Thetta vard (ovart) lengra en eg ætladi mer en hvad um thad, utrasin er min:

***

Skattar eru athyglisvert fyrirbæri og margslungid. Vid høfum lika margar tegundir af theim. Tekjuskattur er kannski thekktastur. Thad er einmitt sa hluti launa okkar sem adrir sja um ad radstafa fyrir okkur. Virdisaukaskatt borgum vid gegn thvi ad fa akvednar vørur i hendurnar. Erfdaskatt borgum vid i dauda okkar svo minni hluti af ævistarfi okkar skili ser til erfingjanna. Eignaskatt borgum vid sem refsingu fyrir ad eiga eitthvad, til dæmis husnædi. En thetta viljum vid og i sjalfu ser er thad gott og blessad. Ymis konar “samfelagsleg” thjonusta tharf sitt rekstrarfe og amast fæstir vid thvi ad borga skatta i heilbrigdis- og menntamal thott upphædirnar seu alltaf deiluefni. Færri vilja kannast vid ad vinna baki brotnu alla daga allt arid svo byggdasafnid i Heradi geti haft “okeypis” adgang. Ekki vilja heldur margir kannast vid ad hafa farid a sinfoniutonleika thott arslaun amk 70-80 verkamanna renni i rekstur theirra i gegnum skatta a hverju ari. Skattar eru thvi thannig ur gardi gerdir ad folk er neytt til ad borga tha sama hvad tautar og raular og ser svo ekki nema brotabrot af theim nytast i nokkurn skapadan hlut - nema fyrir adra.

En gott og vel gefum okkur, svona til malamynda, ad rikid eigi ad sja um ad fjarmagna eftirfarandi “samfelagslega thjonustu”:
- Skolagøngu eins lengi og hver kærir sig um.
- Heilbrigdisgæslu eins mikid og hver tharf.
- Vegakerfi hvar svo sem landsmenn vilja bua.
- Loggæslu hvert sem menn stiga nidur fæti.
- Domskerfi.
Thetta er reyndar meira en eg kæri mig um ad sja en eg ætla ekki ad gera thad ad efni thessarar greinar.

Nu gef eg mer ad allir kinki kolli og segi ja og amen vid thessum thattum her ad ofan. Lof mer tha ad bæta vid listann yfir verkefni fyrir rikisvaldid:
- Byggdasøfn ut um allt land.
- Afthreyingarsjonvarp- og utvarp.
- Hljomsveit sem spilar klassisk løg.
- Listasøfn med gømlum malverkum.
- Holur i fjøll svo nokkrar hrædur hafi greidan adgang sin a milli.
- Lambakjøts- og grænmetisframleidslu.
Nu vona eg ad færri hafi kinkad kolli. Eg vona ad einhver fari nu ad sja hvert eg er ad fara.

Stadreyndin er su ad skattar eru ALLTOF HAIR. Their eru lika mjøg ranglatir margir. Af hverju borgum vid skatta fyrir ad eiga eitthvad og faum styrk fra rikinu til ad borga vexti thegar vid skuldum eitthvad? Hvers vegna rennur oftar en ekki um 1/4 af vøruverdi beint til rikisins? Er thad til ad borga fyrir rekstur hljomsveitarinnar sem spilar klassisk løg og 3% thjodarinnar hlusta a arlega? Nu eda holurnar i fjøllunum sem nokkrir bilar keyra gegnum a dag? Er verid ad senda okkur reikninginn fyrir thessu?

Punkturinn er thessi:

Vid eigum ekki ad sætta okkur vid thessa skattlagningu sem rikir a Islandi i dag. Segjum sem svo ad vid samthykkjum øll sem eitt tha malamidlun, hvar svo sem vid støndum i politik, ad rikid sjai um TILTEKIN og AKVEDIN verkefni sem thad ma svo rukka okkur um rekstrarkostnadinn fyrir. Allt annad væri tha einfaldlega ekki i verkahring rikisins og fyrir thad mætti ekki rukka. Stadreyndin er su ad rikid er mjøg lelegt i ad sja um rekstur a nokkrum skøpudum hlut. Med thvi ad setja thvi skyrar skordur og segja nakvæmlega hvad rikid ma reka tha gæti thad kannski hugsanlega leyst thau akvednu, afmorkudu verkefni sæmilega af hendi (og tho?). Med thvi ad gefa rikinu fritt spil, “herna er skatturinn njottu vel og lattu gott af thjer leida”, tha eru Islendingar allir sem einn, i hvada stødu sem their eru eda sama vid hvad their vinna, ad lata fefletta sig svo ur blædi.

Bodskapur minn: Setja rikinu skyrar takmarkanir og gefa thvi nakvæmlega skilgreind verkefni, borga fyrir rekstur theirra, og draga thar med mørkin.