. Þetta er nokkuð jafnt hlutfall EN konum tókst að snúa þessu upp í jafnréttismál: Ekki voru nógu og margar konur í fyrstu tíu sætunum.

Hvað með það? Þetta var lýðræðisleg kosning, kosin af -eins og áður sagði- félögum í Sjálfstæðisflokkinum. Þetta er fólk sem kemur á kjörstaði til að velja þá sem þeir telja að eigi heima á þingi. Konurnar hafa greinilega ekki verið nógu og spennandi! Ég fagna því að þetta hafi verið kosningamál þannig að óeðlilegt er að breyta þessu. Þetta sannar, að mínu mati, að konur ÞURFA ekki að vera í efsta sæti til að halda jafnrétti.

Hér eru konurnar bara að reyna að komast ofar á listann og nota til þess ‘jafnréttismál’. Þær gætu alveg eins sagt að engin kona var kosin í fyrsta sætið…
“Ef konur væru með 3 brjóst, væru menn þá með 3 hendur?”, boossmio